Innanbæjarsnjóbrölt.

Það tók tímann sinn að komast í vinnu i morgun.

 Hæfileikinn til þess að aka um í ófærð hefur eitthvað förlast og endurnýjun slíkrar reynslu því á dagskrá þessa dagana.

Reynslan af því aka lengst af afturdrifnum bifreiðum gegnum snjóskafla  og ófærð þegar á þurfti að halda , nýtist ekki þegar bifreiðin er framdrifin.

Í stað þess að twista að framan með afturdrifinu í hálkunni, twistar bifreiðin að aftan með framdrifinu.

Aulaháttur þess efnis að sprauta dekkin með tjöruhreinsi reglulega orsakar vissulega enn meira twist.

Því til viðbótar bý ég í bæjarfélagi hringtorganna, þar sem það er eins gott að aka hæfilega hratt í slík samgöngumannvirki svo ekki komi til viðbótarhringur í hálkunni og viðkomandi lendi annað hvort á grjóti eða staurum sem prýða oft slíkt torg hér um slóðir.

Það þarf því að nota öll skilningarvit til þess að álykta um mögulega stöðvunarvegalengd, miðað við ökuhraða hverja eina einustu sekúndu í hverju ferðalagi milli staða.

Snjóbröltið er því þjálfunartæki sem nýtist sem reynsla.

Fátt er svo með öllu illt.....

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband