Á fólkið í landinu einu sinni enn að bera afföllin af skipulagi fiskveiðistjórnunarkerfis og sofandahætti stjórnvalda í landinu ?

Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um skerðingu þorskafla í kvótakerfi sjávarútvegs, átti að fylgja mótvægisaðgerðapakki sem viðurkenning að vissu leyti á því hve illa kerfið virkar. Sá hinn sama pakki er hins vegar allsendis ekki á borði enda um að ræða að virðist handapataúrlausnir eftir hentugleikum þegar allt er farið norður og niður.

Hver skyldi síðan mega þurfa bera hitann og þungann af slíku ástandi ?

Jú hinn almenni verkamaður sem varla dregur fram lífið vegna þess að hann lendir við fátæktarmörk við það eitt að greiða skatta og skyldur af sínum láglaunalúsarkjörum sem enn lýðast á vinnumarkaði.

Svo kemur stjórnvöldum á óvart að atvinnuleysi hafi aukist svo og svo mikið og einhver nefnd verður skipuð til að drepa málinu á dreif ......

meðan hinn almenni launamaður má bera byrðar misviturs skipulags kvótakerfis sjávarútvegs hér á landi sem fengið hefur einkunina , mannréttindabrot af hálfu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

kv.gmaria.


mbl.is Segja HB Granda hafa brotið lög um hópuppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Heyr!

Sigurður Þórðarson, 26.1.2008 kl. 02:38

2 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Sammála þessu, en gleymum ekki því að við hinir almennu launamenn um alt land, kjósum þetta yfir okkur á fjögurra ára fresti.

Það er með ólíkindum að fólk á lægstu töxtum skuli kjósa sjáfstæðisflokkinn,ef það héldi honum ekki svona sterkum, gætu kjör þeirra ef til vill batnað....

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 26.1.2008 kl. 06:38

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála Ara . kv .

Georg Eiður Arnarson, 26.1.2008 kl. 08:16

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður pistill hjá þér að vanda GMaría, tek hérundir hvert orð.  Og mikið rétt Ari, það er eiginleg stórfurðulegt að fólk skuli endalaust kjósa það sama yfir sig aftur og aftur, eins og það sjái ekki orsök og afleiðingu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2008 kl. 10:09

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Lenín og félagar lögðu til að allir ynnu hjá ríkinu.Og í gamla sovét var ekkert atvinnuleysi.Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna ályktaði að ríkið mætti ekki taka veiðirétt af sjómönnum og útgerðarmönnum.Þessi ályktun þýðir ekkert annað en að mannréttindanefndin hafnar þjóðnýtingu aflaheimilda.Þar með hafnar hún hinni nýju stefnu Frjálslyndaflokksins sem þingmenn hans boða og aldrei hefur verið samþykkt á landsfundi flokksins.Frjálslyndi flokkurinn er ekki frjálslyndur miðjuflokkur,hann er orðinn vinstri flokkur sem styður þjóðnýtingu.Það var stutt á milli Hitlers og Stalíns 

Sigurgeir Jónsson, 26.1.2008 kl. 11:30

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Í annari grein laga Frjálslyndaflokksins segir að flokkurinn hafni ríkisforsjá og aðhyllist markaðshagkerfi.Því er ekki hægt að sjá annað en að þeir sem boða þjóðnýtingu atvinnuveganna séu að brjóta lög Frjálslyndaflokksins.

Sigurgeir Jónsson, 26.1.2008 kl. 11:55

7 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sigurgeir hefur tekið að sér túlkun mannréttindanefndarinnar á vægast sagt einkennilegan hátt, en ef menn skoða Þetta þá kemur í ljós ástæðan. Þetta er kerfi sem sumum líkar, leigja frá sér og vegna hvers, látum Sigurgeir svara því? Lögfræðileg túlkun á ályktun mannréttindanefndarinnar er meðal annars svona." Ekki fæst annað séð en fyllilega lögmætt og eðlilegt sé að innkalla aflaheimildirnar og deila niður á þá sem þess óska að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru nytjastofnunum til góða og samræmast lögum (þ.m.t. mannréttindalögum)." Þetta er aðeins lítið sýnishorn og það er hræsni að halda því fram að ályktunin hafi ekkert gildi.En auðvitað vilja þeir sem braskið stunda halda annað, en þeir munu vakna upp við allt annað áður en langt um líður.

Hallgrímur Guðmundsson, 27.1.2008 kl. 00:09

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Hallgrímur.

Já þeim sem hentar að rífa niður þeir rífa niður betrumbætur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.1.2008 kl. 00:26

9 identicon

Sæl Guðrún, góð blogg hjá þér.  Haltu áfram að blogga um þessi mál.

  Sigurgeir getur það verið að þú eigir kvóta sem þú leigir frá þér? 

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir 

Ásgerður Jóna Flosadóttir (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 01:24

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hef meiriháttar trú á því að þetta úrelta fiskveiðistjórnunarkerfi verði
tekið til rækilegrar uppstokkunar í mjög náinni framtíð, og þar með
öll íslenzk stjórnmál. Finn fyrir mikilli gerjun og umbrotum hvað allt
þetta varðar í dag! Miklir sviftivindar eru í  uppsiglingu í íslenzkri
pólitík í dag. Já bara sem betur fer!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.1.2008 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband