Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Konur og karlar þurfa að vinna saman í einu samfélagi.
Fimmtudagur, 31. janúar 2008
Það er með ólíkindum hvernig tekist hefur að etja sjálfsagðri baráttu kvenna fyrir jafnstöðu launalega á vinnumarkaði í forarað alls konar deilna og erja millum kynja hér á landi þar sem annað hvort vol eða væl, öfgar eða hótanir eru aðferðafræðin.
Konur eiga ekki að njóta einhvera sérréttinda umfram karlmenn bara af því þær eru konur og vice versa.
Karlmenn skyldu aldrei beita konur ofríki í formi kúgunar ellagar valdbeitingar í krafti yfirburða hvers konar líkamlega eða andlega.
Kynin bera sameiginlega ábyrgð á börnum sínum og sú hin sama ábyrgð skyldi aldrei birtast börnunum í formi opinberlegra deilna og erja millum kynja í áraraðir eins og verið hefur hér á landi í of langan tíma að mínu viti.
Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja er ekkert stórmál meðan konur inna enn af hendi umönnnunarstörf á vinnumarkaði fyrir lúsarlaun og fjölgun þeirra í þeim hinum sömu stöðum mun ekki breyta því hinu sama , heldur þarf til að koma viðhorfsbreyting gagnvart mati starfa til handa einu samfélagi og gildi þeirra.
Þá fyrst þegar hið opinbera þ.e ríki og sveitarfélög viðurkenna stöðu sína sem vinnuveitendur með þáttöku á almennum vinnumarkaði í þjónustu sinni með samkeppni um vinnuafl á markaði launalega , með þjónustuhlutverk til framtíðar, kann hugsanlega eitthvað að breytast.
Félög launamanna þar sem konur eru stór hluti gegna lykilhlutverki í þessu sambandi í samningum á vinnumarkaði um kaup og kjör.
kv.gmaria.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Oh my God, hvílík auðmýkt, hverju skilar þetta í jöfnuði almennt ?
Fimmtudagur, 31. janúar 2008
Bjóðast til ....... halló er ekki komið nóg af slíkri auðmýkt hvað varðar vinnumarkaðinn ? Konur eru menn og kraftar þeirra til starfa skal ætíð vega og meta á jafnræðisforsendum.
Því miður finnst mér þetta tiltæki einkennast af valdaásókn eingöngu án sýnilegra markmiða að öðru leyti en......
kv.gmaria.
Konur bjóðast til að setjast í stjórnir fyrirtækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
HVAR ER að finna lagastoð þess efnis að fjármálafyrirtækjum sé heimilt að taka veð í óveiddum fiski úr sjó ?
Fimmtudagur, 31. janúar 2008
Ég hefi stautað mig gegn um margan lagafrumskóginn sem hið háa Alþingi hefur sett gegn um tíð og tíma, en hvað varðar lagastoð fyrir veðsetningu þeirri sem viðgengist hefur gagnvart kvóta til fiskveiða , hefi ég aldrei getað fundið stafkrók fyrir í lögum.
Fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða er afar skýr þess efnis að " úthlutun aflaheimilda myndi ekki eignarétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir aflaheimildum "
Léleg rýni fjölmiðla þessa lands á skipan mála í fiskveiðstjórnunarkerfinu hefur gert það að verkum að afar margir þættir þessa skipulags hafa algjörlega verið gagnrýnislausir, þar með talið þetta stóra atriði sem hér um ræðir.
Ég tel að sú ákvörðun fjármálafyrirtækja að taka gilt veð í óveiddum fiski úr sjó sé hreint og beint fáránleg sökum óvissuþátta þar að lútandi.
Nægilega óígrunduð var heimild laga til þess að selja og leigja aflaheimildir millum útgerðarfyrirtækja landið þvert og endilangt, þótt ekki kæmi til viðbótar " veðsetning banka " á slíku.
kv.gmaria.
Fiskihagfræðingar og forysta útgerðarmanna tóku þann kost að setja á kvótakerfi.
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Bloggvinur minn Hannes Hólmsteinn Gissurarson heldur áfram að hampa þeim sjónarmiðum að kvótakerfið sé " sanngjarnt " . Set hér inn úrdrátt úr hans frásögu um m.a. fiskihagfræðinga en ég man satt best að segja ekki eftir að hafa heyrt um þá fræðigrein enn en ef svo er þá er það nokkuð ljóst að sú fræðigrein er verulega illa á vegi stödd að mínu viti og álíka lækningum án nauðsynlegrar þekkingar til þess hins arna.
"
Hvernig var upphafleg úthlutun?
Ágreiningur meiri hluta og minni hluta mannréttindanefndarinnar snýst ekki um hagfræðikenningar eða lagabókstaf, heldur siðferðileg efni. Forsagan er öllum Íslendingum kunn. Í árslok 1983 voru fiskistofnar á Íslandsmiðum að hruni komnir vegna ofveiði. Takmarka varð sókn í þá. Ýmsar fyrri tilraunir til þess höfðu mistekist. Þess vegna var að ráði fiskihagfræðinga, forystu útgerðarmanna og annarra tekinn sá kostur að takmarka sóknina við þá, sem gert höfðu út á tímabilinu frá 1. nóvember 1980 til 31. október 1983. Þeir fengu aflaheimildir í hlutfalli við afla sinn á þessu tímabili. Þetta fyrirkomulag gilti fyrst aðeins um botnfisk (þorsk og fleiri tegundir), en með löggjöf árið 1990 varð kvótakerfið altækt og gilti eftir það um alla fiskistofna á Íslandsmiðum. "
Því til viðbótar má nefna að upphafleg úthlutun byggð á þremur árum til grundvallar LAUT ALDREI endurskoðunar við til dagsins í dag sem heitir offar stjórnvaldsaðgerða og fádæma klaufaskapur stjórnvalda á þessu sviði ólíkt öðrum.
Altækt ha ? Veit ekki hvað Hannes á við í þessu sambandi því 1990 hafði enn ekki tekist að troða öllum í kvóta en þá voru lögleidd mestu mistök þessa kerfis sem menn sennilega vilja breiða yfir og eru framsal og leiga aflaheimilda.
kv.gmaria.
Kjarnorkukona úr Frjálslynda flokknum á þing.
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Mér er það sönn ánægja að vekja athygli á því að Hanna Birna Jóhannsdóttir frá Vestmannaeyjum, hefur nú komið inn á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Frjálslynda flokkinn á Suðurlandi og önnur konan sem sest inn á þing fyrir flokkinn þetta kjörtímabil sem varaþingmaður.
Hanna Birna á mikið starf að baki í Frjálslynda flokknum og er varaformaður Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum ásamt störfum í félagi flokksins í Vestmannaeyjum og setu í miðstjórn.
Til hamingju Hanna Birna.
kv.gmaria.
Eina svar stjórnvalda við uppsögnum í sjávarútvegi er að OPNA KERFIÐ NEÐAN FRÁ.
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Það eru engir kátir karlar á Kútter Haraldi lengur, við fiskveiðar frá Akranesi því fer nokkuð fjarri, og nú leika sjávarútvegsfyrirtækin sér að því að segja upp fólki í massavís um land allt sem aftur segir ekkert annað en það að stjórnkerfi fiskveiða er dauðadæmt og ónýtt.
Stjórnvöld þurfa að bregðast við og það eins og skot og OPNA kerfið neðan frá, gefa frelsi til atvinnu að ákveðnu marki sem aftur mun slá á þessa þróun um leið.
Þau hin sömu viðbrögð eru einnig það sem þarf til þess að bregðast við niðurstöðu mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, þannig að tvær flugur má slá í einu höggi ef svo má að orði komast um þessi þó annars grafalvarlegu mál til handa byggð á Íslandi og atvinnu manna við sjósókn.
kv.gmaria.
Magnús Þór sagði allt sem segja þarf um fiskveiðistjórnina í Kastljósi kvöldsins.
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Grisja þarf fiskistofna sökum þess að uppbygging þeirra mun ekki eiga sér stað meðan það er ekki gert.
Til þess þarf að veiða meira tímabundið. Þetta atriði er líffræðilegt lögmál sem menn þekkja til lands sem sjávar.
Ástæða þess að svo er komið að horaðir fiskar eru meginuppistaða stofna, eru ofveiðar á æti fiskanna svo sem loðnu í of miklu magni meðal annars.
Lélegur þorskstofn gefur nefnilega ekki af sér betri stofn og til einskis að friða hann í sjónum.
Sjávarútvegsráðherra er því alveg óhætt að taka mark á Magnúsi Þór Hafsteinssyni fiskifræðingi og varaformanni Frjálslynda flokksins í þessu efni.
kv.gmaria.
Ómar bauð ekki fram í sveitarstjórnarkosningum, er hann og hans flokkur samt kominn í ráð og nefndir Reykjavíkurborgar ?
Mánudagur, 28. janúar 2008
Er þetta plottið til þess að rífa niður Frjálslynda flokkinn eftir hina skammarlegu niðurstöðu til handa stjórnvöldum þess efnis að mannréttindabrot hafi verið framið með skipulagi kvótakerfis í sjávarútvegi hér á landi ?
Sé svo þá er ég nú aldeilis hrædd um að mönnum verði sú kápan úr klæðinu því nokkuð ljóst er að rikisstjórnarflokkarnir munu þurfa að bregðast við niðurstöðu Mannréttindanefndarinnar hvort sem þeim líkar betur eða ver.
Hér dúkka nú upp einstaklingar í nefndum og ráðum borgar sem ekki hafa setið á framboðslistum nema til þingkosninga hjá Ómari Ragnarssyni en Ómar er ekki í Frjálslynda flokknum enn.
kv.gmaria.
Hvað er Jakob Frímann að gera í nefndum á vegum Reykjavíkurborgar ?
Mánudagur, 28. janúar 2008
Ég á ekki orð til í eigu minni , Jakob Frímann Magnússon efsti maður úr þingframboði Ómars hér í Suðvesturkjördæmi er allt í einu kominn í nefnd nýkjörins meirihluta í Reykjavíkurborgar en Ómar bauð ekki fram í sveitarstjórnarkosningum og Jakob hefur mér best vitanlega aldrei verið í Frjálslynda flokknum.
ER þetta löglegt ?
kv.gmaria.
" Og refurinn elti hænuna og hænan elti hundinn, hundurinn elti gæsina og gæsin elti köttinn í Mylluhúsinu við myllulækinn. "
Mánudagur, 28. janúar 2008
ER þetta ágæt yfirskrift líðandi stundar á stjórnmálum sveitarstjórnastigsins í höfuðborg landsins. Fráfarandi meirihluti í borginni er sár og svekktur og allt í einu er Mogginn orðinn að andstæðing í pólítik að virðist ef merkja mátti sams konar málflutning þeirra Oddnýjar og Dags í Silfrinu. Fínt hjá þeim að finna dagblað sem sökudólg ófaranna eða hvað ?
Silfrið var annars eins og venjulega góður umræðuþáttur sem til dæmis dró fram þann vitundarskort á siðgæði sem stjörnublaðamenn eru enn undirorpnir þar sem sá hinn sami sagði skotleyfi hafa verið gefið út á viðmælanda í þessu tilviki þingmann Kragans.
Afskaplega ósmekklegt og þarna vildi ég hafa séð athugasemd af hálfu þáttastjórnanda þessa þáttar.
Hér var nefnilega um að ræða lágkúrulega sölutrixmennsku stjörnublaðamannsins í beinni útsendingi til að auka kaup manna á eigin blaðsnepli.
kv.gmaria.