Þjónustugjöld í heilbrigðiskerfið varla á færi hins almenna launamanns eða hvað ?

Fór til heimilislæknis á dögunum og greiddi þar eitt þúsund gullkrónur í komugjald, og minn læknir skoðaði mig vel varðandi hin meintu mein er hrjá, sem er í þessu tilviki langvarandi bólguvesen i baki. Úr varð að hann sendi mig í sjúkraþjálfun til að reyna að koma skikki á misstarfhæfa starfssemi vöðvanna að virtist.

Ég fékk í hendur beiðni frá honum en beiðnin  ein og sér kostar 800 gullkrónur til viðbótar komugjaldinu.

Að mér skilst kostar tími í slíka þjálfun að lágmarki 1500 gullkrónur,  og segjum að maður myndi nú þurfa að fara tíu skipti þá kann læknismeðferð þessi í grunnþjónustu að kosta upp undir tuttugu þúsund gullkrónur ásamt gjaldtöku komugjalda og vottorðs.

Í ljósi þess að hinn almenni launamaður á vinnumarkaði innir af hendi rúmlega þessa upphæð í staðgreiðslu skatta og meginhluti vergra þjóðarútgjalda rennur í heilbrigðiskerfið, hvers vegna er þessi kostnaður fyrir hendi í slíkum mæli sem raun ber vitni ?

Það er því áleitin spurning hvort það sé á færi hins almenna launamanns á vinnumarkaði sem enn bíður eftir " góðærinu " að sækja sér grunnþjónustu við heilbrigði.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Hvað sem það kann að kosta þig, þá óska ég þér alls hins besta í þessu og vonir um skjótan bata.

Kveðja úr Kópavoginum

Kjartan Pálmarsson, 25.1.2008 kl. 08:59

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Kjartan.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.1.2008 kl. 23:06

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl GMaría. Já það duga engar flotkrónur þegar kemur að heilbrigðisþjónustunni. Þessu verðum við að breyta ekki satt?

Gangi þér sem allra best mín kæra.

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.1.2008 kl. 23:54

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Kolla.

Takk fyrir það.

Ó jú ýmsu þarf að breyta í þessu efni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 26.1.2008 kl. 00:23

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Samhryggist þér með bakið.Þekki það(ekki þitt bak!!!!)af eigin raun.Hún er svolíti til umhugsunar þessi hækkun sem varð um áramótin. á komugjöldum,Þá voru þau hækkuð á ellilífeyrisþegum og öryrkjum,en afnumin hjá börnum upp að 18 ára ef mér misminnir ekki.(skammtímaminnið orðið götótt);nú eru sum af þessum"börnum"komin t.d á sjó og þéna sæmilega allavega í samanburði við fyrrnefnda hópa.Ég sé ekki og mun aldrei sjá ofsjónum yfir tekjum sjómanna en þarna finnst mér hafa verið gerð misstök.Kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 26.1.2008 kl. 00:31

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Ólafur.

Já þessi tilfærsla komugjaldanna er skringileg í raun.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 26.1.2008 kl. 00:37

7 identicon

Sæl öllsömul, spurningin er ekki áleitin í mínum huga.  Fólk með lægstu tekjurnar og þeir sem eru óvinnufærir hafa ekki efni á leita sér læknisþjónustu.  Þetta nýja kerfi er með ólíkindum, enda hvernig má það vera þegar þeir sem breyta kerfinu hafa aldrei þurft að velta fyrir sér hverri krónu.  Hvernig væri ef heilbrigðisráðherra og frú væru látin lifa af örorkubótum í 6 mánuði.  Þá kæmi annað hljóð úr strokknum.

kkv.

Ásgerður  Jóna Flosadóttir

asgerdurjona (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband