Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Kvótastýring fiskveiða við Ísland hefur mistekist, hvort sem mönnum líkar betur eða ver.

Ákvörðun sjávarútvegsráðherra í dag þess efnis að skera niður aflaheimildir í þorski á Íslandsmiðum sem nemur 60. þús tonnum þýðir það eitt að þetta kerfi hefur ekki virkað við uppbyggingu stofnsins hér við land. Kerfið er og hefur verið á ábyrgð sitjandi stjórnvalda í landinu undir þeim formerkjum að vera landi og þjóð til góða frá árinu 1984 með kvótasetningu og síðari breytingum 1992 er framsal og leiga aflaheimilda var gerð leyfileg. Framsalsheimildin sem ég hefi oft kallað mestu mistök stjórnmálamanna alla síðustu öld , hefur valdið byggðabúsifjum og röskun landið þvert og endilangt frá því lögleitt var. Sífelldri óvissu íbúa um atvinnuástand þar sem viðkomandi höfðu engin áhrif á ákvarðanatöku þar að lútandi, slíkt var og er í höndum handhafa aflaheimilda hverju sinni, ekki íbúa er starfa við greinina. Að síðustu hefur öllum smábátaflotanum verið troðið í kvótasetningu sem einungis hefur leitt til hningnunar og minnkunnar hlutfalls þeirra er þá tegund útgerðar stunda í landinu. Innleiðing leiguliða í sjávarútvegi er afturhvarf aðferða mannsins um eina öld eða svo þegar stéttskipting ríkti og hinir ríku höfðu hina fátæku sem leiguliða af landgæðum þá. Það þarf því ekki að teljast skringilegt að stórútgerðarmenn dagsins í dag hafi verið kallaðir " lénsherrar " í þessu sambandi. Gallinn er hins vegar sá að bankakerfið dansaði með vitleysunni og hóf veðtöku í óveiddum fiski úr sjó. Fiski sem nú er EKKI til staðar í hafinu kring um landið. Ef til vill hefur eitthvað skort á mati á óvissuþáttunum hjá bönkunum blessuðum í þessu efni gæti ég trúað, en trúgirni manna á óumbreytanlegan stöðugleika og ágæti eins stykkis kerfis hefur verið með ólíkindum.

kv.gmaria.


" Skraddarasaumaðar byggðaaðgerðir. " í kjölfar mistaka við uppbyggingu þorksstofnsins.

Fjármálaráðherra lét þess getið í dag að vandinn væri sá að það þyrfti að " skraddarasauma byggðaaðgerðir " í kjölfar niðurskurðar í þorskafla næsta árs. Hver verður skraddarinn í þeim efnum og hvernig kemur slíkt til með að líta út á landsvísu ? Það verður vægast sagt mjög fróðlegt að fylgjast með en vonandi er að sjávarbyggðirnar um land allt megi ekki þurfa að taka því að sá hinn sami skraddarasaumur verði álíka " nýju fötum keisarans " þegar upp er staðið.

kv.gmaria.


Unglingar hvað ?

Unglingar eru í mínum huga grunnskólabörn sem ekki eru komin með bílpróf en ungmenni þar fyrir ofan. Ungmenni teljast fullorðin 18 ára nefnilega og eru þá komin með bílpróf flest og í fullorðinna manna tölu. Mér sýnist menn nokkuð á þeim nótunum að fara að búa til eitt stykki unglingavandamál varðandi það atriði að ungmenni safnist saman einhvers staðar til að skemmta sér. Hefur slíkt ekki gerst gegn um tíð og tíma, var það ekki þannig þegar við miðaldra kynslóðin sem nú ríkjum vorum ung, einnig ? Ungur nemur gamall temur segir máltækið.

kv.gmaria.


Við skulum setja spurningamerki við aðgang tryggingafélaga að upplýsingum.

Það hefur verið rætt um það að tryggingafélög fái aðgang að upplýsingum úr ökuferilsskrám hjá lögreglu með það að markmiði að hækka tryggingar á þá er valda tjóni. Eftir að hafa velt þessu máli fyrir mér þá get ég ekki séð tilgang þess að tryggingarfélög ættu mögulega að þurfa á slíku að halda varðandi það nú þegar að umbuna þeim er aka tjónalaust ,því slík gögn eru nú þegar til staðar hjá félögunum þ.e. hverjir valda tjóni og hverjir ekki. Það dugar félögunum og ætti að hafa dugað þeim gegnum árin til þess að lækka iðgjöld á þá sem sjaldan eða aldrei valda tjóni þ.e. það sem félögin sjálf þurfa að greiða út fyrir slíku. Reyndar ætti slíkt í raun að hafa fylgt lagaboði þess arna frá upphafi. Við gætum hugsað okkur að Jón Jónsson hefði einu sinni keyrt of hratt á langri ævi en aldrei valdið tjóni, en vegna þess að tryggingafélag fengi upplýsingar um þetta atvik á ökuferli hans gæti það hækkað tryggingiðgjaldið vegna þess að félagið fengi allt í einu upplýsingar þess efnis sér til handa. Tryggingafélagið hefði fyrir löngu getað lækkað iðgjöldin á Jón vegna þess að hann hafði aldrei valdið tjóni.

kv.gmaria.


Umgengni um fiskimiðin ER stærsta umhverfismál samtímans.

Það er óviðunandi að við lýði sé kerfi í fiskveiðum sem hvetur til lélegrar umgengni um fiskimiðin kring um landið og lífríki hafsins fái ekki að njóta þess vafa sem náttúra mannsins á þurru landi annars nýtur í lagaframkvæmd , um umhverfismat. Hér er því um að ræða stórkostlega hagsmuni til lengri og skemmri tíma litið hvað varðar afkomu þjóðarinnar en helmingur útflutningstekna er enn af hálfu sjávarútvegs. Það er fyrir löngu,, löngu síðan kominn tími til að menn gaumgæfi aðferðafræðina í þessu efni og umhverfisráðherra landsins komi að ákvarðanatöku um aðferðir við fiskveiðistjórnun með tillti til verndunar lífríkis innan 200 mílna efnahagslögsögu Íslendinga.

kv.gmaria.


Afnema þarf kvótakerfið í áföngum eins og Frjálslyndi flokkurinn hefur lagt til.

Lögin um fiskveiðistjórn hér við land er arfavitlaus lagasetning og fyrst þegar ég komst ofan í lestur hennar árið 1998 varð það mér mikil umhugsun , hve ótrúlega vitlaus lög er hægt að semja virkilega. Lög sem eru það illa úr garði gerð að nær ómögulegt virðist það þau hin sömu nái að þjóna þeim tilgangi og þeim markmiðum sem þeim eru ætluð. Viðbætur við lögin um framsal aflaheimilda ganga gegn fyrstu grein laganna um sameign þjóðarinnar fyrir það fyrsta, en síðan voru það skilgreiningarnar varðandi undirmálsfisk og sektarákvæði þar að lútandi sem hreint og beint skylduðu menn til þess að henda fiski sem taldist undirmálsfiskur að viðlögðum sektarákvæðum. Hamagangur Fiskistofu með eftilitsmenn ofan í fiskikörum um land allt að leita að undirmálsfiski til sekta er hlægilegur í raun. Engin útgerð viðurkenndi brottkast enda menn þá glæpamenn lögum samkvæmt og ekkert gerðist fyrr en náðist að mynda brottkastið þá kom til sögu reglugerð sem heimilaði 5 % meðafla. Sektarupphæðir þ.e viðurlög við lagabrotum hefi ég kallað offar í formi laga, varðandi upphæðirnar sem voru þá rúmlega hálf milljón, sem gerði flestar minni útgerðir gjaldþrota er menn urðu uppvísir að lagabrotum. Í raun og veru er það stórundarlegt að sjómenn og útgerðarmenn skuli hafa sætt sig við þessi ólög allan þennan tíma, en markaðsdansbraskið með kvótaframsalið fram og til baka landið þvert og endilangt gerði það að verkum að menn ræddu ekkert meðan þeir græddu, en hvað svo ???? Það er deginum ljósara að kerfið þarf að stokka upp og breyta til betri vegar og það þarf að gerast nú, ekki einhvern tímann síðar.

kv.gmaria.


Gæti átt afar vel við Íslendinga, eða hvað ?

Það skyldi þó aldrei vera að þessi aðferð Spánverja gæti einnig átt við hér á landi en mig minnir að Japanir noti álíka aðferð við slíkt. Ef til vill væri það þess virði að reyna, spurning hver ríður á vaðið.

kv.gmaria.


mbl.is Óvenjuleg aðferð til að draga úr streitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ökunemar gangist undir fíkniefnapróf.

Er það ekki hvoru tveggja sjálfsagt og eðilegt að þeir sem taka bílpróf hér á landi gangist undir það atriði að verða gjöra svo vel að sýna fram á það að vera ekki í neyslu fíkniefna ? Því miður held ég að slíkt sé ekki til staðar í voru kerfi í dag. Sé viðkomandi aðili eða hafi verið í neyslu Canabis efna þá fara slík efni ekki svo auðveldlega úr líkamanum, að mig minnir tekur það rúman mánuð þangað til líkaminn hreinsar sig af efninu. Fyrir mína parta finnst mér sjálfsagt að enginn geti mögulega fengið ökupróf ef efni sem slík er að finna á prófi.

kv.gmaria.


Hið þverpólítíska samráð, sem sjávarútvegsráðherrann talaði um á sjómannadaginn í hátíðarræðunni, var það ekki við flokka á þingi ?

Frjálslyndi flokkurinn hefur innan sinna raða tvo sjómenn á þingi, af fjórum þingmönnum, varaformann sem er fiskifræðingur og fyrrum þingmann sem er líffræðingur, ásamt fjölda sjómanna sem eru flokksmenn í flokknum allt í kring um landið. Flokkurinn hefur því öðlast mikið magn upplýsinga um þróun kerfis sjávarútvegs hér á landi og sökum þess látið málið sig sérstaklega varða. Það er því hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að lýðræðislega kjörnir fulltrúar almennings komi að þverpólítísku samráði ef meining stjórnvalda er að viðhafa slíkt samráð. Ekki hvað síst þingmenn Frjálslynda flokksins.

kv.gmaria.


" Lífið er eins og spila á spil..... "

Steinn Steinarr vissi hvað hann söng, hann orti

" Lífið er eins og að spila á spil,

 með spekingslegum svip og taka í nefið.

Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,

það var nefnilega vitlaust gefið. "

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband