Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
Morgunblaðið gagnrýnir L.Í.Ú. harðlega.
Þriðjudagur, 3. júlí 2007
Forystugrein Morgunblaðsins í dag spyr " Hvers konar vitleysa er þetta eiginlega ? Fyrst segir LÍÚ að pólítikusar hafi oft tekið ákvörðun umfram ráðgjöf og svo leggur LÍÚ til að það verði gert einu sinni enn. " Tilvitnun lýkur: Þetta er um margt fróðleg forystugrein og blaðið dregur fram harða gagnrýni á hagsmunasamtök útgerðarmanna, óvenju harða.
kv.gmaria.
Mjög spennandi maraþonmarkaðskapphlaup, hver verður sigurvegarinn ?
Þriðjudagur, 3. júlí 2007
Á fyrstu braut hleypur hinn eldvaski bæjarstjóri í Reykjanesbæ, þá kemur forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur þá forstjóri Geysir Green Energi og síðan fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar á fjórðu braut, fulltrúi Grindavíkur og Vestmannaeyja á fimmtu og sjöttu. Fulltrúi Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar virðast hafa orðið of seinir að skrá sig þetta stórskemmtilega markaðskapphlaup en hindranir eru margar á leiðinni þar sem taka þarf upp veskið og nýta forkaupsréttinn fram og til baka meðal annars og vega og meta kaupgengi hlutabréfa. Fjölmiðlarnir hinir vel vakandi munu vonandi færa okkur tíðindi af hlaupinu.
kv.gmaria.
![]() |
Reykjanesbær mun nýta forkaupsréttinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Voru þeir ekki að veiða ?
Þriðjudagur, 3. júlí 2007
Venjulega er karlpeningurinn svo upptekinn við veiðar að ekkert annað kemst að ef veiðar eru á annað borð á dagskrá, alveg sama hvort þar er um að ræða eldflaugakerfi í Evrópu.
kv.gmaria.
![]() |
Pútín og Bush komust ekki að samkomulagi um eldflaugavarnarkerfi í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þróunaraðstoð Íslendinga.
Þriðjudagur, 3. júlí 2007
Það er sorglegt til þess að vita hve litlu fjármagni við Íslendingar verjum til þróunaraðstoðar í veröldinni á grundvelli þess hve efnahagslega velstæð þjóð við teljumst vera á heildina litið. Ekki þar fyrir að vissulega mættum við eygja vor eigin vandamál fátæktar innan okkar samfélags betur en tekist hefur hingað til, en það breytir því ekki að við eigum að vera þess umkomin að aðstoða betur við þróun og uppbyggingu þar sem hluti mannkyns deyr til dæmis úr hálsbólgu vegna skorti á lyfjum og svo framvegis.
kv.gmaria.
Fækkun starfa og framfarir, hrávinnsluþjóð á hjara veraldar ?
Mánudagur, 2. júlí 2007
Ef við Íslendingar erum ekki þess umkomnir að fullvinna okkar afurðir hér innanlands með tekjum af þeirri starfssemi til handa öllum hlutaðeigandi frá a- ö þá hvað ? Á hvaða mið erum við að róa ? Varla erum við að skapa atvinnu erlendis einungis með því að flytja út óunnin verðmæti sem vinna mætti innanlands, eða hvað ? Hvert eitt einasta starf á Íslandi færir þjóðarbúinu tekjur sem til verða til handa því hinu sama þjóðarbúi er aftur hefur með það að gera hve sjálfbær þjóð við getum verið til lengri og skemmri tíma. Ausum við kanski upp þorski úr hafinu til þess að flytja óunninn til þess að skapa vinnu annars staðar ? Þangað við höfum uppurið birgðirnar ? Eða hvað ?
kv.gmaria.
Græningjar gamlir og nýjir.
Mánudagur, 2. júlí 2007
Mér best vitanlega er græni liturinn einkenni Framsóknarflokksins en nú eru komnir til sögu flokkar sem kenna sig vinstri og hægri græna og lái mér hver sem vill að bera þessa grænu flokka saman. Hverjir eru mest grænir ? Hvað er að vera grænn ? ER allt vænt sem vel er grænt ?
kv.gmaria.
Álver eða ekki álver afar einangruð umhverfisumræða ?
Mánudagur, 2. júlí 2007
Það er með ólíkindum hve meintir umhverfissinnar hafa einangrað umræðu um umhverfismál hér á landi, og má í því sambandi benda á umhverfi sem ekki er sýnilegt , lífríki hafsins kring um landið sem ekki hefur náð augum umhverfis " sinna " sem heitið geti , þótt þjóðin lifi á þorski og útflutningi hans. Vegna þess hve mjög umræða um umhverfismál hefur dagað uppi á þurru landi , koma menn sitt úr hvorri áttinni varðandi það atriði að vega og meta upplýsingar um stórkostlegan niðurskurð á veiðiheimildum á þorski úr hafinu kring um landið sem hefur all mikið með þjóðarhag að gera. ER hálendi Íslands mikilvægara en lífríkið í hafinu kring um landið, með fyllstu virðingu fyrir því fyrrnefnda ? Venjan er sú að þegar " stórt " er spurt verður lítið um svör.
kv.gmaria.
Þingmenn Frjálslynda flokksins hafa áður fært þau tíðindi sem koma fram í Mogganum.
Sunnudagur, 1. júlí 2007
Í langan tíma hafa þingmenn okkar Frjálslyndra hafið hátt á loft umræðu um kvótakerfi sjávarútvegs hér á landi og byggðaþróun, ekki hvað síst formaður flokksins Guðjón Arnar Kristjansson sem er þingmaður í Vestfirðingakjördæmi og hans stýrimenn og hásetar á hverjum tíma. Það hefur ekki dugað til , varðandi það atriði að menn hyggðu að þessu kerfi enn sem komið er fyrr en allt í einu að menn þykjast vakna upp við vondan draum og sjá að þorksstofninn hefur ekkert verið að byggjast upp hér við land samkvæmt skipulaginu og útreikningunum sem notaðir eru og nýttir við aðferðafræðina. Andstæðingar innan annarra flokka í stjórnmálum hafa talið að Frjálslyndi flokkurinn einangraði sig við eitt mál en hvað segja menn nú þegar svo er komið að hugsanlega þarf þjóðarbúið að taka skell af skipulaginu sem verið hefur í gildi. Hvar er ábyrgð annarra stjórnmálaflokka í því sambandi varðandi vitund um fiskveiðistjórnun við Ísland innan hins háa Alþingis ?
kv.gmaria.
Múgæsingarstand okkar Íslendinga.
Sunnudagur, 1. júlí 2007
Við erum alveg ótrúleg þjóð Íslendingar. Meðan við látum yfir okkur ganga alls konar óréttlæti þegjandi og hljóðalaust, þá söfnumst við saman við í alls konar tilgangslitlum tilefnum með einhvers konar sýndarmennsku að leiðarljósi. Ef til vill er það tvískinnungshátturinn sem einkennir all nokkuð svo mjög margt í þjóðlífinu sem hefur sínar birtingamyndir. Fjölmiðlarnir gætu sjálfsagt gengið með og fólk fram af björgunum nú orðið ef því er að skipta, einungis með nógu mikilli umfjöllun því við Íslendingar erum svo forvitin þjóð sem megum aldrei missa af neinu sem fréttnæmt má teljast, hvort sem það varðar hunda eða menn. Ég ákvað að sitja á mínum stóra í gærkveldi varðandi það að hneykslast ekki yfir minningarathöfnum um hund og tel það einkenna umburðarlyndi af minni hálfu en sé svo að fleiri en ég hafa talið það sérstakt.
kv.gmaria.