Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
Fíkniefnaneysla framleiðir heilbrigðisvandamál og kostnað á kostnað ofan.
Miðvikudagur, 11. júlí 2007
Hve margir skyldu nú þegar vera orðnir öryrkjar vegna fíkniefnaneyslu ? Þá meina ég neyslu ólöglegra fíkniefna sem berast inn í landið. Nægilega margir verða öryrkjar vegna neyslu hinna löglegu það er deginum ljósara en hitt tel ég vera fyrir hendi nú þegar og án efa fróðlegt að rýna í tölur þar að lútandi ef vera kynni að væru til staðar. Rannsóknarnefnd umferðarslysa á þakkir skildar fyrir sína skilgreiningu um orsakir slysa í umferðinni sem aftur dregur fram þá mynd hve mikinn kostnað samfélagið bera kann af ökumönnum undir áhrifum vímuefna. Vonandi er að heilbrigðis og tryggingayfirvöld dragi fram þær tölulegu upplýsingar sem er að finna varðandi kostnað þann sem leggst á kerfin eingöngu vegna fíkniefna.
kv.gmaria.
Samfélagið þarf að leggja ofurkapp á að koma börnum út úr fíkniefnaneyslu.
Miðvikudagur, 11. júlí 2007
Þeir einstaklingar sem leiðast út í fíkniefnaneyslu á unglingsárum , þá hina sömu þarf með öllum ráðum að leiða brott af þessari braut. Þar þarf öflugt meðferðarstarf , öflugra en er til staðar í voru þjóðfélagi í dag. Ég lít svo á að við sýnum of mikla linkind í þessum málum að hluta til varðandi það atriði að setja ekki á fót lokuð meðferðarúrræði fyrir einstaklinga undir 18 ára aldri. Ég endurtek lokuð. Slíkar lokaðar stofnanir kosta fjármuni og fagaðila að störfum en þeir fjármunir skila sér til baka. Það er sýnilegt dag hvern að fíkniefnaneysla sligar þjóðfélagið í öllum sínum ógeðslegu myndum, rán , ofsaakstur, og alls konar vandmál er sliga fjölskyldur sem glíma við vandann heima fyrir. Okkur miðar hægt og illa í þessum efnum meðan við höfum einungis meðferðarúrræði þar sem börn geta samþykkt að fara inn í meðferð og út úr henni sama daginn, þess vegna og sagan endurtekið sig með mánaða eða ára millibili. Börn undir 18 ára aldri.
kv.gmaria.
Mun verkalýðshreyfingin verja kjör hins almenna launamanns á vinnumarkaði er samningar verða lausir ?
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
Það verður mjög fróðlegt að vita hvaða samningar munu koma til með að líta dagsins ljós við næstu gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Eitt er ljóst að almenningur hér á landi hefur fengið nóg af samningum er innihalda lítið sem ekki neitt þeim hinum sömu til handa og mál er að linni í því efni , engu máli skiptir hvaða launagreiðendur eiga í hlut sem viðsemjendur.
kv.gmaria.
Lögreglan er mun sýnilegri en oft áður.
Mánudagur, 9. júlí 2007
Það er afskaplega ánægjuleg staðreynd að nú mætir maður lögreglu venjulega með vissu millibili á vegunum utan höfuðborgarinnar við umferðareftirlit. Ég fer ekki ofan af því að þetta hefur hvorutveggja dregið úr hraðakstri og minnkað ónauðsynlegan framúrakstur almennt. Eina sem mér finnst vanta er oft nauðsynlegt bil milli bíla ekki hvað síst þegar hægfara farartæki með hjólahús í eftirdragi eru á ferð sem þarf að fara framúr þá þarf bilið að vera til staðar svo ekki myndist bílalestir. Lögreglan fær hrós frá mér fyrir sýnileika um þessar mundir.
kv.gmaria.
Það er nóg að hafa eina nefnd í hverjum málaflokki , hvers ráðuneytis, fleiri nefndir þarf ekki að skipa .
Laugardagur, 7. júlí 2007
Stjórnvöld á hverjum tíma hljóta að þurfa að nota og nýta nefndir á vegum þingsins til mála allra sem hverri tilheyrir og hvers konar hugmyndir um viðbótarstofnun nefnda er aukakostnaður Alþingis sem ekki ætti að vera að sóa fjármunum í. Slíkt hefur hins vegar verið viðtekin venja gegnum tíð og tíma , venja sem þarf að leggja af.
kv.gmaria.
Upplýsingar um einstaklingshagsmuni og persónuvernd almennt.
Laugardagur, 7. júlí 2007
Við þurfum áfram að standa á verði gagnvart upplýsingasöfnun hvers konar um einstaklingshagsmuni er einkafyrirtæki kunna að knýja á um gagnvart notkun á sem markaðstengdum. Hins vegar þurfum við einnig að gæta að því að opinberir aðilar , stjórnvöld noti ekki eða nýti sér persónuverndina sem skálkaskjól upplýsingasöfnunar um einstaklinginn hvers konar í óvissum tilgangi hverju sinni. Sú er þetta ritar fékk á sínum tíma eftir tveggja ára málagöngu í hinu opinbera stjórnkerfi upplýsingum um sig sjálfa eytt að tillögu þáverandi tölvunefndar núverandi persónuverndar, eftir leitan til Umboðsmanns Alþingis, eftir göngu gegnum stjórnkerfið í bréfaskriftum fram og til baka í tvö ár. Það varðaði ómálefnalegar forsendur fyrirvaralausrar uppsagnar úr starfi hjá hinu opinbera á þeim tíma svo ómálefnalegrar að eftir að Umboðsmaður hafði fengið afrit af umsögnunum sem mér hafði áður verið meinaður aðgangur að , ákvað tölvunefnd eftir fyrirspurn mína , að þeim hinum sömu skyldi eytt. Bætur gat ég engar sótt , þrátt fyrir tilraun þess efnis og þáverandi æðsti yfirmaður kom af fjöllum í blaðaviðtali varðandi slíkt og skyldi ekki á hverju bótakrafa í slíku máli byggðist þótt tveggja ára atvinnumissir væri eðlilega all nokkur í þessu efni sama hver ætti í hlut. Hefði ég ekki haft hugmynd um minn rétt í þessu efni og þar af leiðandi ekki, staðið í bréfaskiptum við opinbera aðila þessa efnis í tvö ár hefði ég ekki fengið þá niðurstöðu sem þar varð. Það skiptir þvi miklu máli að einstaklingar viti skil á sinni réttarstöðu varðandi slik mál en stéttarfélag mitt var á þeim tíma óhæft samkvæmt stjórnsýslulögum í raun vegna aðkomu sem stjórnvald öðrum megin og fulltrúi minn hinum megin og geti hver hvað varð ofan á í þeim efnum.
kv.gmaria.
Ísland getur fullunnið matvæli ,og flutt út ,í mun ríkara mæli.
Laugardagur, 7. júlí 2007
Hafandi gegnum tíðina haft sæmilega yfirsýn yfir matvælaframleiðslu vora í landbúnaði þá verður að segjast eins og er að við Íslendingar erum fullburða þjóð hvað þekkingu varðar um að fullvinna afurðir úr mjólk og kjöti. Við áföll í sjávarútvegi eigum við að vinna að því að efla markaðsstarf á erlendri grundu til þess að auka landbúnað og nýta þau landgæði sem eru til staðar í landinu til þess hins arna hvarvetna. Við eigum nefnilega ónytjað ræktað land í massavís um land allt vegna niðurskurðar í landbúnaði til aðlögunar að innanlandsframleiðslu undanfarna áratugi. Ég efa það ekki að við finnum mannafla til þess að takast á við störf í landbúnaði svo fremi að þess finnist forsendur tekjuöflunar til handa landi og þjóð. Það markmið að byggja landið allt að nýju er og ætti að vera upphaf skoðunar manna á þessum þætti , fyrr en síðar.
kv.gmaria.
Hagsmunatengsl og ákvarðanataka í íslenzku samfélagi.
Laugardagur, 7. júlí 2007
Fámennissamfélag er því undirorpið að þurfa meira en önnur samfélög á þvi að halda að hvers konar ákvarðanataka til handa almenningi sé ekki tekin af þeim er hafa hagsmuna að gæta um eiginhagsmuni hvers konar. Eiginhagsmuni er varða ef til vill stéttir manna ellegar fjárhagslega hagsmuni viðkomandi aðila til lengri eða skemmri tíma litið. Núverandi stjórnsýslulög eru góð og gild að mínu viti varðandi hvers konar ákvarðanir og aðkomu manna að þeim er málum tengjast varðandi hið opinbera en þyrfi í mun ríkara mæli að endurspeglast gegnum samfélagið allt.
kv.gmaria.
Til hamingju Ólafur, gott mál að sýna gott fordæmi.
Laugardagur, 7. júlí 2007
Mér fannst hins vegar vanta upplýsingar um það hve oft og hve mikið þarf að hlaða eða endurnýja rafgeymana til þess að nota þá sem og hvað mikið rafmagn þarf til þess og hvað mikinn tíma ? Kaupa tímalausir Íslendingar ekki bara bensín á bílinn og láta rafgeymana ónotaða ? Eigi að síður gott mál að sýna gott fordæmi.
kv.gmaria.
![]() |
Forsetaembættið fær umhverfisvænan bíl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sértækar aðgerðir til handa " vestfirzkum kvenmönnum " ........ ?
Laugardagur, 7. júlí 2007
Boy Oh boy hvað segja vestfirzkir karlmenn þegar sérstaka áherslu á að leggja af hálfu núverandi ríkisstjórnar á atvinnumál kvenna á Vestfjörðum ? Var að hlusta á frásögn þessa efnis í 12 fréttum ruv. Þetta virðist annars fyrsti skraddarasaumamennskan af hálfu ríkisstjórnarinnar til þess að bregðast við niðurskurði í þorksafla að sjá má.
kv.gmaria.