Ökunemar gangist undir fíkniefnapróf.

Er það ekki hvoru tveggja sjálfsagt og eðilegt að þeir sem taka bílpróf hér á landi gangist undir það atriði að verða gjöra svo vel að sýna fram á það að vera ekki í neyslu fíkniefna ? Því miður held ég að slíkt sé ekki til staðar í voru kerfi í dag. Sé viðkomandi aðili eða hafi verið í neyslu Canabis efna þá fara slík efni ekki svo auðveldlega úr líkamanum, að mig minnir tekur það rúman mánuð þangað til líkaminn hreinsar sig af efninu. Fyrir mína parta finnst mér sjálfsagt að enginn geti mögulega fengið ökupróf ef efni sem slík er að finna á prófi.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þvílík þröngsýni og fordómar segi ég bara! Rétt eins og með áfengið þá eru ekki allir sem eru í neyslu að keyra undir áhrifum. Svo er stórt hlutfall þeirra sem gera það undir áhrifum löglegra lyfja, á líka að leita eftir þeim í þessum prófum?

Þú ert kannski ein af þeim sem gleypir allar æsifréttir og telur að allir í ólöglegri neyslu séu bara kærulausir krimmar. Raunin er sú fjöldi fólks getur verið í hóflegri neyslu án þess að ræna sjoppu eða keyra undir áhrifum. 

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 02:02

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sælir báðir tveir.

Geir þér er velkomið að hafa þá skoðun að þessi mín tillaga sé þröngsýni en miðað við slysarannsóknir varðandi banaslys í umferðinni þá tel ég þetta allsendis ekkert á skjön við aðgerðir gagnvart slíku.

Arngrímur.

Alla jafna fylgir blönduð neysla fíknefnaneytendum þannig að greining canabis ætti að mínu viti ekki að vera leyfileg til þess að öðlast skírteini til aksturs ökutækja.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.7.2007 kl. 02:18

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Geir hvernig getur þú sagt að fólk sem er í neyslu ólöglegra efna sé eitthvað annað en krimmar. Ólögleg efni eru ólögleg og neysla þeirra er lögbrot. Þetta er þvílík þvæla að halda því fram að það sé réttlætanlegt að vera í hóflegri neyslu svo framalega að skríllinn ræni ekki og keyri. Taktu þér tak maður.

Hallgrímur Guðmundsson, 4.7.2007 kl. 02:18

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það er náttúrulega alveg hlægilegt eða öllu heldur sorglegt ef viðkomandi einstaklingar gætu fengið ökuskírteini í neyslu.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.7.2007 kl. 02:22

5 identicon

"Geir hvernig getur þú sagt að fólk sem er í neyslu ólöglegra efna sé eitthvað annað en krimmar. Ólögleg efni eru ólögleg og neysla þeirra er lögbrot"

Augljóslega var ég að tala um önnur lögbrot til viðbótar.

"Geir þér er velkomið að hafa þá skoðun að þessi mín tillaga sé þröngsýni en miðað við slysarannsóknir varðandi banaslys í umferðinni þá tel ég þetta allsendis ekkert á skjön við aðgerðir gagnvart slíku."

Þú getur alveg eins lesið í þessar rannsóknir að það sé ekki æskilegt leyfa drykkjufólki að fá bílpróf. 

Alltaf óendanleg hræsni hjá meirihlutanum sem samþykkir áfengi og flokkar það öðruvísi en annað dóp eingöngu vegna þess að það er löglegt í dag. 

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 02:40

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Vissulega Geir varstu að því. En lög eru lög og þeim ber að fylgja ekki satt?  Áfengi eða hverskonar efni eiga aldrei heima við akstur. Neysla áfengis eða vímuefna hverskonar eru ekki undir neinum tilfellum réttlætanleg afsökun fyrir óhæfuverkum. Talandi um hræsni hjá meirihlutanum. Hver er meirihlutinn? það fer að verða stór spurning.

Hallgrímur Guðmundsson, 4.7.2007 kl. 02:54

7 identicon

"Talandi um hræsni hjá meirihlutanum. Hver er meirihlutinn?"  

Meirihluti þjóðarinnar. 

"Áfengi eða hverskonar efni eiga aldrei heima við akstur."

Sammála

"Neysla áfengis eða vímuefna hverskonar eru ekki undir neinum tilfellum réttlætanleg afsökun fyrir óhæfuverkum."

Sammála...

Ég var aldrei að segja að það sé í lagi að keyra undir áhrifum fíkniefna. Ég vildi einfaldlega benda á að þó að viðkomandi sé í neyslu á ólöglegum fíkniefnum að þá er hann ekki endilega óhæfur ökumaður, ekkert frekar en drykkjufólk. Sumir keyra undir áhrifum og það er sjálfsagt að vera í átaki gegn því, en það er lágmark að viðkomandi sé tekinn við slíka iðju en ekki fordæmdur að vera líklegur til þess.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 04:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband