Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Grundvöllur stjórnarsáttmála Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Hvað varð þess valdandi að jafnaðarmannaflokkur hér á landi hoppaði uppá vagn frjálshyggjukapítalisma fyrri ríkisstjórnar og uppáskrifaði flest sem gert hafði verið með því móti ?

Voru aðgerðir ellegar aðgerðaleysi fyrri ríkisstjórnar allt í einu ásættanlegar ef sá hinn sami flokkur kæmi sínum mönnum einungis að við ráðmennskuna ?

Hvað varð um hugsjónir og sannfæringu jafnaðarmanna yfir höfuð sem hafa verið vandfundnar síðari ár, innan raða verkalýðshreyfingar til dæmis sem dandalast hafa í alls konar vangadansi við vinnuveitendur svo eitt dæmi sé tekið ?

Stjórnarsáttmálinn er miðjumoðssamsuða markmiða millum ólikra flokka, þar sem ráðherrar telja sig í góðum málum að tala einn í austur og hinn í vestur allt eftir hentugleikum hverju sinni því flokkarnir hafa það mikinn þingmeirihluta í heild.

Núverandi ríkisstjórn ber ekki sól í húfum inn í gluggalausan kofa í efnahagsmálum hér á landi og afar fróðlegt verður að fylgjast með hvort núverandi forkólfar flokka við stjórnvölinn hafi þann kjark og það þor sem þarf til að takast á við samdrátt í voru þjóðfélagi, því allt sem fer upp kemur jú einhvern tímann niður.

kv.gmaria.


" Sá yðar sem syndlaus er ......"

Það gat nú verið að eyða þyrfti dýrmætum tíma frá umræðu um mikilvægt mál húsnæðismál, í hnútukast, af Guðna og Össuri, sem hafin var af þingmanni Frjálslynda flokksins Kristni H. Gunnarssyni. Hvar voru þingforsetar ? Var það ekki í lagi að taka hamarinn og slengja í bjölluna ?
mbl.is Össur tengdur stjórninni á daginn en stjórnarandstöðu á nóttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðalag iðnaðarráðherra til hvers var það ?

Var iðnaðarráðherra ekki á Filippseyjum á ferðalagi til brautargöngu fyrirtækja þessara um daginn, með hástemmdar yfirlýsingar að ferðalagi loknu ? Það virðist ekki hafa verið ferð til fjár samkvæmt þessu.

kv.gmaria.


mbl.is Íslensku fyrirtækin út úr tilboði á Filippseyjum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjum dettur í hug að þetta sé eitthvað eðlilegt ?

Mér þætti afskaplega fróðlegt að einhver myndi nú taka það að sér að útskýra þessar hækkanir lið fyrir lið, sem hluta af þeim veruleika sem þorri manna býr við dags daglega.

kv.gmaria.


mbl.is Verð hússins fimmfaldaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já já þessi skoðun hentar betur er það ekki ?

ER það Kaupþings að meta stöðu opinberra fjármála í landinu ? Er Kaupþing ekki einkafyrirtæki ?

Var ríkið ekki búið að selja bankana ?

kv.gmaria.


mbl.is Undirstaða íslenska hagkerfisins enn traust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er mikið til af auðu húsnæði hér á landi og hvar er það ?

Getur það verið að hér á landi þurfi að fara að koma til sögu einhver byggðapólítik í þá veru að umhugsun um að nýta verðmæti um land allt í stað þess að þenja allt í topp á einu svæði landsins sem hægt er að þenja ,sé viðvarandi með tilheyrandi afföllum þeirrar hinnar sömu stefnu eða stefnuleysis ?

Hinar gömlu aðalatvinnugreinar Íslendinga sjávarútvegur og landbúnaður hafa verið niðurnjörvaðar í kvótakerfum þar sem frelsi einstaklinga til atvinnu er lítt eða ekki lengur að finna. Báðum þessum kerfum er hægt að breyta til betrumbóta einungis undir formerkjum umhverfissjónarmiða einum og sér svo ekki sé minnst á sjálfbærnisumhugsun þjóðar í heild til framtíðar.

Atvinnustefnumótun atvinnuvega í landinu er verkefni kjörinna stjórnvalda hverju sinni og þar vantar ramma sem inniheldur landið allt ekki bara höfuðborgarsvæðið og umsýslu peninga þar.

Hvarvetna í voru samfélagi blasa við vandamál vegna of stórra eininga starfssemi hvers konar nú orðið þó einkum á fjölmennustu svæðum sem aftur segir okkur það að færri og smærri einingar fólks sem lifir í sátt og samlyndi er það sem koma skal, fyrirtækja jafnt sem einstaklinga.

Hvorki nýtt hátæknisjúkrahús né heldur risa tónlístarhús í höfuðborg landsins eru framkvæmdir sem ráðast á í að ég tel núna og mun nær að gaumgæfa ákvarðanatöku aftur í tímann um landsbyggðasjúkrahús í hverjum landsfjórðungi sem byggð voru og hafa lotið verkefnaskorti og tækjaleysi hingað til sum hver. Byggingar sem ekki þarf að reisa á ný en voru byggðar fyrir almannafé.

Hið opinbera á að nýta kosti einkaframtaks og bjóða út sérhæfð heilbrigðisverkefni á ýmsum stöðum á landinu öllum til hagsbóta og nýta og nota það húsnæði sem ríkið á.

kv.gmaria.

 

 

 

 


Kýr háðar mjaltaróbotum og landsmenn farsímum.

Í hve miklar ógöngur ætlum við að láta tæknivæðingu leiða okkur ? Las ágæta grein í 24 stundum í dag um það atriði að íslenskar kýr eru nær hættar að fara út fyrir fjóssins dyr og kunna að enda eins og kjúklingar ef fram heldur sem horfir. Sem sagt hinn nýji kúasmali verður sá sem reka þarf kýr út úr fjósum í stað þess að reka þær inn.

Svo er það við mannfólkið sem erum afar upptekin vægast sagt að sinna farsímum okkar og ef að líkum lætur kunnum að verða enn uppteknari eftir jól þegar þriðja kynslóð farsíma kemur hugsanlega upp úr jólapakkanum. Hreyfimynd af viðmælandanum gerir það að verkum að þú verður að gjöra svo vel að stoppa og horfa á milli þess sem þú talar, eða hvað ? Verður umferðaröngþveiti ef til vill ? Hef oft velt því fyrir mér hvor stjórni manninum síminn eða hann sjálfur.

Það er ekki öll " vitleysan eins heldur aðeins mismunandi ".

kv.gmaria.


Samgöngumál Vestmanneyinga og aulaháttur hins opinbera undanfarin ár í því efni.

Það þarf ekki mikinn speking til þess að sjá að Vestmannaeyjar hafa verið settar á hakann af stjórnvöldum í samgöngum miðað við íbúafjölda í Eyjum, um nokkurn tíma.

Það er því engin furða að almenningur hafi látið í sér heyra í því efni út í Eyjum enda vill svo til að Vestmenneyingar greiða skatta eins og aðrir landsmenn en fá hins vegar ekki notið þjónustu sem einungis er til staðar í höfuðborg landsins nema á biðlista eftir ferðum milli lands og Eyja.

Með réttu ættu Vestmanneyingar að hafa sett fram ósk um að  hluti skattgreiðslna hvers konar til hins opinbera væru settar í bið þangað til samgöngur væru með því móti að hægt væri að sækja þjónustuna sem í boði er fyrir skattana.

kv.gmaria.


Að standa vörð um lífskjör fólksins í landinu er verkefni kjörinna fulltrúa þjóðarinnar á þingi.

Íslendingar kjósa sér fulltrúa til þings á fjögurra ára fresti til þess að ganga erinda hagsmuna sinna sem hluta af þjóðarheildinni þar sem ólík sjónarmið vegast á millum flokka á ákveðnum áhersluatriðum. Sem aldrei fyrr þarfnast kjörnir fulltrúar fólksins í landinu víðsýni og kjarks til þess að standa vörð um lifskjör þegna landsins, í heimi alþjóðahyggju þar sem landamæri hafa fallið niður meira og minna í ferðalögum fólks milli landa um heiminn þveran og endilangan.

Hið sama gildir varðandi einstaklingana sjálfa og samfélagið Ísland, varðandi það atriðið að standa vörð um eigin lífsgæði sem uppbyggð hafa verið af metnaði og þekkingu, dugi og þor gegnum aldir, til handa einni þjóð á norðurhjara veraldar.

Tungumálið, þjóðareinkenni og sagan ásamt þekkingu, er okkar menning fyrr og síðar og áhersla á það atriði að halda þeim gildum sem við teljum mannréttindi hér á landi til handa íbúum og nýbúum skal og skyldi vera helsta verkefni við að fást umfram önnur.

Það dugar engin loddaraháttur og línudans varðandi það atriði að standa fast á því atriði að hvers konar stjórnvaldsaðgerðir geri það ekki að verkum að auka misskiptingu meðal þegna landsins.

Það eru mannréttindi að geta lifað af launum sínum fyrir fulla vinnu á vinnumarkaði og þau mannréttindi skyldu virt í voru landi, af þeim er stýra skattkerfi landsins fyrr og nú.

Hver og einn einasti landsmaður á einnig að eiga þess kost að njóta grunnheilbrigðisþjónustu án þess að kostnaður hamli, sem og grunnmenntunar með sömu formerkjum.

Börn og aldraðir skyldu ALDREI afgangsstærði í einu þjóðfélagi það er skömm og hneisa einu þjóðfélagi sem kýs 63 þingmenn fjórða hvert ár á þing.

Kjörnir fulltrúar þjóðar þurfa að vanda sig og ganga erinda fólksins í landinu hvað lífskjör þess varðar í ákvarðanatöku allri.

kv.gmaria.

 


Hver verður pólítíski jólasveinninn í ár ?

Er það ekki nokkuð einkenni pólítíkusa almennt að " koma af fjöllum " svona eins og ekta jólasveinar, eða hvað ? Forsætisráðherra kom af fjöllum um samruna Orkufyrirtækja í Reykjavík. Utanríkisráðherra flaug erlendis um leið og hún settist í stólinn, þannig að hún fór ekki á fjöll hérlendis. Samgönguráðherrann þvoði sér bara um hendurnar nokkrum sinnum. Heilbrigðisráðherra skipti um stjórnarformann í byggingu Hátæknisjúkrahúss sem talið er hafa hrint af stað mikilli atburðarás. Fjármálaráðherra kom af fjöllum varðandi klúður um Grímseyjarferju. Landbúnaðarráðherrann slátraði þorksstofninum. Endilega segið mér ef ég gleymi einhverju markverðu ?

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband