Hver verður pólítíski jólasveinninn í ár ?

Er það ekki nokkuð einkenni pólítíkusa almennt að " koma af fjöllum " svona eins og ekta jólasveinar, eða hvað ? Forsætisráðherra kom af fjöllum um samruna Orkufyrirtækja í Reykjavík. Utanríkisráðherra flaug erlendis um leið og hún settist í stólinn, þannig að hún fór ekki á fjöll hérlendis. Samgönguráðherrann þvoði sér bara um hendurnar nokkrum sinnum. Heilbrigðisráðherra skipti um stjórnarformann í byggingu Hátæknisjúkrahúss sem talið er hafa hrint af stað mikilli atburðarás. Fjármálaráðherra kom af fjöllum varðandi klúður um Grímseyjarferju. Landbúnaðarráðherrann slátraði þorksstofninum. Endilega segið mér ef ég gleymi einhverju markverðu ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og Össur þeytist um allar jarðir og dásamar orkuútrásina,  Björgvin er duglegur að tala um evruna og ESB en þetta fer alveg rosalega í taugarnar á Sjálfstæðismönnum, ekkert er hægt að segja um Þorgerði Katrínu því hún hefur ekkert gert og svo tekur Þórunn, umhverfisráðherra "haustak" á Einari K. og skipar honum að hætta hvalveiðum og Björn Bjarna heldur bara áfram í "tindátaleik" og er í eigin heimi. 

Jóhann Elíasson, 21.11.2007 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband