Hvað er mikið til af auðu húsnæði hér á landi og hvar er það ?

Getur það verið að hér á landi þurfi að fara að koma til sögu einhver byggðapólítik í þá veru að umhugsun um að nýta verðmæti um land allt í stað þess að þenja allt í topp á einu svæði landsins sem hægt er að þenja ,sé viðvarandi með tilheyrandi afföllum þeirrar hinnar sömu stefnu eða stefnuleysis ?

Hinar gömlu aðalatvinnugreinar Íslendinga sjávarútvegur og landbúnaður hafa verið niðurnjörvaðar í kvótakerfum þar sem frelsi einstaklinga til atvinnu er lítt eða ekki lengur að finna. Báðum þessum kerfum er hægt að breyta til betrumbóta einungis undir formerkjum umhverfissjónarmiða einum og sér svo ekki sé minnst á sjálfbærnisumhugsun þjóðar í heild til framtíðar.

Atvinnustefnumótun atvinnuvega í landinu er verkefni kjörinna stjórnvalda hverju sinni og þar vantar ramma sem inniheldur landið allt ekki bara höfuðborgarsvæðið og umsýslu peninga þar.

Hvarvetna í voru samfélagi blasa við vandamál vegna of stórra eininga starfssemi hvers konar nú orðið þó einkum á fjölmennustu svæðum sem aftur segir okkur það að færri og smærri einingar fólks sem lifir í sátt og samlyndi er það sem koma skal, fyrirtækja jafnt sem einstaklinga.

Hvorki nýtt hátæknisjúkrahús né heldur risa tónlístarhús í höfuðborg landsins eru framkvæmdir sem ráðast á í að ég tel núna og mun nær að gaumgæfa ákvarðanatöku aftur í tímann um landsbyggðasjúkrahús í hverjum landsfjórðungi sem byggð voru og hafa lotið verkefnaskorti og tækjaleysi hingað til sum hver. Byggingar sem ekki þarf að reisa á ný en voru byggðar fyrir almannafé.

Hið opinbera á að nýta kosti einkaframtaks og bjóða út sérhæfð heilbrigðisverkefni á ýmsum stöðum á landinu öllum til hagsbóta og nýta og nota það húsnæði sem ríkið á.

kv.gmaria.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Innanhússarkitektar eru í vinn við það að setja blóm út í glugga og hengja upp gluggatjöld í auðu húsnæði til þess að það líti út fyrir að þar búi fólk, til hvers ætli þeir séu að þessu?

Jóhann Elíasson, 21.11.2007 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband