Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Hvers vegna hafa Verkalýðsfélögin ekki mótmælt álagi á launþega á vinnumarkaði ?

Alls konar aukagreiðslur fyrir álag starfa í opinberri þjónustu eru nú á takteinum tímabundið af hálfu forsvarsmanna sveitarfélaga. HVAR eru Verkalýðsfélögin ? Hvers vegna heyrist ekkert í þeim um álag á launþega ? ER of mikið að gera í verðkönnunum eða hvað ?

Mér best vitanlega kemur sú ráðstöfun að greiða fólki aukalega fyrir álag í starfi tímabundið hvergi nærri kjarasamningum.

Það er reyndar óskiljanlegt að endalaust sé verið með patentlausnapokann í þessu efni og ótrúlegt og furðulegt að ekki heyrist nokkum frá þeim er gæta eiga hagsmuna launþega á vinnumarkaði.

Aukagreiðslur tímabundið fyrir álag í vinnu gera lítið, ef viðkomandi launþegar tapa til dæmis heilsu af álaginu.

Aldrei mína hunds og kattartíð á vinnumarkaði hefi ég séð fulltrúa félaga koma og staðhæfa vinnuumhverfi og aðstæður starfsmanna á vinnustað , ALDREI, tekur sá timi þó yfir 30 ár.

Eftirfylgni við störf trúnaðarmanna á vinnustöðum, hver er hún af hálfu félaganna ?

Engin þegar sú er þetta ritar gengdi starfi sem slíku í eina tíð fyrir margt löngu.

Hér þarf að skoða málin agnar ögn.

kv.gmaria.

 

 

 


Kjaraskerðing til handa ófaglærðum á vinnumarkaði er hneisa verkalýðshreyfingar hér á landi

Eftir því sem stjórnvöld reyna að telja mér trú um að kaupmáttur minn sem launþega á vinnumarkaði hafi aukist hefur hann rýrnað nokkurn veginn í réttu samræmi við hjal allt þess efnis. Tilgangur og markmið verkalýðshreyfingar þessa lands er því miður orðinn um víðann völl, þ.e.a.s, sem frjálsra félaga sem berjast eiga fyrst og fremst fyrir hagsmunum félaga sinna sem greiða iðgjöld í félög þessi. Alls konar yfirlýsingar og handabandasamkomulög við sitjandi stjórnvöld í landinu hafa oftar en ekki verið það sem okkur launþegum er á borð borið undir formerkjum þess að halda verðbólgu niðri. Það gengur einfaldlega EKKI lengur því sú vísa hefur verið kveðinn of oft án þess að orð fylgi gerðum og án aðgerða þeirra félaga sem launþegar greiða í mánuð hvern.

Verkalýðsfélög eru í viðskiptum við vinnuveitendur ekki sitjandi stjórnvöld á hverjum tíma.

Hagsmunir hins almenna launþega á vinnumarkaði eru fyrst og fremst um hans kaup og kjör, hverju sinni og að þau hin sömu séu með því móti að viðkomandi fái af slíku lifað í einu þjóðfélagi. Stjórnvöld skapa umgjörð skattalega hverju sinni og eftir því hlýtur kröfugerð hvers félags fyrir sig að byggjast á, gagnvart vinnuveitanda sem er viðsemjandi. Sé skattaumhverfi með því móti að hækka þurfi lægstu laun launþega verulega þá hvoru tveggja þarf og verður að berjast fyrir því í stað þess að búa til yfirlýsingar og blaður alls konar sem oftar en ekki er af pólítiskum toga runnið til þess að skapa frið í fjögur ár við ríkjandi valdhafa. Frjáls félög og stjórnvöld eiga í raun ekkert tilefni funda saman sérstaklega nema þegar viðsemjandi er hið opinbera.

Gengur ekki deginum lengur.

Bætur almannatrygginga hafa tekið mið af lægstu launatöxtum í landinu lengi og engin furða að úr röðum þeirra hafi heyrst hljóð úr horni undanfarin áratug um það bil þvi sjaldan eða aldrei hefur verið eins mikill skortur á þjónustu sem ekki hefur hafst undan að sinna þrátt fyrir hina miklu skattöku, né heldur að stjórnvöld hafi verið þess umkomin að mæla fátæktarmörk og möguleika til lífsafkomu hluta þegnanna. Þar eru ákveðnir hópar launafólks í landinu á sama báti og þeir sem eru á bótum almannatrygginga vegna örorku eða ellilífeyrisgreiðslna. Ekki hvað síst fólk af erlendu bergi brotið sem þiggur lægstu taxta á vinnumarkaði eðli máls samkvæmt vegna skorts á starfsreynslu og starfsaldri á vinnumarkaði.Það er því vægast sagt sérkennilegt að bjóða fólk velkomið til vinnu og þáttöku í einu samfélagi undir þeim formerkjum sem hér eru áðurnefnd.

Annmarkar skattkerfis, kalla á kröfugerð félaga, um laun eftir skatta sem nægja til lifibrauðs.

Því fyrr þvi betra sem verkalýðsfélög þessa lands nær að aftengja sig pólítiskt kjörnum leiðtogum við stjórnvölinn og eiga bein viðskipti við vinnuveitendur um kaup og kjör félagsmanna því betra, því þar liggur upphaflegur tilgangur félagsaðildar og iðgjaldagreiðslna félagsmanna mánuð hvern í félögin. Miðað við núverandi skattöku af láglaunafólki á vinnumarkaði þurfa lágmarkslaun í landinu að hækka með því móti að launþegi hafi eftir að minnsta kosti 150 þúsund krónur eftir skatta.Flóknara er það ekki.

Guðrún María Óskarsdóttir.

 


Brátt hefst eitt mesta umferðaröngþveiti sem um getur á höfuðborgarsvæðinu.

Nú líður að jólahátíðinni og því fylgir að venju umferðaröngþveiti með tilheyrandi mengun af völdum svifryks á þurrum og auðum dögum.

Það væri nú ágætis tilraun hjá forsvarsmönnum almenningssamgangna að gera tilraun með það að hafa ókeypis í Strætó í desember og ekki væri úr vegi að Lýðheilsustöð tæki þátt í átaki sem slíku þegar raunin er sú að svifryksmengun fer yfir hættumörk einungis ef veðurfarslegar aðstæður skapast vegna of margra bíla á nagladekkjum á sama litla svæðinu.

Meðan við höfum ekki manndóm í okkur til þess að leggja gjald á mengunarvalda af því tagi sem nagladekkjanotkun innanbæjar er þá þarf að grípa til annarra aðgerða.

kv.gmaria.

 

 


Flipp á fullu tungli.

Iðnaðarráðherra fer áfram mikinn svo mjög að maður veit varla hvort hann er að koma eða fara.

Hverra erinda gengur ráðherra ?

kv.gmaria.


mbl.is Össur: Valdarán sexmenninganna skaðaði OR gríðarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðsla stjórnvalda við ákvarðanatöku um efnahagsmál.

Með ólíkindum má telja hve langt fram á bjargbrúninna efnahagsmálaumhverfi hér á landi er leitt án nokkurrar sýnilegrar aðkomu kjörinna aðila við stjórnvölinn sem heitið getur.

Ríkisstjórn landsins og Seðlabankinn eru í sitt hvoru landinu í raun, minnkun ríkisumsvifa í takt við meint markaðsþjóðfélag hefur ekki átt sér stað, því fer fjarri. 

Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans hafa ekki haft þau áhrif sem vera skyldi til hagsbóta fyrir almenning heldur þvert á móti til að auka vandann.

Mér best vitanlega eru þetta einu stjórntæki bankans á markað og efnahagsumhverfið hér innanlands samkvæmt lögum á sínum tíma sem að mínu viti voru léleg lagasetning.

Það er ekki nóg að aðeins einn ráðherra, félagsmálaráðherra eygi vanda fólks í landinu við aðstæður þær sem nú eru uppi, aðrir ráðherrar þurfa að gera það líka.

kv.gmaria.


Afturbatapíkur Samfylkingarinnar.

Smjörklípuaðferð iðnaðráðherra er árás á Frjálslynda flokkinn, eftir hrakför til útlanda. 

Það eru vissulega góð ráð dýr fyrir iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson nýkominn til landsins frá ferðalagi í Indónesíu þar sem vægast sagt illa tímasett för fyrirfram og ýmis konar endurskoðun ákvarðanatöku í orkumálum Reykvíkinga varð þess valdandi að ferð þessi mun verða skráð á spjöld sögunnar sem frumhlaup ráðamanna í ríkisstjórn.

Bloggskrif hans sem ég set hér inn bera þess vitni að hér er um smjörklípuaðferð að ræða.

"

Afturbatapíkur Frjálslyndra

Kristinn H. Gunnarsson er fimasti pólitíski dansarinn í Frjálslynda flokknum, og í fjarveru Jóns Magnússonar notaði hann tækifærið og gjörbreytti stefnu Frjálslyndra í málefnum útlendinga. Tilefnið gafst í umræðu um þingmál Paul Nikolovs, varaþingmanns Vinstri-Grænna, um réttindi útlendinga. Einsog allir muna fóru Frjálslyndir svo rækilega yfir strikið í umræðum um málefni útlendinga í kosningabaráttunni að þeir voru hvorki stofuhæfir né brúklegir til samstarfs á eftir. Málflutningur þeirra kallaði fram slíkt óbragð í munnum ýmissa á vinstri vængnum að þeir gengu í raun frá hinu skammlífa Kaffibandalagi steindauðu. Landslagið breyttist svo eftir kosningar, þegar ýmsir hinna vígreifustu á þessum vængnum urðu úti í hreggviðrum kosninganna, og biðu aldurtila í snjónum. Kiddi sleggja var hins vegar aldrei í þeim hópi sem fór á þann vænginn. Hann er bæði of snjall og of mikill jafnaðarmaður til að vilja daðra við þá sem þannig afla sér atkvæða. Hann skildi líka betur en flestir félaga sinna, að eftir að hafa skotist hratt upp í könnunum vegna athyglinnar sem orðræða þeirra um útlendinga vakti, þá yfirkeyrðu þeir svo gjörsamlega að þeir kafsigldu sig í öldurótinu sem hún vakti. Í dag hélt hann síðan ræðu, þar sem hann lofsöng framlag útlendinga til íslensks samfélags. Ég sat orðlaus undir ræðunni – slík var undrun mín. Kristinn sagði að menn ættu ekki að fjalla um útlendinga sem hóp, heldur meðhöndla þá sem einstaklinga. Í samhengi við það talaði þingmaðurinn sérstaklega um óbeit sína á því, að þegar fjölmiðlar fjalla um afbrot sem útlendingar fremja væri gjarnan tekið sérstaklega fram að þeir kæmu frá nafngreindu landi. Það taldi Kristinn H. Gunnarsson af og frá. Ég leyfði mér að taka til máls og lýsa ánægju minni með að Kristinn alþingismaður hefði í einni ræðu gjörbreytt stefnu Frjálslyndra. Grétar Mar Jónsson kvaddi sér þá hljóðs, tók undir allt sem Sleggjan hafði sagt, og sagði að útlendingaandúðinni hefði bara verið logið upp á Frjálslynda. Ég sá að Siv Friðleifsdóttir brosti brosi hins vantrúaða meðan hinir endurfæddu þingmenn Frjálslynda flokksins vitnuðu um útlendingagæsku hans. 

Ég sá hins vegar ekki Jón Magnússon í salnum, og reyndi að rifja upp hvaða þingmaður Frjálslyndra hefði viljað láta rannsaka sérstaklega sakavottorð útlendinga áður en þeim væri hleypt inn í landið.

Var það ekki Laxness sem talaði um afturbatapíkur?

 

 

Össur Skarphéðinsson
Skráð af Össur Skarphéðinsson
mið., 21 nóv. 2007 22:34
"
Ráðherra í ríkisstjórn landins ætti að vanda sig agnar ögn við málfarsnotkun með tilliti til virðingar gagnvart stjórnarandstöðu á þingi.
kv.gmaria.


Yfirlýsing frá forsætisráðuneytinu Obb bobb bobb....

Hvað kemur til að þurfti yfirlýsingu í þessu máli sérstaklega úr þessu ráðuneyti umfram aðra þjóðmálaumræðu í landinu þar sem yfirlýsingagleði hefur ekki verið sýnileg sérstaklega ?

Spyr sá sem ekki veit.

kv.gmaria.


mbl.is Unnið faglega á Keflavíkurflugvelli eftir settum reglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynjaumræða í öngstræti flokkunaráráttunnar.

Tilraun til þess að útrýma orðinu herra úr ráðherraskilgreininguinni undir formerkjum meints jafnréttis er ein af þessum arfavitlausu hugmyndum sem upp koma öðru hvoru ekki hvað síst úr herbúðum meintra Vinstri manna hér á landi.

Varla er vilji til að taka upp heitið, ráðskona í staðinn fyrir ráðherra eða hvað ?

Eða orðið frú í staðinn fyrir herra ? Hvernig myndi frásögn hljóma í þessu sambandi ?

Utanríkisráðafrú ríkisstjórnarinnar fór í dag ....eða Utanríkisráðskona ríkisstjórnarinnar fór í dag...


Eina vitræna aðferðin er ef menn vilja á annað borð breyta hér um að taka upp eðlilega þýðingu enska starfsheitisins og kalla ráðherrana yfirmenn sjávarútvegsmála , yfirmenn utanríkismála.

Yfirmaður kæmi þá í stað ráðherra.

kv.gmaria.


Hvað er svona merkilegt við það að aðeins hluti kvenna í landinu fékk kosningarétt ?

Nokkuð finnst mér það sérkennilegt að sérstakur hátíðafundur borgarstjórnar í Reykjavík skuli fagna vegna 100 ára síðan hluti kvenna fékk ákveðin réttindi hér á landi í þessu tilviki kosningarétt. Giftar konur í Reykjavík og Hafnarfirði, aðrar ekki sem aftur segir hve geysileg mismunun milli landshluta hefur átt sér stað í þá tíma svo ekki sé minnst á hjúskaparstöðu kvenna.

Þarna er afar frumstætt lýðræði á ferð og barn síns tíma, sem mismunar stórum hópi þjóðfélagsþegna.

Get því með engu móti séð ástæðu til að fagna þeim tímapunkti sérstaklega.

kv.gmaria.

 


Fátt er svo með öllu illt......

Varð að gjöra svo vel að meðtaka þau hin annars hundleiðinlegu skilaboð frá líkama mínum, hingað og ekki lengra.

Vöðvabólga milli herðablaða við efri hluta hryggjar ætlaði mig lifandi að drepa og læknirinn sagði hvíla sig fram yfir helgi, og taka lyf við slíku.

Heyrði það síðan í hádegisútvarpi að svifryksmengun hefði farið yfir hættumörk í dag og hugsaði, jæja maður sleppur þá við að anda slíku að sér í dag.

Sem sagt fátt er svo með öllu illt....

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband