Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Félagsleg undirboð á vinnumarkaði.

Hvoru tveggja sitjandi valdhafar í landinu sem og forystumenn verkalýðshreyfingar í landinu hafa flestir horft þegjandi á þá þróun sem átt hefur sér stað í landi voru varðandi alls konar undirboð á vinnumarkaði þar sem fólk af erlendu bergi brotið hefur flust hingað til lands og er boðið að inna af hendi vinnu fyrir mun lægri laun en þekkst hafa.

Og enginn þykist sjá neitt eða heyra, sem stórfurðulegt má teljast.

Hið opinbera ríki og sveitarfélög taka þátt jafnvel þátt í þeim undirboðum sem hér um ræðir án þess að menn andmæli almennt. Laun fagstétta með menntun fara hnignandi.

Þvílíkt og annað eins andvaraleysi og aulaháttur hefur varla fyrirfundist lengi hér á landi, og ótrúlegt að umræða um mannréttindi almennt sé til staðar þegar einhver er tilbúinn til þess að bjóða fólki af erlendu bergi brotnu lélegri kjör í voru samfélagi en við sjálfir höfðum ákveðið að viðhafa.

Í mínu orðasafni kallast þetta hræsni.

kv.gmaria.

 

 


Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftlagsbreytingar af manna völdum.

Er bíllinn orðin skítugur af ryki og mengun allt of margra bíla á sama punktinum hér á landi ? ( já um leið og nagladekkjatímabilið gengur í garð )

Hvers vegna mega landsmenn eiga eins marga bíla og þeir vilja ? ( af því stjórnvöldum er enn alveg sama um sjálfbær markmið einnar þjóðar frá a-ö )

Hvers vegna hefst ekki undan að byggja samgöngumannvirki innanbæjar ?  ( vegna þess að engin umhugsun hefur verið á ferð þróun atvinnu á landinu öllu )

ER til einhver samræmd stefna af hálfu íslenzkra stjórnvalda nú árið 2007 sem heitir heildstæð umhverfismarkmið til framtíðar ? ( nei )

ÉG gæti haldið áfram að spyrja endalausra spurninga og svarað þeim jafnóðum en skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftlagsbreytingar í heiminum tilkomnar af manna völdum hlýtur að ýta við mönnum til umhugsunar hafi sú hin sama umhugsun ekki verið þá og þegar til staðar um þessi mál.

Þróun byggðar á Íslandi í borgríki er Íslendingum lítt til ágóða, og andvaraleysi ´sitjandi ráðamanna undanfarna áratugi gagnvart þeirri þróun þeim hinum sömu ekki til álitsauka.

Hugsanlega þarf að endurmeta stærðarhagkvæmnisformúlur ýmis konar í ljósi skýrslu þessarar frá kerfum atvinnuvega til almenningssamgangna innnanlands, og skattkerfið þarf að aðlaga þeim veruleika sem við blasir.

Því fyrr því betra sem stjórnmálamenn taka til við að skoða þá þætti sem hér um ræðir.

kv.gmaria.

 


Kjarkleysi manna til að ræða málefni innflytjenda til Íslands er skömm.

Það er með ólikindum hve hörmulegur loddaraháttur er í gangi hér á landi varðandi það atriði að menn hreinlega þora ekki að ræða málefni innflytjenda af ótta við að misstíga sig í umræðu að virðist og lenda í því að vera úthrópaðir rasistar.

Dettur mönnum virkilega í hug að það sé fólki af erlendu bergi brotið sem hingað kemur til hagsbóta að íslenskir stjórnmálamenn upp til hópa hreinlega komi sér hjá því að ræða þessi hin sömu málefni að virðist vegna nú orðið landlægs kjarkleysis ?

Að horfa upp á fulltrúa Vinstri Grænna , Atla Gíslason í Silfrinu í dag tala í öðru orðinu um boð og bönn en í hinu endalaust frelsi án marka, var vægast sagt stórhlægilegt, ekki hvað síst þar sem rætt var um mansal annars vegar og óheft innstreymi fólks til landsins án skilyrða af okkar hálfu.

Almenn mannréttindi millum landa velta á stjórnmálamönnum og skilningi þeirra til að meta samhengi hlutanna, svo er og verður.

kv.gmaria.


Eitt dæmi um hið frábæra starf í grunnskólum Íslands.

Óska Samfés til hamingju með þessa skemmtilegu keppni sem eykur metnað og býr til fjölda hæfileikaríkra einstaklinga á leið út í lífið. Keppni sem þessi er gott dæmi um þá margvíslegu góðu vinnu sem fer fram innan veggja grunnskóla hér á landi, þar sem sköpunarþörf og frumkvæði nýtur sín til fulls í framkvæmdinni.

kv.gmaria.


mbl.is Keppt í fatahönnun, hárgreiðslu og förðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilraunir manna til þess að rífa niður hin trúarlegu gildi falla alla jafna um sjálft sig.

Niðurrifsmenn á hverjum tíma verða ætíð til og þeir sem ekki una öðrum að trúa á sinn Guð skortir umburðarlyndi að mínu viti.

Skortur á umburðarlyndi veldur þröngsýni þar sem menn hneigjast til þess oftar en ekki að hafa " hið eina rétta á takteinum " þ.e. reka fólkið áfram i stað þess að vísa því leiðina.

Svart hvíta aðferðafræðin sem inniheldur einnig gott og vont flokkunina,  er án þess að eygja sýn á allt litrófið milli þess svarta og hvíta ellegar þess sem er gott og vont.

Þeir sem kjósa að trúa ekki á Guð geta sleppt því að rífa niður trú manna á Guð og iðkað sitt trúleysi án trúboðs´svo sem visindarökhyggjupostulanýgengi nýtilkomið.

Sjálf tel ég mig una öðrum að trúa á annað en ég geri og veit að mismunandi mennningarsamfélög í víðri veröld samanstanda af ólíkum trúarbrögðum.

Gagnkvæm virðing gagnvart trú manna er forsenda friðar og sátta innan samfélaga og utan.

kv.gmaria.

 


Tími foreldra með börnum sínum er mikilvægasta forvörnin.

Það gladdi mig mikið að hlýða á niðurstöðu úr könnun meðal barna þess efnis hvað börnin sjálf teldu helstu forvörn gegn fíkninefnum. Jú samvera með foreldrum sínum. Tími samveru byggir traust, og það að treysta styrkir sjálfsmyndina. Sterk sjálfsmynd þýðir sterkari einstaklinga til þess að segja nei við hvers konar freistingum.

Í mínum huga gildir þetta atriði frá frumbernsku til unglingsára, og því er það áhyggjuefni að dvalartími barna á leikskólum hefur lengst til muna undanfarið ef ég tók rétt eftir sem án efa er vegna þess að vinna annars foreldris nægir ekki til þarfa heimilis.

Í stað þess að byggja endalaust byggingu á byggingu ofan sem leikskóla sem illa tekst að manna enn sem komið er þarf að gefa foreldrum í æ ríkara mæli val um að dvelja heima með börnum sínum að loknu fæðingarorlofi.

Leikskólinn er hins vegar nauðsynlegur undirbúningur fyrir dvöl barns í grunnskóla, og öll börn skyldu eiga kost að komast að án þess að þurfa að bíða frá tveggja ára aldri.

Allur sá hamagangur og hraði sem einkennir nútíma þjóðfélag skyldi ekki bitna á komandi kynslóð í formi tímaleysis.

"Lengi býr að fyrstu gerð og í upphafi skyldi endir skoða."

kv.gmaria.

 


Allt rétt.

Því ber að fagna að menn dragi fram staðreyndir sem þessar um kerfi okkar, því þar með skapast forsendur til betrumbóta. Það er engin heil ´brú í því að mismuna fólki kostnaðarlega aðgöngu í kerfið eftir sjúkdómum, engin. Það skyldi því engan undra að barist hafi verið fyrir stofnun Umboðsmanns sjúklinga hér á landi.

kv.gmaria. 


mbl.is Hallar á þá sem sízt skyldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samráð um aftengingu skattleysismarka millum aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda á sínum tíma, var það eðlilegt ?

Hvers vegna skyldi tilkomin brú milli ríkra og fátækra á Íslandi dagsins í dag ? Frysting skattleysismarka fyrir rúmum áratug á þar ríkan hlut að máli og með ólíkindum að korteri fyrir kosningar skuli þ.a nánar tiltekið í upphafi árs 2007 skuli mörk skattleysis hér á landi hækka úr tæpum sjötíu þúsund í níutíu en allir aðilar sem að málum koma við útreikninga á framfærslukostnaði einstaklnga hafa fyrir löngu síðan gert grín að og hundsað svo sem fjármálastofnanir við greiðslumat til húsnæðiskaupa.

Fyrirfram gat það gefið augaleið hversu illa þetta kæmi við tekjulægstu hópa samfélagsins það er að segja ef menn hefðu reiknað dæmið til enda.

Flestir verkalýðsleiðtogar þögðu þunnu hljóði til þjónkunar við stjórnvöld að virtist. en tapið af þessari framkvæmd var enn meiri gjá milli ríkra og fátækra hér landi .

kv.gmaria.


Fátækt hluta þjóðfélagsþegna skyldi aldrei tilkomin vegna ofálagna í formi skattöku.

Frysting skattleysismarka og aftenging við þróun verðlags á sinum tíma eru lélegur vitnisburður sitjandi ráðamanna þess tíma sem og allra hlutaðeigandi sem létu slíkt yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust.

Hvers vegna kom þessi ákvarðanataka til sögu ? Hafið þið velt því fyrir ykkur ? Það skyldi þó aldrei vera að þurft hafi að ná sköttum af fólki sem flutti hingað til lands erlendis frá og hóf vinnuþáttöku á eðli máls samkvæmt á lægstu mögulegu launatöxtum sem giltu í landinu , sem voru að hluta til undir við skattleysismörk þess tíma ?

Var það ástæðan ?

Spyr sá sem ekki veit ?

kv.gmaria.


Væri það ekki traustvekjandi að ráða nýja aðila við stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ?

Það er merkilegt að ný borgaryfirvöld í Reykjavík skuli ekki hafa komið þvi fram nú þegar að endurnýja stjórn OR, í ljósi þess írafárs sem ákvarðanataka um samruna við einkageira og ný ákvarðanataka um riftingu samruna fela í sér. Er það eitthvað eðlilegt að framkvæmdavald í þágu almennings í þessu tilviki einstaklingar sem eru hluti af ákvarðanatöku sem hefur verið tekin til baka sitji áfram við stjórnvölinn hafandi samþykkt ákvarðanir sem ekki reyndust í þágu almennings ?

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband