Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Sjálfstæðisflokkurinn upptekinn af Frjálslynda flokknum.

Sjálfstæðismaðurinn Stefán Friðrik Stefánsson sér vart sólina fyrir málefnum tengdum Frjálslynda flokknum. Hann ritar hvern pistilinn á fætur öðrum um flokkinn og áhugi hans er greinilega mikill. Reyndar kemur Björn Ingi Hrafnsson Framsóknarmaður í Reykjavík fast á hæla hans hvað áhuga og pistlaskrif varðar. Alls konar " sögulegar " vangaveltur er að finna í þessum pistlaskrifum en undirtónninn er einfaldur. Það eru að koma kosningar og höggvið hefur í fylgi beggja flokka og þá eru góð ráð dýr.

kv.gmaria.


Menn ofar málefnum og hugsjónum.

Altari valdagræðgi virðist mörgum hugleikið þessa dagana og nú í kvöld sé ég í sjónvarpi nokkra samstarfsmenn mína í Frjálslynda flokknum koma fyrst fram í sjónvarpi til þess að tilkynna öllum landsmönnum ákvörðun sína um að segja skilið við flokkinn, án þess þó að hafa sýnt þau heilindi að segja samstarfsmönnum frá því fyrst. Þar er um að ræða lélega pólítík og lítil heilindi frá mínum bæjardyrum séð. Mitt traust er fullt til nýkjörinnar forystu í Frjálslynda flokknum og þingmanna og þar mun ég starfa áfram.

kv.gmaria.


Skattkerfið, tilgangslaus lækkun virðisaukaskatts ?

Ýmsar hækkanir á vöru um áramót segja sína sögu um aðlögun markaðar fyrirfram að komandi landslagi er lækkun virðisaukaskatts tekur gildi í mars. Það er því nokkuð ljóst að þessi aðgerð mun ekki skila sér til almennings, nema að hluta til. Það verður mjög fróðlegt að vita til hvaða aðgerða menn hyggjast grípa í því sambandi að tryggja það að lækkun þessi skili sér. Hvoru tveggja ríkisstjórnarflokkarnir og Samfylkingin voru aldrei þessu vant sammála um þessar aðgerðir. Þrátt fyrir það höfðu all margir haft uppi viðvörunarorð þess efnis að mun eðlilegra væri að hreyfa við öðrum hlutum skattkerfisins svo sem hækkun persónuafsláttar sem skilvirkari aðgerð. Tilgangslausar breytingar á skattkerfi kosta fjármuni og ef breytingarnar skila sér síðan illa eða ekki, helgar tilgangurinn vart meðalið.

kv.gmaria.

 


Hræðslupólítík gegn Frjálslyndum í nýjum búningi hvern dag.

Það segir sína sögu um um hræðslu gömlu flokkanna við fylgisaukningu Frjálslyndra , hve mikið magn hræðsluáróðurs er á ferð gegn flokknum. Einkum er fundið að því að flokkurinn skuli hafa rætt um málefni innflytjenda líkt og þau mál eigi bara ekki að ræða í okkar samfélagi. Því miður hafa þeir flokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi einfaldlega ekki staðið sína pligt í þessu efni og það kom í hlut þingmanna Frjálslynda flokksins að opna þessa umræðu. Það þarf ekki að koma á óvart að Frjálslyndi flokkurinn þori að ræða þjóðmál öll, því einn flokka hefur hann barist gegn fiskveiðistjórnunarkerfinu meðan andvaraleysi Samfylkingar og Vinstri Grænna hefur verið nær algjört í því efni og er enn. Þó er þar um að ræða eitt mesta hagsmunamál þjóðarinnar að takist að byggja upp fiskveiðistofna til framtíðar fyrir komandi kynslóðir. Núverandi ríkisstjórnarflokkar hafa flotið sofandi áfram í áratugi og þeim þarf að gefa frí í kosningum á vori komanda.

Hræðsluáróður annarra flokka fer til þeirra hinna sömu til baka eins og búmerang í formi fylgistaps.

kv.gmaria.


Sparnaður hins opinbera í launakostnaði í velferðarþjónustu.

" Að spara aurinn en kasta krónunni " er atriði sem sannarlega má heimfæra upp á núverandi stjórnarhætti opinberrar þjónustu þar sem svo er komið að varla er hægt að sinna þjónustu sem skyldi , vegna meints sparnaðar sem er þar með orðinn ofar þjónustuhlutverki við borgarana.Með öðrum orðum þjónusta er skert svo sparnað sé hægt að sýna á blaði í tölulegum upplýsingum þótt þjónustu kunni að skorta. Þetta atriði þekkja þeir vel er hafa starfa í heilbrigðis og menntamálum þessarrar þjóðar hvarvetna nokkuð burtséð frá því hvaða stéttir þar um ræðir. Sparnaður í launakostnaði við starfa fólks er og hefur verið viðvarandi vandamál sem og láglaunapólítík þannig að nægur mannafli til starfa hefur ekki skilað sér sem skyldi og álag á fólk í starfi að engu metið í formi launa. Tilgangurinn helgar því ekki lengur meðalið  og alvarlegt íhugunarefni af hálfu okkar skattgreiðenda ætti að vera að skoða mál ögn betur.

kv.gmaria.

 

 


Undirrót efnahagsvandans liggur í peningabraski í sjávarútvegi.

Það atriði að lögleiða framsal og leigu aflaheimilda í sjávarútvegi er verður að mínu mati " mestu stjórnmálalegu mistök síðustu aldar " sem verður að uppáskrifa til handa ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er nú sitja við stjórnvölinn. Það atriði að leiða í lög viðskipti með óveiddan fisk með öllum þeim áhættuþáttum sem því eðli málsins samkvæmt innihéldu svo sem vexti og viðgangi fiskistofna, veðurfarslegum skilyrðum, tækjakosti útgerðareininga og svo framvegis , var óðs manns æði. Því til viðbótar var ekki haft fyrir þvi að setja nokkar einustu skorður á tilflutning aflaheimilda millum landshorna , þannig að útgerðarfyrirtæki gátu og hafa getað ef þeim svo hentaði selt frá sér , atvinnu fjölda manna hér og þar að vild án þess að borga svo mikið sem krónu til samfélagsins fyrir vikið. Þjóðhagslegar afleiðingar slíks skipulags eru eðli máls samkvæmt gifurlegar sökum þess að áður hafði samfélagið allt tekið þátt í því að byggja upp atvinnu og verðmæti í formi eigna á hinum ýmsu stöðum á landinu. Eignir fólks urðu því verðlausar án þess að fólk fengi rönd við reist uppáskrifað af Alþingi í formi laga um óheft framsal og leigu aflaheimilda til fiskjar úr sjó á Íslandsmiðum. Hér er á ferð mismunun í garð þegna þjóðfélagsins í formi laga sem teljast verða fyrr og síðar offar í stjórnvaldsaðgerðum.

kv.gmaria.


Það læra börnin sem fyrir þeim er haft.

Eiga börn okkar að alast upp við innbyrðis baráttu kynja á opinberum vettvangi í áratugi ? Sjálf tel ég slíkt afskaplega óeðlilegt og sérstök jafnréttisbárátta undir þeim formerkjum að konur séu sífellt undirokaðar í formi þess að kvarta undan karlmönnum og þeirra verkum áorkar litlu sem engu fram á við . Hugarfarsbreyting er nauðsynleg í þessu efni þar sem konur jafnt sem karlmenn þurfa að sýna það og sanna að kynin vinni saman í stað þess að berast á banaspjótum vegna kynferðis. Konur eiga ekki að komast eitthvað frekar áfram, bara af því þær eru konur, heldur af eigin verðleikum hvarvetna á hinum ýmsu sviðum samfélagsins. Konur í nútíma samfélagi hafa í krafti mennturnar sýnt það og sannað að þær hinar sömu GETA staðið jafnfætis körlum í störfum og sumar jafnvel betur launaðar en karlar í sambærilegri vinnu ef eitthvað er. Launamisrétti er hins vegar til staðar þar sem ákveðin störf í samfélaginu svo sem störf við aðhlynningu og þjónustustörf hafa ekki verið verðmetin sem gildi í einu þjóðfélagi miðað við önnur störf og þau hin sömu störf hafa fyllst af konum á vinnumarkaði. Það atriði að jafna rétt kynjanna er því fyrst og fremst á sviði verkalýðsbaráttu að minu mati þar sem jafngildi og verðmat hinna ýmsu starfa skal og skyldi vera í samræmi við þann þjóðhagslega tilgang sem slíku er ætlað að viðhalda og sem hlekkur í keðju, árangurs og framþróunar.

Meint aðhald hins opinbera í útgjöldum til rekstrar bitnar því ekki hvað síst á konum sem inna af hendi störf við velferð , sjúkra og aldraðara og uppeldi barna, þar sem gildismat á nauðsyn þessarra starfa í nútíð og framtíð er vanmetið.

Þessu gildismati þarf þvi að breyta og það er verkefni okkar kynslóðarinnar sem nú ríkir.

kv.gmaria.

 


Gróa á Leiti og " púkinn á fjósbitanum ".

Sjálfstæðismenn, Samfylkingarmenn, Framsóknarmenn og Vinstri Grænir vita nú manna best hvað er að gerast í Frjálslynda flokknum og hver bloggsíðan á fætur annarri sprettur fram úr ermum gömlu flokkanna sem minnkað hafa í fylgi , og  flokksmenn flokkanna ræða  deilur í Frjálslynda flokknum um keisarans skegg hver um annan þveran, sem vitringar hinir mestu. Ég vil nota tækifærið og þakka þessar ókeypis auglýsingar fyrir flokkinn sem án efa vekur enn frekari athygli á flokknum en fyrir var. Það er reyndar ekki lítið fyndið að líta augum spekúleringar varðandi meint plott allra handa sem menn virðast þekkja úr eigin flokkum að sjá má. Afskaplega fróðlegt en svo vill til að Frjálslyndi flokkurinn mun notast við lýðræðið og þótt deildar meiningar séu milli manna þá er það gert upp.

kv.gmaria.

 


Þetta elska Íslendingar öðrum mönnum fremur !

Deilur og erjur , þref og nöldur, oft um algjör aukaatriði sem engu máli skipta er allt að því keppnisíþrótt hér á landi. Eitt eða tvö orð verða að óyfirstíganlegu stórfljóti sem enginn þykist sjá leið til að brúa þótt nútíma aðferðir samskipta af vitrænu tagi með smávegis rökhyggju, nægi alla jafna í slíka brúargerð. Það verður því sundrungin ein sem sameinar eins stórvitlaust og það nú er og mönnum virðist bara líka það ágætlega að taka þátt í slíku sundrungabandalagi , illdeilna og erja fram og til baka, daga , vikur og mánuði og leggja sitt af mörkum til að magna deilur og erjur enn frekar.

Margrét Sverrisdóttir sú kona sem mér hefur líkað ágætlega við lengst af , hefur hagað sér ótrúlega gagnvart sínum flokki, þ.e. þeim kjörnum þingmönnum hans er sitja á þingi með ómálefnalegri gagnrýni á störf flokksins , allt í einu, þótt flokkurinn hafi aukið fylgi sitt í umræðu um þjóðmál. Allt að því þráhyggja gegn fólki sem tengist Jóni Magnússyni og gekk í Frjálslynda flokkinn hefur litað málflutning Margrétar meira og minna, líkt og þar sé ekki fólk á ferð. Þessi afstaða hennar fær mig ekki til stuðnings við hennar sjónarmið nema síður væri og það atriði að hún telji sig eitthvað fórnarlamb forystumanna Frjálslynda flokksins ( karlar ) í þessu efni er út í hött því Margrét hefur ráðið lögum og lofum í Frjálslynda flokknum án þess að vera þingkjörinn þingmaður til þessa.

Uppsögn hennar úr starfi framkvæmdastjóra var til að tryggja það að gagnrýni á flokkinn myndi ekki dúkka upp á vordögum við einn frambjóðanda á launum í framboði umfram annan, eins og ég veit best um það mál, sem kemur heim og saman við nýsetta löggjöf um opið bókhald stjórnmálaflokka og reglur þar að lútandi.

Þeir sem elska illindafarveginn og úlfúð og deilur finna sér farvatn og fá flokksbrot til fylgis í deilum og erjum sem illa þjóna stjórnmálaflokki í heild sem á kjörna leiðtoga á Alþingi Íslendinga.

Það er hins vegar ódýr aðferð að róa á mið fórnarlambshlutverksins sem kona gagnvart körlum og skilar viðkomandi væntanlega ekki langveg í íslenskri pólítík ef ég þekki rétt.

Meðan slíkar eiginhagsmunadeilur um persónur lita stjórnmál bíða málefnin baka til , þörf málefni sem þarf að taka á í voru samfélagi sem ætíð skyldu ofar.

kv.gmaria.

 

 

 


Sjálfsákvarðanaréttur þjóðarinnar yfir Íslandsmiðum verður ekki seldur úr landi.

Alls konar óábyrgt hjal um inngöngu í ESB til upptöku evru hefur verið í farvatni til dæmis af hálfu SF undanfarið en svo vill til að sá flokkur hefur lítt eða ekki birt nokkra einustu afstöðu varðandi fiskveiðistjórnunarkerfið sem hér er við lýði. Innganga í Evrópusambandið þýðir eigi að síður það atriði að Íslendingar munu þurfa að gjöra svo vel að afsala sér sjálfsákvörðunarrétti yfir eigin auðlindum í hafinu við núverandi skilyrði ESB. ER það vilji þeirra stjórnmálaflokka er tala fyrir Evrópusambandsaðild ?

 

kv.

gmaria.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband