Skattkerfið, tilgangslaus lækkun virðisaukaskatts ?

Ýmsar hækkanir á vöru um áramót segja sína sögu um aðlögun markaðar fyrirfram að komandi landslagi er lækkun virðisaukaskatts tekur gildi í mars. Það er því nokkuð ljóst að þessi aðgerð mun ekki skila sér til almennings, nema að hluta til. Það verður mjög fróðlegt að vita til hvaða aðgerða menn hyggjast grípa í því sambandi að tryggja það að lækkun þessi skili sér. Hvoru tveggja ríkisstjórnarflokkarnir og Samfylkingin voru aldrei þessu vant sammála um þessar aðgerðir. Þrátt fyrir það höfðu all margir haft uppi viðvörunarorð þess efnis að mun eðlilegra væri að hreyfa við öðrum hlutum skattkerfisins svo sem hækkun persónuafsláttar sem skilvirkari aðgerð. Tilgangslausar breytingar á skattkerfi kosta fjármuni og ef breytingarnar skila sér síðan illa eða ekki, helgar tilgangurinn vart meðalið.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband