Það læra börnin sem fyrir þeim er haft.

Eiga börn okkar að alast upp við innbyrðis baráttu kynja á opinberum vettvangi í áratugi ? Sjálf tel ég slíkt afskaplega óeðlilegt og sérstök jafnréttisbárátta undir þeim formerkjum að konur séu sífellt undirokaðar í formi þess að kvarta undan karlmönnum og þeirra verkum áorkar litlu sem engu fram á við . Hugarfarsbreyting er nauðsynleg í þessu efni þar sem konur jafnt sem karlmenn þurfa að sýna það og sanna að kynin vinni saman í stað þess að berast á banaspjótum vegna kynferðis. Konur eiga ekki að komast eitthvað frekar áfram, bara af því þær eru konur, heldur af eigin verðleikum hvarvetna á hinum ýmsu sviðum samfélagsins. Konur í nútíma samfélagi hafa í krafti mennturnar sýnt það og sannað að þær hinar sömu GETA staðið jafnfætis körlum í störfum og sumar jafnvel betur launaðar en karlar í sambærilegri vinnu ef eitthvað er. Launamisrétti er hins vegar til staðar þar sem ákveðin störf í samfélaginu svo sem störf við aðhlynningu og þjónustustörf hafa ekki verið verðmetin sem gildi í einu þjóðfélagi miðað við önnur störf og þau hin sömu störf hafa fyllst af konum á vinnumarkaði. Það atriði að jafna rétt kynjanna er því fyrst og fremst á sviði verkalýðsbaráttu að minu mati þar sem jafngildi og verðmat hinna ýmsu starfa skal og skyldi vera í samræmi við þann þjóðhagslega tilgang sem slíku er ætlað að viðhalda og sem hlekkur í keðju, árangurs og framþróunar.

Meint aðhald hins opinbera í útgjöldum til rekstrar bitnar því ekki hvað síst á konum sem inna af hendi störf við velferð , sjúkra og aldraðara og uppeldi barna, þar sem gildismat á nauðsyn þessarra starfa í nútíð og framtíð er vanmetið.

Þessu gildismati þarf þvi að breyta og það er verkefni okkar kynslóðarinnar sem nú ríkir.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband