Þetta elska Íslendingar öðrum mönnum fremur !

Deilur og erjur , þref og nöldur, oft um algjör aukaatriði sem engu máli skipta er allt að því keppnisíþrótt hér á landi. Eitt eða tvö orð verða að óyfirstíganlegu stórfljóti sem enginn þykist sjá leið til að brúa þótt nútíma aðferðir samskipta af vitrænu tagi með smávegis rökhyggju, nægi alla jafna í slíka brúargerð. Það verður því sundrungin ein sem sameinar eins stórvitlaust og það nú er og mönnum virðist bara líka það ágætlega að taka þátt í slíku sundrungabandalagi , illdeilna og erja fram og til baka, daga , vikur og mánuði og leggja sitt af mörkum til að magna deilur og erjur enn frekar.

Margrét Sverrisdóttir sú kona sem mér hefur líkað ágætlega við lengst af , hefur hagað sér ótrúlega gagnvart sínum flokki, þ.e. þeim kjörnum þingmönnum hans er sitja á þingi með ómálefnalegri gagnrýni á störf flokksins , allt í einu, þótt flokkurinn hafi aukið fylgi sitt í umræðu um þjóðmál. Allt að því þráhyggja gegn fólki sem tengist Jóni Magnússyni og gekk í Frjálslynda flokkinn hefur litað málflutning Margrétar meira og minna, líkt og þar sé ekki fólk á ferð. Þessi afstaða hennar fær mig ekki til stuðnings við hennar sjónarmið nema síður væri og það atriði að hún telji sig eitthvað fórnarlamb forystumanna Frjálslynda flokksins ( karlar ) í þessu efni er út í hött því Margrét hefur ráðið lögum og lofum í Frjálslynda flokknum án þess að vera þingkjörinn þingmaður til þessa.

Uppsögn hennar úr starfi framkvæmdastjóra var til að tryggja það að gagnrýni á flokkinn myndi ekki dúkka upp á vordögum við einn frambjóðanda á launum í framboði umfram annan, eins og ég veit best um það mál, sem kemur heim og saman við nýsetta löggjöf um opið bókhald stjórnmálaflokka og reglur þar að lútandi.

Þeir sem elska illindafarveginn og úlfúð og deilur finna sér farvatn og fá flokksbrot til fylgis í deilum og erjum sem illa þjóna stjórnmálaflokki í heild sem á kjörna leiðtoga á Alþingi Íslendinga.

Það er hins vegar ódýr aðferð að róa á mið fórnarlambshlutverksins sem kona gagnvart körlum og skilar viðkomandi væntanlega ekki langveg í íslenskri pólítík ef ég þekki rétt.

Meðan slíkar eiginhagsmunadeilur um persónur lita stjórnmál bíða málefnin baka til , þörf málefni sem þarf að taka á í voru samfélagi sem ætíð skyldu ofar.

kv.gmaria.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband