Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Við áramót.

Árið sem nú er að líða er ár strembinnar fjallgöngu persónulega þar sem mannleg orka hefur verið nýtt til fullnustu í viðfangsefni þau sem við er að fást. Á þjóðhagslegan mælikvarða er fátt eitt sérstaklega nýtt hvað varðar áhorf mannsins á þau viðfangsefni sem raunverulega blasa við í voru samfélagi. Ríkisstjórnarflokkarnir koma fram með skattalækkanir hálfu ári fyrir kosningar svona eins og til þess að " henda einhverju til almennings " fyrir kosningar sem er fyrir löngu síðan orðið eitthvað sem telst fremur tízka hjá flokkum er setið hafa of lengi við stjórnvöl þessa lands. Úrelt aðferð á sviði stjórnmála sem jaðrar við lágkúru þess að geta gumað sig af að hafa efnt kosningalaoforð í orði kveðnu. Vitundar og skilningsleysi stjórnvalda á eigin skipulagi til dæmis hvað varðar kvótakerfi sjávarútvegs er enn algjört og öll sú hin mikla eignaupptaka sem þegnar þessa lands hafa mátt sætta sig við bótalaust enn sem komið er vegna þessa kerfis er dæmi um hvað offar stjórnvaldsaðgerða getur orsakað þar sem tilfærsla auðs frá fólki til fyrirtækja er algjör.

Hið kalda skammtímamat á gróða og tapi hófst við við innleiðingu verslunnar með aflaheimildir sem lögleitt var og litað hefur meira og minna allt samfélagið í kjölfarið síðan þar sem bankar og fjármálafyrirtæki hafa heldur betur aðlagast þvi tilstandi að veðsetja í topp til skulda hvað sem fyrir verður hægt að veðsetja. Steinsteypa í fermetrum og óveiddur fiskur sem heimild til veiða er hvað efst á vinsældalistanum og hið opinbera tekur þátt í braskinu með því að niðurgreiða vaxtakostnaðinn í formi vaxtabóta til þeirra sem eignast steinsteypu , hinir mega lepja dauðann úr skel þótt skuldi og borgi vexti til þess að halda bönkunum gangandi.

Stjórnvöldum virðist ekki mikið í mun viðhalda fiskistofnum því ekki hefur verið hægt að endurskoða aðferðafræði í tuttugu ár þótt síversnandi staða sé það sem blasir við með tilheyrandi tekjumissi fyrir þjóðfélagið í heild og auðvelt hefði verið að skoða þær aðferðir sem nágrannar okkar Færeyingar viðhafa og hafa viðhaft mjög lengi og gilda einnig um okkur þar sem vitund um vinnu með móður náttúru er fyrir hendi.

Það þarf kjark til þess að viðurkenna mistök hvort sem um er að ræða stjórnun fiskveiða eða eitthvað annað en þann kjark þarf til í þessu efni að mínu viti.

kv.gmaria.

 

 


"Máninn hátt á himni skín, hrímfölur og grár...."

" Lif og tími líður, og liðið er nú ár, bregðum blysum á loft , bleika lýsum grund. Glottir tungl og hrím við hrönn og hratt flýgur stund. "

Ég sakna þess hver áramót að heyra varla í útvarpi sem heitið geti kveðskap þann sem mér finnst tilheyra þessum tíma þar sem dulúð áraskipta og álfatrúin eru ríkjandi í þáttur. " Nú er glatt í hverjum hól, hátt nú allir kveði, hinztu nótt um heilög jól, höldum álfagleði . Fagurt er rökkrið, við ramman vættasöng, syngjum dátt og dönsum, því nóttin er svo löng. "  Mörg önnur kvæði mætti nefna í þessu sambandi en það atriði að viðhalda menningu byggist ekki hvað síst á því að heyra megi hljóma sem slíka sem víðast á öldum ljósvakans. Rímnakveðskapurinn á margt skylt við rappið sem er túlkun og tjáning líkamans í takti hljóma. Hljóðfærin eru síðan umgjörð til viðbótar en kvæðin eru gull í fjársjóði menningar.

Þessi árstími á fullt af gulli í sjóðum bara þarf að leita það uppi.

kv.gmaria.


Og fyrirtækin leika sér í skattalagaumhverfinu.

Fullt af nýjum fyrirtækjum jafnvel stórrisabissness er stofnað rétt fyrir áramót, af hverju ? Ojú sama gamla sagan að skattgreiðslur eru málið og betra að búa til ný fyrirtæki í lok árs en á því næsta sökum þess að hægt er að " taka nokkur dansspor á skattadansleiknum " akkúrat á þessum tima árs að ég tel. En aðalfréttirnar snúast að venju um það að við föllum á kné og tilbiðjum hinn máttuga markað allra handa , burtséð frá skattumhverfi og skattskilum, afskrifuðu tapi eða öðru þvílíka, sem landsmenn eru að venju ekkert að pæla sérstaklega í á þessum tíma hvort eð er þegar brátt skal flugeldum skotið á loft.

kv.gmaria.


Íslendinga vantar ekki utanaðkomandi ráðstjórn úr Evrópusambandinu að sinni.

Sjálfsákvörðunarréttur þjóða til yfirráða yfir eigin ákvarðanatöku í málum á sem flestum sviðum er spurning um tilverurétt þjóða sem þjóð. Hvort sem ein þjóð er ánægð eða ekki ánægð með sína ráðamenn er sitja við stjórnvölinn hverju sinni þá skyldi það aldrei vera úrræðið að óska eftir því að ákvarðanataka um mál öll sé úr landi færð, þar sem einhvers konar meðaljöfnun úrræða gengur yfir þjóðir er taka þátt í slíkum bandalögum er bitna misvel á þegnum og sérstaða hvers konar fellur fyrír lítið sem léttvæg metin í raun.

Sérhagsmunir Íslendinga eru ekki hvað síst í því fólgnir að við erum eyþjóð í Norður Atlantshafi með fiskimið allt í kring, fiskimið sem eru matarforðabúr og viðskiptaleg tilvera þjóðar til lengri og skemmri tíma í raun hvað útflutningsverðmæti varðar. Við höfum háð stríð Íslendingar varðandi fiskimiðin, þorskastríð við stórveldi gagnvart yfriráðarétti okkar, og allar hugmyndir þess efnis að færa þann hinn sama yfirráðarétt í hendur annarra eru að mínu viti fráleitar.

kv.gmaria.


Öfgar og múgæsing meintra umhverfissinna gegn álverum.

Mér hefur löngum runnið það til rifja hversu óendanlega mikil þversagnakennd einkennir oftar en ekki þá er hæst gala á hæðum sem umhverfissinnar , gegn vatnsaflsvirkjunum og álverum, meðan áhorf á matvælaframleiðslu í fabrikkum til sjávar og sveita er akkúrat ekki neitt.

Þeir hinir sömu hafa ekki nokkurn skapaðan hlut látið sig varða umgengni og aðferðafræði við fiskveiðar hér á landi , augnblik var ekki verið að tala um umhverfisvernd sem heildstæðan hlut ?

Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslyndra bendir á það í grein í Fréttablaðinu í dag að minnsta kosti, sé 600 milljónum hent árlega í formi brottkasts matar úr sæ í hafið aftur í lélegu kerfi sem mönnum hefur enn ekki tekist að breyta til bóta.

Landbúnaður sem inniheldur æ færri bændur með  stærri matvælaframleiðslu til dæmis í mjólk er atriði sem gengur gegn öllum viðteknum viðhorfum raunverulegra umhverfisverndarsinna sem eitthvað hafa kynnt sér málin.

Framvaldir frambjóðendur úr prófkjörum flokka í stjórnmálum reyna nú hver um annan þveran að hneykslast á álverinu í Straumsvík af því það gaf Hafnfirðingum geisladisk og slá sig til umhverfisriddara að virðist í því sambandi. Menn sem sjaldan eða aldrei hafa minnstu skoðun á öðru er tengist umhverfismálum í víðara samhengi og með heildstæðara móti enn sem komið er.

 

kv.gmaria.

 


Og Davíð dró fram smjörstykkið, ár smjörsins ?

Agnar ögn af smjéri eins konar klípa varð tilefni smásögu Davíðs Oddsonar um pólítiska baráttu hér á landi, og aðferðir í því sambandi. Alveg frá þvi að viðtal þetta við hann birtist hafa menn keppst hver um annan þveran að smyrja frásagnir með klípum af smjéri án þess þó að ræða um það hvort réttara sé að segja smjér eða smjör. Davíð hefur varla getað látið nokkuð frá sér fara nema annar hver maður væri með orð hans á vörunum nokkuð lengi, einkum þó pólítiskir andstæðingar og alveg hreint hefur það verið stórfyndið að fylgjast með þvi hvar og hvenær menn ákveða að taka fram smjörið í tíma og ótíma. Upprifjun Kastljóssins í kvöld sýndi einmitt fram á það að bara nú nýlega var fyrrverandi borgarstjóraefni Samfylkingar einmitt með smjörið með sér í viðtali við Björn Inga.

Áfram með smjörið og hver veit nema það verði notað í kosningabaráttu á næsta ári.

kv.gmaria.


Markaðsvæðing stjórnmálaflokka ?

Getur það verið að stjórnmálamenn nútímans séu meira tilbúnir til þess að útþynna stefnu sinna flokka svo það henti betur sem söluvara á markaðstorgi tækifæra til atkvæðaveiða ? Getur stjórnmálaflokkur auglýst sig inn í ríkisstjórn með krafti peninga ? Framsóknarflokkurinn lenti í þeirri neyðarlegu stöðu að standa á palli sem verðlaunahafi í auglýsingaátaki flokksins þar sem honum var meðal annars talið til tekna að hafa komist í stól forsætisráðherra í kjölfarið. Hvilík upphefð ! Samfylkingin er ótrúlega höll undir markaðshyggjuna og dansar þar vangadans við Sjálfstæðisflokkinn að hluta til. Vinstri Grænir róa út á andstöðu gegn vatnafslvirkjunum sem stórkostlegu umhverfismáli þótt ýmislegt annað í umhverfismálum kynni að flokkast ofar en akkúrat andstaða við vatnsaflsvirkjun og orkunýtingu á þann veg.

Einungis Frjálslyndi flokkurinn lætur sig varða matarforðabúr þjóða heims til lengri eða skemmri tíma sem er fiskveiðistjórnun við Íslandsstrendur og vill vinda ofan af þeim stórkostlegu mistökum sem þar hafa átt sér stað í tíð núverandi stjórnvalda.

Hinir flokkarnir hafa endurskoðun þeirra mála ekki í hávegum sem heitið getur , enda markaðssamfélagið tilkomið nákvæmlega á mistökum þeirra hinna sömu flokka við að lögleiða framsal og leigu óveidds fiskjar úr sjó á þurru landi með samþykkt laga á Alþingi.

Þar liggja rætur hinnar gegndarlausu gróðahyggju sem tekið hefur völdin í voru samfélagi og valdið hefur því að Ísland er á góðri leið með að verða borgríki á Reykjanesskaganum sökum atvinnufrelsissviptingar sem aðgerðir við fiskveiðistjórnun í formi kvótabrasks innihéldu og þýddi eignaupptöku hluta landsmanna í raun, og þjóðhagslega verðmætasóun án umhugsunar um afleiðingar þess hins arna til lengri tíma litið.

kv.gmaria.

 


Vantar uppeldismál inn í stefnu stjórnmálaflokka ?

Ég hlýddi á hluta af pisti sem Vilhjálmur Árnason flutti í útvarpinu nú síðdegis. Þar varð honum tíðrætt um það meðal annars hve uppeldismál almennt vega lítið í umræðu um stjórnmál og hagkvæmni og tölulegar upplýsingar mun þyngri á vogarskálum en umræða um gildi og áherslur í þeim málaflokki. Ég er hjartanlega sammála honum í þessu efni því skortur á umræðu um gildi og gildismat er hlutur sem stjórnmálamenn eiga að geta rætt og mótað viðhorf innan eigin flokka sem þeir siðar birta fyrir alþjóð. Formenn stjórnmálaflokkanna í landinu eiga að geta verið boðberar vitundar um gott fordæmi hvað varðar umhugsun um það að í upphafi skyldi endirinn skoða og uppeldi er lykill að heilbrigðu samfélagi fyrr og síðar og nógu margar krónur í málaflokkinn þýðir ekki endilega það að uppeldið batni við það eitt , heldur þarf aðferðafræðin og viðhorf gagnvart fjölskyldu sem einingu að vera leiðarljós þess sem fyrir fer og fordæmi skapar.

kv.gmaria.


Kerfi uppfundin af manninum þurfa að virka SAMAN.

Heilbrigðis og félagskerfi það sem við höfum til staðar hefur marga samvinnu á sínum vegum en betur má ef duga skal segi ég hafandi gengið gegn um reynslu frá kynslóð til kynslóðar hvað varðar göt og gloppur í kerfum þessum, sitt  á hvorum áratug fyrir og eftir aldamótin síðustu. Þar kemur til í raun sams konar úrræðaleysi til handa einstaklingum í heilsufarslegum vanda sem lenda úti í kuldanum utan dyra of lengi án úrræða þannig að viðbótarvandamál er ef til vill árangur af slíku.

Í dag þakka ég Guði fyrir dómskerfið og það atriði að það kerfi hafi með sinni tilstuðlan fengið hin tvö kerfin til samvinnu um bráðnauðsynleg úrlausnarefni hvað varðar heilsufar barns, barnsins míns.

Árið 1993 kvaddi maðurinn minn heitinn þetta jarðlíf að öllum líkindum með því móti að " sprengja heimili sitt í loft upp " en hann lést í brunanum. Þá var sonur okkar fjögurra ára og við höfðum þurft að fara á brott af heimilinu vegna úrlausnaleysis gagnvart hans heilsufarslegu vandkvæðum sem ekki voru barni bjóðandi á þeim tíma. Að hluta til endurtekur sagan sig tíu árum síðar þegar sonur okkar tekur til við fíkniefnaneyslu en tvö ár líða þvi til viðbótar áður en keyrir um þverbak með allra handa tilraunum við úrlausnir í formi opinna úrræða og samþykkis allra handa í félagskerfinu sem ekki virka. Heilsufarslegt vandamál er greint í febrúar á þessu ári og fær þá meðhöndlun sem skyldi en framhaldið í kjöfar þess hefur verið barátta á baráttu ofan til þess að finna samstillt úrræði til handa einstaklingi sem þyrfti á þeim hinum sömu úrræðum að halda og heitir enn barn .

Það er ekki langt síðan ég hringdi í fyrrum landlækni Ólaf Ólafsson vin minn og spjallaði við hann um mín núverandi viðfangsefni en ég hafði á sínum tíma fundað með honum sem þá embættismanni þar sem gloppur í kerfum mannsins varðandi manninn minn heitinn voru fundarefni í kjölfar umkvartana af minni hálfu inn á hans borð. Ólafur sagði við mig , því miður þessar gloppur virðast enn fyrir hendi eftir allan þennan tima , þvi miður.

Endurteknar heimsóknir lögreglu aftur og aftur og aftur,  með ferðalögum með einstakling , barn á bráðadeildir sjúkrahúsa varð þess valdandi að þeir hinir sömu  sögðu við " vistum ekki sjúkling i fangaklefa , hvað þá barn . "  hafandi tekið við barni af heimili sínu i slíkum heilsufarslegum vandkvæðum æ ofan í æ með nokkurra daga millibili að því ásjáandi að örmagna móðir var að niðurlotum komin í tilraunum við að takast á við þá erfiðleika sem við var að etja.

Það var því dómskerfið sem í lok árs 2006 fékk heilbrigðis og félagskerfi til samhæfa vinnu sina við eitt stykki verkefni eins einstaklings sem var STRAX lagður inn á sjúkrastofnun og fundur með læknum hafði fengist fram þar sem lögregla kom með einstakling úr vistun i fangaklefa, barn til þess fundar með svefnvana móður og heilbrigðis og félagsmálayfirvöldum samtímis var fyrir hendi en lögregla sat fundinn að ósk móður til vitnis um ástand einstaklingsins sem þar var um að ræða.

Barnið er nú í umsjá fagaðila er hafa sérþekkingu á því sviði sem þörf er og hafa fundað sérstaklega um læknisfræðileg álitaefni sérstaklega varðandi þetta tilvik nýlega þar sem annars konar meðferð á sér nú stað sem gefur von um bata.

kv.gmaria.


Hirða innflytjendur og framleiðendur lækkun virðisaukaskatts í mars ?

Hin viðtekna venja varðandi hvers konar breytingar hér á landi hingað til , hefur verið sú að oftast hafa launahækkanir á almennum vinnumarkaði ekki fengið notið sín sökum þess að verðhækkanir hafa komið til sögu um leið og skrifað er undir samninga. Núverandi stjórnvöld hafa ákveðið að lækka matarskatta með lækkun virðisaukaskatts sem taka á gildi i mars á næsta ári. Þá bregður svo við að innflytjendur og framleiðendur boða hækkanir um áramótin sem er afar týpiskt tilstand í samræmi við það sem viðgengist hefur áður en breytingin er sú að fulltrúar smásöluverslunar hafa vakið athygli á þessu atriði sem er vel því þeir hinir sömu munu þurfa að standa skil á hækkunum sem þessum þegar á hólminn er komið gagnvart neytendum.

 Forsendur þessarra hækkanna þarf að fá upp á borðið með mati á gildum röksemdum þess efnis hið fyrsta.

kv.gmaria.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband