Við áramót.

Árið sem nú er að líða er ár strembinnar fjallgöngu persónulega þar sem mannleg orka hefur verið nýtt til fullnustu í viðfangsefni þau sem við er að fást. Á þjóðhagslegan mælikvarða er fátt eitt sérstaklega nýtt hvað varðar áhorf mannsins á þau viðfangsefni sem raunverulega blasa við í voru samfélagi. Ríkisstjórnarflokkarnir koma fram með skattalækkanir hálfu ári fyrir kosningar svona eins og til þess að " henda einhverju til almennings " fyrir kosningar sem er fyrir löngu síðan orðið eitthvað sem telst fremur tízka hjá flokkum er setið hafa of lengi við stjórnvöl þessa lands. Úrelt aðferð á sviði stjórnmála sem jaðrar við lágkúru þess að geta gumað sig af að hafa efnt kosningalaoforð í orði kveðnu. Vitundar og skilningsleysi stjórnvalda á eigin skipulagi til dæmis hvað varðar kvótakerfi sjávarútvegs er enn algjört og öll sú hin mikla eignaupptaka sem þegnar þessa lands hafa mátt sætta sig við bótalaust enn sem komið er vegna þessa kerfis er dæmi um hvað offar stjórnvaldsaðgerða getur orsakað þar sem tilfærsla auðs frá fólki til fyrirtækja er algjör.

Hið kalda skammtímamat á gróða og tapi hófst við við innleiðingu verslunnar með aflaheimildir sem lögleitt var og litað hefur meira og minna allt samfélagið í kjölfarið síðan þar sem bankar og fjármálafyrirtæki hafa heldur betur aðlagast þvi tilstandi að veðsetja í topp til skulda hvað sem fyrir verður hægt að veðsetja. Steinsteypa í fermetrum og óveiddur fiskur sem heimild til veiða er hvað efst á vinsældalistanum og hið opinbera tekur þátt í braskinu með því að niðurgreiða vaxtakostnaðinn í formi vaxtabóta til þeirra sem eignast steinsteypu , hinir mega lepja dauðann úr skel þótt skuldi og borgi vexti til þess að halda bönkunum gangandi.

Stjórnvöldum virðist ekki mikið í mun viðhalda fiskistofnum því ekki hefur verið hægt að endurskoða aðferðafræði í tuttugu ár þótt síversnandi staða sé það sem blasir við með tilheyrandi tekjumissi fyrir þjóðfélagið í heild og auðvelt hefði verið að skoða þær aðferðir sem nágrannar okkar Færeyingar viðhafa og hafa viðhaft mjög lengi og gilda einnig um okkur þar sem vitund um vinnu með móður náttúru er fyrir hendi.

Það þarf kjark til þess að viðurkenna mistök hvort sem um er að ræða stjórnun fiskveiða eða eitthvað annað en þann kjark þarf til í þessu efni að mínu viti.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Við áramót leyfi ég mér að óska þér og þínum farsældar á nýju ári, góða gmaria. Þakka þér fyrir samskiptin á Málefnunum á liðnum árum!

Hlynur Þór Magnússon, 31.12.2006 kl. 03:14

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ég óska þér Hlynur og þínum sömuleiðis farsældar á nýju ári og þakka samskipti á Málefnunum og segi velkominn hingað.

Gleðilegt ár Keli og þakkir fyrir samskipti liðinna ára.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.1.2007 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband