Vantar uppeldismál inn í stefnu stjórnmálaflokka ?

Ég hlýddi á hluta af pisti sem Vilhjálmur Árnason flutti í útvarpinu nú síðdegis. Þar varð honum tíðrætt um það meðal annars hve uppeldismál almennt vega lítið í umræðu um stjórnmál og hagkvæmni og tölulegar upplýsingar mun þyngri á vogarskálum en umræða um gildi og áherslur í þeim málaflokki. Ég er hjartanlega sammála honum í þessu efni því skortur á umræðu um gildi og gildismat er hlutur sem stjórnmálamenn eiga að geta rætt og mótað viðhorf innan eigin flokka sem þeir siðar birta fyrir alþjóð. Formenn stjórnmálaflokkanna í landinu eiga að geta verið boðberar vitundar um gott fordæmi hvað varðar umhugsun um það að í upphafi skyldi endirinn skoða og uppeldi er lykill að heilbrigðu samfélagi fyrr og síðar og nógu margar krónur í málaflokkinn þýðir ekki endilega það að uppeldið batni við það eitt , heldur þarf aðferðafræðin og viðhorf gagnvart fjölskyldu sem einingu að vera leiðarljós þess sem fyrir fer og fordæmi skapar.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband