Íslenska ríkisstjórnin tekur við 596 milljóna fjárframlagi frá Evrópusambandinu.
Fimmtudagur, 17. nóvember 2011
Enn hefur íslenska þjóðin ekki verið spurð um það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún kjósi að ganga í Evrópusambandið, samt eru sitjandi stjórnarflokkar að taka við stórum fjárhæðum til þess að undibúa breytingar vegna aðildar..... aðlögunar.
Það er ekkert eðlilegt við þennan framgang mála, ekkert og sýnir það betur og betur hve mjög núverandi ráðamenn ætla að vanvirða lýðræðið í landinu.
kv.Guðrún María.
![]() |
Rökrétt að breytingar séu kostaðar af ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að þora að standa við sannfæringu sína.
Miðvikudagur, 16. nóvember 2011
Pétur Blöndal á hrós skilið fyrir að þora að ganga ótroðnar slóðir og í þessu tilviki gefa upp afstöðu sína til formannskosningar þar sem hann styður konu til formanns í sínum flokki.
Það er alveg rétt hjá honum að formenn hafa meira og minna verið sjálfkjörnir í íslenskum stjórnmálaflokkum árum saman og það atriði að reyna að breyta þeirri viðteknu venju og fagna eða styðja mótframboð til tilbreytingar, til þess að iðka lýðræði, er eitthvað sem ekki er enn sjáanlegt í Sjálfstæðisflokknum, því miður.
Meira og minna hrúgast karlaliðið í stuðning við sitjandi formann, meðan kvenmenn þora ekki að gefa upp sína afstöðu, með öðrum orðum, menn þora ekki að rugga bátnum, nema Pétur Blöndal.
kv.Guðrún María.
![]() |
Pétur styður Hönnu Birnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Málefni innflytjenda og íslenskukennslan.
Miðvikudagur, 16. nóvember 2011
Mikilvægi þess að innflytjendur sem hingað koma aðlagist samfélaginu er það stóra atriði að viðkomandi fái notið kennslu í tungumálinu eins og hér kemur fram hjá Amal Tamini.
Íslendingar hafa ekki staðið sig í því efni að kosta kennslu í tungumálinu til handa þeim er hingað koma til starfa og ef til vill dvalar og íslensks ríkisborgararéttar síðar.
Mín skoðun er sú að skylda hefði átt atvinnurekendur er ráða til sín fólk til atvinnu að kosta slík námskeið að hluta til.
Ég fagna því að sjá Amal Tamini á þingi, hún er öflugur málssvari þeirra sem hingað hafa flust og búa og eiga sér engan talsmann.
kv.Guðrún María.
![]() |
Íslenskukennska fyrir innflytjendur ekki fullnægjandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bara fimmtán prósent af svínum...
Þriðjudagur, 15. nóvember 2011
Óhjákvæmilega varð mér nú hugsað til annarrar framleiðslu í landinu bæði til lands og sjávar og verð að játa að ég skil ekki alveg forsendur fyrir inngripi hér að lútandi af hálfu ráðherra málaflokksins.
Þetta er sagt varða framtíð þjóðarinnar, þ.e að handstýra markaði í svínakjötsframleiðslu.
Afar fróðlegt.
kv.Guðrún María.
![]() |
Hefði áhrif á framtíð þjóðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um daginn og veginn.
Mánudagur, 14. nóvember 2011
Að vissu leyti er það nokkuð sama á hvaða fjölmiðil er hlýtt, sömu álitsgjafa er að finna mánuði eftir mánuði og ár eftir ár gegnumgangandi, það breytist lítið.
Ríkisfjölmiðlarnir sjá dyggilega um að segja ekki of mikið af fréttum af flokkum í stjórnarandstöðunni, sem ætíð eru í mýflugumynd allt eftir því hver situr við stjórnvölinn.
Þannig hefur það alltaf verið hér á landi.
Miðað við gagnrýni á stjórnmálaumhverfi almennt eftir hrun hér á landi þá hefur það til dæmis ekki gerst ljósvakamiðlar hafi aukið magn þátta í sinni dagskrá þar sem kjörnir fulltrúar ræða saman fyrir framan þjóðina.
Það hefi ég alla vega ekki orðið vör við.
Frumkvæði fjölmiðlamanna að fréttaumfjöllun um stjórnmál og framþróun á því sviði er afar sjaldgæft fyrirbæri, því miður og dægurþrasið og þá og þegar skeðir atburðir yfirleitt einungis verkefnavalið.
Hringborðsumræður allra kjörinna flokka á Alþingi Íslendinga á þriggja mánaða fresti væri ekki ofverk ljósvakamiðla í landinu.
nóg í bili.
kv.Guðrún María.
Nýr Landsspitali, skipulag og umhverfismál.
Mánudagur, 14. nóvember 2011
Það var alveg ágætt að fá fram umræðu og gagnrýni frá íbúum í miðbænum varðandi framkvæmdirnar við nýjan Landsspítala sem kom fram i Silfri Egils í dag.
Eins nauðsynlegt og það er að koma starfssemi LSH, saman á einn stað þá er vissulega ekki sama hvernig það er gert, og magn umferðaraukningar í miðbæinn er eitthvað sem einhver hlýtur að vera þess umkominn að leggja mat á með framtíðarspekúleringar í þvi sambandi.
Það er ekki nóg að breikka stuttan hluta Hringbrautar eins og gert var meðan aðkomuaæðar anna ekki umferð til og frá á aðalææðum til og frá borgarhlutum en einkum er það Bústaðavegur og Öskjuhlíðin öðrum megin og hins vegar Kleppsvegur hinum megin þar sem umferðarmannvirki bera ekki þá umferð á annatímum sem þyrfti að mínu áliti ásamt Miklubraut.
Því meiri umræða sem er um þessi mál því betra svo við gerum nú ekki skipulagsvitleysu til framtíðar eins og oft hefur verið gert.
kv.Guðrún María.
Hver ber hina pólítisku ábyrgð á Framtakssjóði Íslands ?
Sunnudagur, 13. nóvember 2011
Það kemur hér fram hjá stjórnarformanni Framtakssjóðsins að hlutverk hans sé meðal annars að endurreisa hlutabréfamarkaðinn, en eru menn að láta sig dreyma um að sami vöxtur verði til og var til staðar fyrir hrun ?
Á að halda gjaldþrota fyrirtækjum gangandi á markaði sem hefur minnkað að umfangi sem aftur hlýtur að skekkja hvers konar samkeppnisforsendur ?
Hvernig á það að skila arði ?
Hver ber pólítiska ábyrgð á stofnun þessa sjóðs ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Arion banki að draga athygli frá eigin völdum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gífurlega málefnalegt innlegg hjá þingmanni Samfylkingarinnar.
Sunnudagur, 13. nóvember 2011
Það skortir ekki áhugann á málefnum Sjálfstæðisflokksins hjá Samfylkingarþingmanninum Merði Árnasyni sem leggur hér fram gífurlega málefnalega færslu í anda hins nýja Íslands, sem núverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar hefur stjórnað einmitt í þessum ekkert nema skattar, anda.
kv.Guðrún María.
![]() |
Herra Ekkert berst við frú Ekkert |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meðan einblýni á Evrópusambandið ræður ríkjum gerist ekkert hér innanlands í efnahagsmálum.
Laugardagur, 12. nóvember 2011
Ábyrgð forkólfa núverandi stjórnarflokka við stjórnvölinn, þess efnis að blanda aðildarumsókn að Evrópusambandinu inn í það verkefni að reisa við efnahagskerfið hér á landi, er mikil.
Raunin er sú að sú ákvarðanataka hamlar framgang ákvarðana á flest öllum sviðum meira og minna að sjá má, til viðbótar því atriði að sundra þjóðinni á tímum sem þessum.
Tímum sem sannarlega var ekki sundrungar þörf, heldur þvert á móti samstöðu.
Þrátt fyrir hina miklu óvissu sem ríkir í Evrópu, getur íslenska ríkisstjórnin ekki brotið odd af sínu oflæti og endurskoðað eigin ákvarðanatöku í þessu efni með því að slá aðildarviðræðum á frest.
Það þarf því nýja ríkisstjórn til þess að taka slíka ákvörðun, þangað til gerist ekkert sem nokkru nemur hér á landi.
kv.Guðrún María.
Sjálfbær efnahagsáætlun með ofursköttum ?
Föstudagur, 11. nóvember 2011
Ég leit í gegnum þetta plagg sem ráðherrann kallar efnahagsáætlun, sem ég fæ nú ekki séð að sé meira en fögur orð og óskhyggja um eitthvað sem varla er hægt að kalla áætlun, þar sem opinber þjónustuverkefni eru hluti af því hinu sama.
Hvergi gat ég séð neinar hugmyndir um það að stuðla að aukinni fullvinnslu afurða hér innanlands og reyndar varla stafkrók um íslenskan landbúnað í þessu plaggi en kanski hefur það farið framhjá mér.
Aukin fullvinnsla afurða hér innan lands er aftur skapar störf og færir útflutning af hrávinnslustigi er kapituli sem lengi hefur verið þarft að skoða til hlýtar.
Tískuorðið sjálfbærni í sambandi við til dæmis hagvöxt er eitthvað sem drýpur nú sem smjör af hverju strái ráðamanna við stjórnvölinn eins hjákátlegt og það er.
kv.Guðrún María.
![]() |
Útflutningsgrunnurinn styrkist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |