Að þora að standa við sannfæringu sína.

Pétur Blöndal á hrós skilið fyrir að þora að ganga ótroðnar slóðir og í þessu tilviki gefa upp afstöðu sína til formannskosningar þar sem hann styður konu til formanns í sínum flokki.

Það er alveg rétt hjá honum að formenn hafa meira og minna verið sjálfkjörnir í íslenskum stjórnmálaflokkum árum saman og það atriði að reyna að breyta þeirri viðteknu venju og fagna eða styðja mótframboð til tilbreytingar, til þess að iðka lýðræði, er eitthvað sem ekki er enn sjáanlegt í Sjálfstæðisflokknum, því miður.

Meira og minna hrúgast karlaliðið í stuðning við sitjandi formann, meðan kvenmenn þora ekki að gefa upp sína afstöðu, með öðrum orðum, menn þora ekki að rugga bátnum, nema Pétur Blöndal.

kv.Guðrún María.


mbl.is Pétur styður Hönnu Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband