Sjálfbær efnahagsáætlun með ofursköttum ?

Ég leit í gegnum þetta plagg sem ráðherrann kallar efnahagsáætlun, sem ég fæ nú ekki séð að sé meira en fögur orð og óskhyggja um eitthvað sem varla er hægt að kalla áætlun, þar sem opinber þjónustuverkefni eru hluti af því hinu sama.

Hvergi gat ég séð neinar hugmyndir um það að stuðla að aukinni fullvinnslu afurða hér innanlands og reyndar varla stafkrók um íslenskan landbúnað í þessu plaggi en kanski hefur það farið framhjá mér.

Aukin fullvinnsla afurða hér innan lands er aftur skapar störf og færir útflutning af hrávinnslustigi er kapituli sem lengi hefur verið þarft að skoða til hlýtar.

Tískuorðið sjálfbærni í sambandi við til dæmis hagvöxt er eitthvað sem drýpur nú sem smjör af hverju strái ráðamanna við stjórnvölinn eins hjákátlegt og það er.

kv.Guðrún María.


mbl.is Útflutningsgrunnurinn styrkist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Guðrún María ég held að þetta fólk hafi ekki hugmynd um hvað það er að gera, og sé annað hvort með jafnlélega ráðgjafa eða hreinlega vaði sjálft áfram, eins og með offitu íslendinga. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2011 kl. 08:50

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Helsti "ráðgjafi" Jarðfræðingsins í Fjármálaráðuneytinu er Heimspekingur.  Á fólk von á einhverju vitrænu úr þeirri átt??????????????

Jóhann Elíasson, 11.11.2011 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband