Ætlum við að láta söluaðila tækninýjunga stjórna okkur ?

Ég hef ekkert að gera við spjaldtölvu, frekar en síma með snertiskjá sem tengdur er netinu, bara ekki nokkurn skapaðan hlut.

Mér nægir einfaldur farsími sem hægt er að hringja í mig og ég get hringt úr, punktur.

Mér nægir einnig að vera tengd netinu heima hjá mér og þar sem ég stíg fæti mínum niður til verustaðar.

Þetta er hins vegar mitt viðhorf á hlutina þar sem ég lít svo á tækni sú sem til staðar er þurfi að nýtast okkur og það atriði að henda peningum í það að kaupa óþarfar tækninýjungar sé álíka því að borða óholla fæðu og sitja uppi með afleiðingarnar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Spjaldtölva jólagjöfin í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upplýsinga og samskiptasamfélagið sem við lifum í.

Ég er hluti af kynslóðinni sem tók þátt í því að aðlagast upplýsingasamfélaginu, með meðal annars þáttöku í umræðum um pólítik á netinu, hér og þar gegnum tíðina.

Þeir sem eru yngri eru en ég, hafa alist upp við það sem sjálfsagðan hlut að upplýsinga og samskiptatæknin sé með þessu móti.

Allt hefur sín mörk og kostir og gallar þess að beintengja sig hverju sem er hvar sem er hvenær sem er, kostar tíma og yfirlegu og mikilvægi þess hins sama að deila og dreifa öllu er afstætt að mínu mati og eftir þvi sem tæknin er meiri og betri til þess arna hefur magnið aukist.

Raunin er sú að það er eins með þetta upplýsingasamfélag og allt annað sem við lesum og nemum að við þurfum að viðhafa almenna mannlega skynsemi og gagnrýni á það hið sama öllum stundum og temja okkur sömu kurteisi í samskiptum og við myndum vilja viðhafa í mannlegum samskiptum annars staðar.

Allt er þetta spurning um það að meta og vega mikilvægi tækninnar þar sem við stjórnum þvi hvað við viljum í þvi efni í stað þess að láta tæknina stjórna okkur.

kv.Guðrún María.


Barnaverndarúrræði ?

Er ekki kominn tími til þess að fara að endurskoða hin opnu úrræði sem og staðsetningu heimila úti á landi ?

Mér finnst það sérstakt að árið 2011, séum við ennþá í sömu aðferðafræði þess efnis að senda börn út á land til þess að laga einhvers konar vanda, líkt og var gert í gamla daga.

Af hverju í ósköpunum hafa sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu ekki komið upp meðferðarstofnunum sem eru hér, í samræmi við fólksfjölda ?

Það atriði að Stuðlar í Reykjavík eigi að anna öllum þeim fólksfjölda á öllu höfuðborgarsvæði er skömm til handa þeim sem standa í forsvari fyrir þennan málaflokk, nú sem áður.

Það er ætlast til þess að foreldrar beri ábyrgð á sínum börnum meðan börn eru börn en hvar er ábyrgðin þegar börn strjúka úr " opnum úrræðum " þar sem mannafli er ef til vill ekki nægur til þess að forða því að börnin strjúki ?

Kanski var þarna ekki um að ræða börn, hver veit, kemur í ljós.

kv.Guðrún María.


mbl.is Leitað á Rangárvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn nýttu ekki tækifærið.

Í fyrsta skipti gafst Sjálfstæðismönnum kostur á því að kjósa konu til forystu í sínum flokki, en það tækifæri gekk þeim úr greipum, þó með því móti að einungis 150 atkvæði skildu að frambjóðendur til formanns.

Nær helmingur flokksins stóð að baki Hönnu Birnu sem aftur segir sína sögu um vilja til endurnýjunnar í forystusveit flokksins.

Sjálfstæðismenn höfðu tækifæri sem þeir nýttu ekki þessu sinni, því miður fyrir þá.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mín pólitíska framtíð óráðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru dýraverndunarsamtök ?

Hér er á ferðinni ómannúðleg ráðstöfun að mínu viti þar sem eitt merki á að nægja og nóg að særa dýr til merkingar einu sinni.

Því til viðbótar er hér tvöfaldur kostnaður sem verið er að innleiða í þessu sambandi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Merki í bæði eyru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og enn ærast vinstri menn við að sjá Davíð.

Að vissu leyti er það með ólíkindum að ennþá skuli andstaða við einn mann vera svo ríkjandi sem raun ber vitni í herbúðum vinstri manna hér á landi, þótt viðkomandi sé horfinn af sjónarsviði stjórnmálanna.

Getur það verið að andstaðan við Davíð Oddson persé, sé límið sem heldur saman vinstri flokkunum ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Þrennt bjargaði Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meirihluti Íslendinga eru kristinnar trúar og Alþingi ber að standa vörð um þá hina sömu þjóðtrú.

Það er hverju samfélagi mikilvægt að eiga sína trú, þrátt fyrir það atriði að umburðalyndi og frelsi gagnvart öðrum trúarskoðunum ríki í landinu.

Hvers konar hráskinnaleikur varðandi það atriði að styggja ekki annað hvort trúlausa ellegar aðra trúariðkendur en kristinnar trúar, er óþarfur því það er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að þjóðkjörið þing standi vörð um þjóðtrú í einu landi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja ákvæði um íslenska þjóðkirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flókið skattkerfi og sífelldar breytingar kosta fjármuni.

Það hefur löngum gleymst að reikna út kostnað við skattabreytingar hér á landi og ánægjulegt að sjá þá tilbreytingu að opinber aðili eins og Rikisskattsjóri bendi á það hið sama í þessu efni.

Það er nokkuð síðan að ég komst á þá skoðun að flatur skattur væri sú leið sem við ættum að fara en sértækar lausnir er þá hægt að sníða kring um hið sama.

kv.Guðrún María.


mbl.is Nýtt skattþrep flækir framkvæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að þessi vissi ekki af launum bankastjóra fyrir hrun.

Það er ekki öll vitleysan eins, heldur aðeins mismunandi og án efa ýmislegt sem menn munu áfram draga fram sem andstæður fyrir og eftir kreppu.

Í ágúst 2008, var Tekjublaðið nýkomið út og sonur minn hafði gluggað í það, en skömmu síðar kom einn fyrrum bankastjóri Glitnis í viðtal í sjónvarpi.

Sonur minn sagði þá við mig. " Mamma þessi er með 65 milljónir á mánuði " og það skal viðurkennt að mér varð orðfátt, því engar útskýringar á því hinu sama var í raun að finna, annað en þetta væri afar óeðlilegt.

Það var einhvern veginn meira himinhrópandi furðulegt að horfa á manninn með vitneskju um hve há laun sá hinn sami hefði.

kv.Guðrún María.


mbl.is Í verslunarferð til Mílanó fyrir kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er grunnþjónusta við heilbrigði og hvað ekki ?

Ráðherra heilbrigðismála sat fyrir svörum í Kastljósi kvöldsins varðandi kostnaðarþáttöku sjúklinga, þar sem meðal annars var rætt um komugjöld sjúklinga sem lítið hefur verið rætt um en sannarlega hafa aukist, þar sem sjúklingar eru sendir fyrr heim og endurkoma vegna sama vandamáls eigi að síður til staðar oft og iðulega.

Sjálf hefi ég að hluta til verið verkefni heilbrigðiskerfis frá því ég slasaðist í byrjun nóvember i fyrra en ef ég hefði ekki fengið með mér samstarfskonu mína í sjúkrabílnum upp á spitala þá hefði ég verið send heim handleggsbrotin þar sem ekki átti að taka mynd af hendinni og ég þá þurft að borga komugjald að nýju.

Vegna þess að fyrsta myndataka af samfallsbroti í hrygg var ekki nógu góð þurfti að endurtaka myndatökuna af hryggnum en þá krafðist samstarfskona mín þess að tekin væri einnig mynd af hendinni sem var gert og úlnliðsbrot kom í ljós og ég var sett í gifs.

Nú síðla sumars kom í ljós að blóðþrýstingur hafði hækkað hjá mér en fyrir hendi var vægur háþrýstingur, og sjúkraþjálfarinn minn mældi mig of háa, næsta dag fór ég í apótek og mældist einnig of há. Ég hringdi þá á mína heilsugæslu og var sagt að koma í mælingu þar sem ég greiddi komugjald í þá hina sömu mælingu.

Hjúkrunarfræðingur sá sem mældi mig sagði mig þurfa að koma að minnsta kosti þrisvar á heilsugæslustöð í mælingu áður en eitthvað yrði gert og ég spurði hvort ég þyrfti þá að greiða komugjald í hvert skipti og hún kvað svo vera.

Það varð þó ekki því ég fékk tíma hjá heimilislækni eftir helgina sem skipti strax um lyf hjá mér, en auðvitað borgaði ég komugjald til hans.

Í raun og veru borga sjúklingar komugjöld hægri vinstri í voru kerfi fram og til baka sem aftur ekki skýrir þann sparnað sem á að vera af því að flýta útskrift af sjúkrastofnunum að mínu viti og það er stórþarft mál að fara nánar ofan í saumana á því hinu sama.

Jafnframt þarf að ræða hvað er grunnþjónusta og hvað ekki og hve mikill hluti af sérfræðiþjónustu er hluti af grunnþjónustu með samningum þar að lútandi.

Flatur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu er heimskuleg aðferð þar sem við höfum haft allan þann tíma til þess að skoða og ígrunda þá þætti þjónustu sem er nauðsyn og þeirrar sem getur hugsanlega minnkað timabundið í þrengingum efnahagslega hér á landi.

kv.Guðrún María.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband