Hver ber hina pólítisku ábyrgð á Framtakssjóði Íslands ?

Það kemur hér fram hjá stjórnarformanni Framtakssjóðsins að hlutverk hans sé meðal annars að endurreisa hlutabréfamarkaðinn, en eru menn að láta sig dreyma um að sami vöxtur verði til og var til staðar fyrir hrun ?

Á að halda gjaldþrota fyrirtækjum gangandi á markaði sem hefur minnkað að umfangi sem aftur hlýtur að skekkja hvers konar samkeppnisforsendur ?

Hvernig á það að skila arði ?

Hver ber pólítiska ábyrgð á stofnun þessa sjóðs ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Arion banki að draga athygli frá eigin völdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og er ekki LÖGBUNDIÐ hlutverk lífeyrissjóðanna að ávaxta félagsgjöld félagsmanna sinna "eins vel og kostur er", ég get ekki séð að það sé gert þarna????????

Jóhann Elíasson, 13.11.2011 kl. 09:16

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er góð framsetning Guðrún og þakka þér fyrir það. Þarna erum við með dæmi um fé með hirði og sennilega marga hirða, en engin ber ábyrgð á neinu. Hvorki fyrir hrun né eftir.

Jón Magnússon, 13.11.2011 kl. 11:27

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir innleggin Jóhann og Jón.

Nei ég er ansi hrædd um að erfitt verði að finna ábyrgð í þessu efni.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.11.2011 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband