50% hækkun gjaldtöku á einu bretti í nýju frumvarpi.

Samkvæmt þessari frétt þá er lagt til að hækka gjald fyrir einkanúmer úr 25 þúsund í 50 þúsund, sem sagt 50% hækkun á einu bretti.

Þótt það sé mér að meinalausu hvað slíkt gjald er, þar sem ég ætla ekki að fá mér einkanúmer, þá gagnrýni ég eigi að síður svo miklar hækkanir í einu lagi sem ég tel ganga gegn meðalhófi því sem stjórnvöld á hverjum tíma skyldu tileinka sér, þar sem það er óréttlátt að Pétur borgi 25 þús í dag en Páll 50 þúsund á morgun.

kv.Guðrún María.


mbl.is Réttlætt með meiri fyrirhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: The Critic

Ef það er einhvað sem er í lagi að hækka þá er það einkanúmer því þau eru hlutur sem fólk hefur ekkert að gera við, það skerðir lífsgæði þín ekkert að vera ekki með einkanúmer.

The Critic, 9.10.2012 kl. 00:42

2 Smámynd: Landfari

Þú þarft nú aðeins að rifja upp stærðfræðina Guðrún því þetta er gott betur en 50% hækkun þó flestum hefði fundist það vel ílagt.

50 % hækkun hækkar það sem fyrir var um helming af því sem fyrir var en hér er um tvöföldun að ræða sem er 100% hækkun.

Landfari, 9.10.2012 kl. 00:57

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já takk Landfari fyrir afar góða athugasemd he he..

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.10.2012 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband