Bloggfærslur mánaðarins, september 2013
Enn má auka skilvirkni og samhæfingu í voru heilbrigðiskerfi.
Mánudagur, 30. september 2013
Að mínu viti er enn þörf á skilvirkni og samhæfingu í einu stykki kerfi sem heitir heilbrigðiskerfi okkar landsmanna, þar sem auknir fjármunir í grunnþjónustu til dæmis geta skilað sér í formi færri verkefna sjúkrahúsa með dýrara þjónustustig.
Fyrir löngu síðan hefði átt að leggja meiri fjármuni í það að auka grunnþjónustu og sérfræðiþjónustu um landið allt til þess að minnka álag á LSH, en hér er um að ræða skipulagslega ákvarðanatöku, þar sem niðurgreiðslur til sérfræðinga verði háðar því að þeir hinir sömu sinni landsfjórðungum á faraldsfæti ef verkefni nægja ekki til staðsetningar á stöðum.
Allt of mikil áhersla hefur verið lögð á það atriði að gera LSH að eina viðkomustað sjúklinga á landinu öllu, þótt auðvitað verði það svo að ákveðin sérhæfing kalli áfram á slíkt þá tel ég að tilvikum megi verulega fækka sem þarf að vísa úr heimahéraði með kostnaði við ferðalög um langveg hvers eðlis sem er, með aukinni þjónustu í landsfjórðungum, þjónustu sem kann að kosta minna en aukinn mannafli á háskólasjukrahúsi í höfuðborginni.
Þessu til viðbótar get ég nefnt að það atriði að samhæfing annars vegar grunnþjónustu úti á landi og hins vegar háskólasjúkrahúss mætti að vera betri þar sem ætlast er til þess að sjúklingar fari í mat lækna á landsbyggð sem ef til vill taka ákvörðun um að senda viðkomandi á LSH, en eftir ferð þangað er viðkomandi ef til vill vísað frá, líkt og sjúkrahúsið telji grunnþjónustuna ekki nógu góða, og að mínu viti endurtekið hafi verið full þörf á aðkomu sjúkrahússins í þeim tilvikum sem ég þekki, en tilheigingin til þess að breyta mati lækna í grunnþjónustunni þvi miður fyrir hendi.
Sökum þess er það betra að sérfræðiaðili sé til staðar úti á landi sem ræður því hvort viðkomandi sjúklingur verður innlagður til mats og fluttur suður eða ei.
Allt þetta samhæfingarleysi kostar peninga, peninga sem má spara.
kv.Guðrún María.
Ekki undanþegin hagræðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skortur á framtíðarsýn, skortur á samvinnu og skortur á samhæfingu.
Mánudagur, 23. september 2013
Hinn íslenski húsnæðismarkaður þarf sannarlega ekki að vera eins og hann er og þar er fyrst og fremst um að kenna skorti á framtíðarsýn á mál öll, þar sem til kemur m.a. skortur á samvinnu sveitarfélaga við uppbyggingu húsnæðis til langtímaþarfa þar sem framtíðarþarfagreining skyldi hafa verið fyrir hendi í stað þess að í sífellu þurfi að vinna á biðlistum sem ekki þjóna þörfum þeim sem lög kveða á um að skuli uppfyllt.
Sveitarfélögin á stærsta svæði landsins hafa mér best vitanlega enga samvinnu um húsnæðismál þessi þótt slíkt væri sannarlega æskilegt, en ef til vill væri það skárra að ráðast í byggingaframkvæmdir til dæmis lítíilla íbúða með samstarfi allra á svæði þessu og heildaryfirsýn fyrir svæðið.
Úr því að hægt er að viðhafa samstarf um samgöngur þá ætti samstarf um húsnæðisuppbyggingu jafnframt að geta verið fyrir hendi að mínu viti.
Meðan sveitarfélög anna ekki þörf íbúa í neyð þá er ekki líklegt að hinn almenni markaður hlaupi þar undir bagga.
Hins vegar væri staðan ef til vill önnur hvað markaðsverð varðar ef eftirspurn minnkaði, eðli máls samkvæmt.
kv.Guðrún María.
Biðlistar eru enn að lengjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekki á færi tekjulágra að leigja húsnæði á höfuðborgarsvæðinu.
Miðvikudagur, 18. september 2013
Staðan í húsnæðismálum er grafalvarleg fyrir fjölda fólks hér á landi sem hefur lágar tekjur, þar sem sá hópur á ekki möguleika á því að taka þátt í uppsprengdu verði húsnæðismarkaðar á fjölmennasta svæði landsins, því miður.
Sveitarfélögin eiga að hafa það hlutverk með höndum að sjá tekjulágum fyrir félagslegu húsnæði, en mér best vitanlega hefur ekki verið lagt í auknar fjárfestingar til þess að byggja félagslegt leiguhúsnæði sérstaklega á þessu svæði þrátt fyrir það ástand sem til staðar er.
Sú gjá sem myndaðist þegar Verkamannakerfið var lagt niður hefur enn ekki verið brúuð og viðbótaráföll eins og fjármálahrun var ekki til að bæta möguleika þess hóps sem hér á í hlut, heldur einungis til þess að fjölga í hópnum þar sem fólk sem missti atvinnu hefur einnig misst frá sér þær eignir sem viðkomandi hafði reynt að eignast, við tekjumissi.
Mín skoðun er sú að skilyrða eigi fjárfestingar lífeyrissjóða landsmanna við ákveðið prósentuhlutfall fjárfestinga í leiguíbúðum, ellegar kaupíbúðum á markaði.
Hversu há prósentutala sú hin sama á að vera skal ég ekki um segja, en það hið sama er þarft að koma í lagaframkvæmd.
Ríkið getur komið á móti sjóðunum með skattaívilnun að mínu áliti.
Það eitt er ljóst að eitthvað þarf að gera í málum þessum.
kv.Guðrún María.
Leigumarkaðurinn algjör frumskógur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þörf orð, að mörgu að hyggja í framtíðarferðaþjónustu hér á landi.
Miðvikudagur, 18. september 2013
Það eitt að fjölga ferðamönnum svo og svo mikið er ekki sjálfgefinn gróði fyrir landsmenn, þar sem það er einfaldlega svo að hinir ýmsu staðir hér á landi sem nú lúta miklum ágangi ferðamanna hafa ekki fengið til sín nægilegt fjármagn til þess að anna þeim hinum sama fjölda með uppbyggingu aðstöðu hér og þar um landið en nokkur umræða hefur farið fram um það hið sama á undanförnum misserum.
Það er því eins og oft áður ágætt að staldra við og reyna að horfa á heildarmyndina og hugsa fram í tímann, hvað varðar samhæfingu og úrræði hvers konar.
Til framtíðar er það öllum til góða.
kv.Guðrún María.
Varist að greina frá leyndardómum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stórkostlegur sparnaður í þvi fólginn að byggja upp hjúkrunarheimili er þjóna samtímaþörf.
Miðvikudagur, 11. september 2013
Því miður er það ekkert nýtt fyrirbæri að LSH, standi frammi fyrir því að skortur á framhaldsúrræðum varðandi sjúklinga sé til staðar, en fyrir löngu síðan var vitað að hækkað aldurshlutfall þjóðarinnar væri eitthvað sem við myndum þurfa að vinna úr og hvort sem um er að ræða sjúkrahótel ellegar hjúkrunarheimili þá er uppbygging slíkra úrræða nauðsynleg sem þjónar þörfum tímans, og þjóðhagslegur ávinningur sem skilar sér.
Mér er í ríku minni mikil greinaskrif fyrrum Landlæknis Ólafs Ólafssonar sem benti ítrekað á nauðsyn þess að byggja sjúkrahótel hér fyrir tveimur áratugum um það bil.
Samhæfa þarf enn frekar, sjúkrahús, heilsugæslu, félags og öldrunarþjónustu hér á landi með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi, og þjóðhagslegan sparnað við notkun og nýtingu sérhæfðra úrræða hvers konar.
kv.Guðrún María.
Tekjuhalli spítalans mikill | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekkert einfalt að verða öryrki.
Sunnudagur, 8. september 2013
Ég vissi það svo sem um það bil tuttugu árum áður en ég sjálf lenti í því að verða öryrki að hið flókna kerfi hér á landi var illfetanlegur farvegur fyrir alla hlutaðeigandi í sömu stöðu.
Mér hefur löngum þótt það algerlega óskiljanlegt hvers vegna einn og sami einstaklingur sem lendir í því að tapa vinnugetu má þurfa þess að fara í tvenns konar mat í kerfi í einu landi, annars vegar hinu opinbera og hins vegar kerfi lífeyrissjóða en þá á ég við læknisfræðilegt mat á því hinu sama.
Þessu til viðbótar er það ekki einu sinni svo að nægilegt sé að senda þeim lifeyrissjóði er síðast var greitt til er viðkomandi tapaði starfsgetu vottorð, eins og lög kveða á um, heldur eru ef til vill aðrir sjóðir sem viðkomandi á réttindi í með sérreglur þar að lútandi og lækna á launum við endurmat............
Ég gagnrýndi þetta atriði fyrir hönd annara en mín á árununum 1995- 1997, en árið 2010 lendi ég sjálf í vinnuslysi sem orsakaði tap á vinnugetu og ekkert hefur enn breyst í þessu efni svo nokkru nemi sem telja verður óviðunandi aulahátt af hálfu aðila allra.
Sjálf var ég til dæmis núna að takast á við það að endurgreiða almannatryggingum tæpa hálfa milljón króna í áföngum, sökum þess að afgreiðsla lifeyrissjóða tók tíu mánuði í stað þriggja, og endurútreikningur á sér einungis stað við tekjuuppgjör skattalega árið eftir.
Með öðrum orðum þegar ég hafði verið búin að fá 145 þúsund of marga mánuði og fékk síðan greiðslur úr sjóðum aftur í tímann, komu skerðingarnar ári seinna við uppgjör, þótt ég hefði látið skerða mig um leið og ég vissi einhverja tölu í því sambandi.
Líkt og maður búi á tveimur pláhnetum annars vegar í almannatryggingakerfi og hins vegar lifeyriskerfinu.
Allur sá kostnaður sem felst í flókindum þessa kerfa til handa einum og sama einstaklingnum, kerfa sem ættu að vinna saman en gera það ekki, er illa skiljanlegur.
Hins vegar treysti ég núverandi ráðherra þessa málaflokks til allra góðra verka og vona að hún nái að lenda þessu máli.
kv.Guðrún María.
Endurskoðar lög um almannatryggingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lagaskylda sveitarfélaga er skýr, en hver er framkvæmdin.... ?
Mánudagur, 2. september 2013
Utangarðsmenn aldrei fleiri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |