Lagaskylda sveitarfélaga er skýr, en hver er framkvæmdin.... ?

Raunin er sú eins og kemur fram í þessari frétt að  amk. sum nágrannasveitarfélög Reykjavíkur uppfylla ekki lagaskyldur sínar varðandi heimilislausa íbúa sína með vandamál við að fást sem hér er um rætt.
 
Tilhneigingin til þess að vísa vandamálum frá sér án þess að vinna í þeim og leita úrlausna er því miður fyrir hendi þar sem gengið er á skjön við allar þær skyldur sem finna má í lögum landsins um það hið sama.
 
Þessi setning  viðmælandans í viðtalinu varð tilefni þessarar bloggfærslu  minnar, þar sem ég er aðstandandi einstaklings í stöðu sem þessari.
 
 
 
 
„Ef við lítum á fíkn og afleiðingu fíknar sem sjúkdóms skýtur það svo skökku við að gatan þyki undir einhverjum kringumstæðum ásættanlegur staður fyrir þá sem eru krónískt veikir. Það þætti líklega ekki henta fyrir aðra sjúklinga með annars konar sjúkdóm.“ " 
 
 
Þetta er svo mikill sannleikur því nákvæmlega hverri krónu sem varið er í að hjálpa einstaklingum til bjargar úr þessari stöðu, forðar frekari kostnaði fram í tímann, svo fremi samhæfing allra aðila er að málum koma sé fyrir hendi.
 
Það gerist ekki þegar hluti sveitarfélaga sinnir ekki sínu félagslega hlutverki og útskúfar einstaklingum og flokkar á þann veg að þeir skuli vera á götunni þar til þeirra sjúkdómi ljúki, sem kanski gerist ekki.
 
Sennilega gerist ekki neitt í þessum málum fyrr en sveitarfélög sem þurfa að bera hita og þunga af einstaklingum með slíka sjúkdóma fá til þess lagaheimild að rukka búsetusveitarfélag viðkomandi aðila af útlögðum kostnaði í viðkomandi sveitarfélagi og er ég þá að ræða alla opinbera þjónustu þar að lútandi.
 
Þá færu hjólin að snúast.
 
 
 
kv.Guðrún María. 
 
 
 
 
 
 

mbl.is Utangarðsmenn aldrei fleiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekki átta eg mig á þessum sjónarmiðum þínum en eitthvað þarf að raða setningum og orðum betur til að betur sé skiljanlegt.

Ljóst er að til þess að sveitarfélögin geti uppfyllt væntingar borgaranna vegna þjónustu og félagslegs öryggis þurfa tekjur að vera nægar. Eða að skorið er niður í rekstri sveitarfélagsins t.d. með minni framkvæmdum.

Öll sveitarfélög þurfa að greina þörfina á sem flestum sviðum og forgangsraða verkefnum. Eg skil þannig ekki hvers vegna sum sveitarfélög eru að ráðast í dýrar framkvæmdir meðan öðrum mikilvægum þáttum samfélagsins er illa eða alls ekki sinnt. Mörg dæmi eru um það, sérstaklega hjá þeim sveitarfélögum þar sem þiggjendur þjónustu eru margir en tekjuháir skattgreiðendur tiltölulega fáir. Gildir þetta m.a. í þeim sveitarfélögum þar sem meðalaldur íbúa er tiltölulega lágur, mikið af tekjulágum barnafjölskyldum en þar eru væntingar til samfélagsþjónustu einna mestir.

Nú þarf landslýður að skoða þessi mál vel í vetur og veita þeim stjórnmálamönnum og konum lið sem standa sig með prýði.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 2.9.2013 kl. 16:33

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðjón, get ekki sagt það öðruvísi sem ég ræði að öðru leyti en því að sveitarfélagið sem ég er að tala um heitir Hafnarfjörður og er undir stjórn sömu flokka og sátu í fyrrverandi ríkisstjórn landsins.

Það er ekkert eðlilegt að það sveitarfélag, frekar en önnur sveitarfélög kring um höfuðborgina Reykjavík vísi frá sér óleystum vanda skráðra íbúa, sem eru án heimilis í sínum sveitarfélögum, til úrlausna í Reykjavík.

Því hinu sama sveitarfélagi undir stjórn núverandi aðila lá mikið á að henda mér út úr félagslegri leiguíbúð eftir að ég hafði slasast í vinnu fyrir sama sveitarfélag og orðið fyrir tekjumissi, en skömmu síðar var hægt að fella niður skuldir íþróttafélaga í bænum, jú það er forgangsröðun vissulega, eða hvað !

Tveimur fötluðum einstaklingum var þar með hent á götuna án viðræðu eða úrlausna mér og mínu barni sem nú er fullorðin einstaklingur og á í vanda þeim sem hér um ræðir.

því miður.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.9.2013 kl. 01:39

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Leitt er að heyra af reynslu þinni en Félagsmálastofnanir sveitarfélaga eiga að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna.

Hefurðu reynt að leita réttar þíns gegnum stuðningsaðila t.d. Öryrkjabandalagið eða önnur félagasamtök ef allar leiðir eru lokaðar? Oftast reynist félögum að ná betri árangri en einstaklingurinn í glímunni við þá sem ferðinni ráða.

Einnig má hugsanlega skjóta málinu til Félagsráðuneytisins en sennilega er ekki hyggilegt að bera þessi á torg nema engin von er um úrbætur.

Vona að þér gangi betur að gæta hagsmuna þinna sem mér finnst mikilvægast af öllu.

Guðjón Sigþór Jensson, 3.9.2013 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband