Ekki á færi tekjulágra að leigja húsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Staðan í húsnæðismálum er grafalvarleg fyrir fjölda fólks hér á landi sem hefur lágar tekjur, þar sem sá hópur á ekki möguleika á því að taka þátt í uppsprengdu verði húsnæðismarkaðar á fjölmennasta svæði landsins, því miður.

Sveitarfélögin eiga að hafa það hlutverk með höndum að sjá tekjulágum fyrir félagslegu húsnæði, en mér best vitanlega hefur ekki verið lagt í auknar fjárfestingar til þess að byggja félagslegt leiguhúsnæði sérstaklega á þessu svæði þrátt fyrir það ástand sem til staðar er.

Sú gjá sem myndaðist þegar Verkamannakerfið var lagt niður hefur enn ekki verið brúuð og viðbótaráföll eins og fjármálahrun var ekki til að bæta möguleika þess hóps sem hér á í hlut, heldur einungis til þess að fjölga í hópnum þar sem fólk sem missti atvinnu hefur einnig misst frá sér þær eignir sem viðkomandi hafði reynt að eignast, við tekjumissi.

Mín skoðun er sú að skilyrða eigi fjárfestingar lífeyrissjóða landsmanna við ákveðið prósentuhlutfall fjárfestinga í leiguíbúðum, ellegar kaupíbúðum á markaði.

Hversu há prósentutala sú hin sama á að vera skal ég ekki um segja, en það hið sama er þarft að koma í lagaframkvæmd.

Ríkið getur komið á móti sjóðunum með skattaívilnun að mínu áliti.

Það eitt er ljóst að eitthvað þarf að gera í málum þessum.

 

 

kv.Guðrún María. 

  

 

 


mbl.is Leigumarkaðurinn algjör frumskógur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skattaívlnanir eru ekki rétta svarið. Bankar og fjármálastofnanir þurfa einfaldlega að setja eignir sínar á markað og hætta að sprengja upp verðið á fasteigna- og leigjenda markaði.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.9.2013 kl. 08:08

2 identicon

eins og elín segir að þá þurfa bankanir að losa um sín eignarsöfn. þeirra hegðun er gegn hagsmunum allra í þjóðfélaginu hvort sem það er fólk að byrja að leiga eða kaupa eða fyrirtæki í sömu stöðu.

persónulega þykir mér verkamannabústaðir, skattaívilnanir og alls konar bætur ekki réttar. það heldur fólkinu á "sínum" stað. fólk á bara að hafa nóg úr sinni vinnu til að gera lifað almennilegu lífi og séð um sína fjölskyldu. það þýðir ekki að manneskjan á kassanum í bónus sé á sömu launum og forstjórinn.

ávöxtunarkröfur þeirra sem hafa fjármuni er að gera útaf við landð (reyndar eins og í öðrum löndum)

einnig finnst mér að fólk eigi að geta nýtt lífeyrinn sinn í td húsakaup. að neyða fólk til að borga í fjárfestingasjóð er fáranlegt.

tryggvi (IP-tala skráð) 18.9.2013 kl. 12:26

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Hélt að þetta væri ekki hægt að eyða tryggingarfénu.Leigusalar eiga ekki að geta gengið að tryggingarfé sí sí svona og þarna hlýtur að vera um lögbrot að ráða.Annars lagði ég til í bloggfærslu að létt yrði af 20% fjármagnstekjuskattur sem leigusalar borga af 30% leiguverðs og fengu auk þess vaxtabætur af lánum húsnæðisins eins og þeir sem búa í eigin húsnæði.En hvorugtveggja yrði með þeim skilyrðum að leigan yrði lækkuð og færi ekki uppfyrir ákveðna upphæð per m2 húsnæðis eða/og stærð leiguhúsnæðis í herbergjum talið.Er þetta hugsanlega lausn?

Jósef Smári Ásmundsson, 18.9.2013 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband