Enn má auka skilvirkni og samhæfingu í voru heilbrigðiskerfi.

Að mínu viti er enn þörf á skilvirkni og samhæfingu í einu stykki kerfi sem heitir heilbrigðiskerfi okkar landsmanna, þar sem auknir fjármunir í grunnþjónustu til dæmis geta skilað sér í formi færri verkefna sjúkrahúsa með dýrara þjónustustig.

Fyrir löngu síðan hefði átt að leggja meiri fjármuni í það að auka grunnþjónustu og sérfræðiþjónustu um landið allt til þess að minnka álag á LSH, en hér er um að ræða skipulagslega ákvarðanatöku, þar sem niðurgreiðslur til sérfræðinga verði háðar því að þeir hinir sömu sinni landsfjórðungum á faraldsfæti ef verkefni nægja ekki til staðsetningar á stöðum.

Allt of mikil áhersla hefur verið lögð á það atriði að gera LSH að eina viðkomustað sjúklinga á landinu öllu, þótt auðvitað verði það svo að ákveðin sérhæfing kalli áfram á slíkt þá tel ég að tilvikum megi verulega fækka sem þarf að vísa úr heimahéraði með kostnaði við ferðalög um langveg hvers eðlis sem er, með aukinni þjónustu í landsfjórðungum, þjónustu sem kann að kosta minna en aukinn mannafli á háskólasjukrahúsi í höfuðborginni.

Þessu til viðbótar get ég nefnt að það atriði að samhæfing annars vegar grunnþjónustu úti á landi og hins vegar háskólasjúkrahúss mætti að vera betri þar sem ætlast er til þess að sjúklingar fari í mat lækna á landsbyggð sem ef til vill taka ákvörðun um að senda viðkomandi á LSH, en eftir ferð þangað er viðkomandi ef til vill vísað frá, líkt og sjúkrahúsið telji grunnþjónustuna ekki nógu góða, og að mínu viti endurtekið hafi verið full þörf á aðkomu sjúkrahússins í þeim tilvikum sem ég þekki, en tilheigingin til þess að breyta mati lækna í grunnþjónustunni þvi miður fyrir hendi.

Sökum þess er það betra að sérfræðiaðili sé til staðar úti á landi sem ræður því hvort viðkomandi sjúklingur verður innlagður til mats og fluttur suður eða ei.

Allt þetta samhæfingarleysi kostar peninga, peninga sem má spara.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 


mbl.is Ekki undanþegin hagræðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Samkvæmt EXEL er samþjöppun af hinu góða og allt betra eftir því sem stærðin eykst.

En á þetta við um heilbrigðiskerfið okkar? Er vit í því að þjappa saman allri heilbrigðisþjónustu á einn stað?

Þegar vandi Landspítalans er skoðaður má sjá að hann nær langt aftur. Í raun má segja að farið hafi að halla undan fæti þegar Landspítali og Borgarspítali voru sameinaðir. Þá hvarf á einum degi öll samkeppni á þessu sviði. Samkeppni er að margra mati bannorð þegar rætt er um heilbrigðismál, en ætti þó ekki að vera það. Þegar hún hvarf, hvarf einnig sú viðleitni að keppa að betri þjónustu, það var ekki lengur við neinn að keppa. Launamálin urðu einfaldari, þar sem hægt var að skammta laun til þeirra sem þarna vinna, þeir höfðu jú ekki lengur að neinu öðru að hverfa, nema flytja úr landi.

Það mætti lengi telja upp atriði sem hurfu við sameiningu þessara tveggja höfuðspítala okkar, en ávinnungurinn var rýr, einungis fækkun örfárra stjórnenda. Sá hagnaður hvarf þegar sú snildarlausn var fundin að skipta verkum milli þessara tveggja staða. Þá ukust flutningar með sjúklinga milli þeirra stórlega og víst að kostnaðurinn við það er margfallt meiri en sá sparnaður sem náðist með því að fækka um einn forstjóra og nokkra starfsmenn næsta honum.

Við erum fámenn þjóð sem vill góða heilbrigðisþjónustu. Landið okkar er ríkt af auðlindum og því ætti ekki að vera mál að halda hér uppi góðri heilbrigðisþjónustu. En landið er einnig strjálbýlt og því verður að veita þessa þjónustum vítt um land, ekki safna henni saman á einn stað.

Hvort það sé lausn að fara aftur í tíma og splitta upp Landspítalum skal ósagt látið. Víst er að þjónar EXELs munu standa hart gegn slíku. En hitt er ljóst að meðan við getum ekki rekið þennan spítala af sæmd, er tómt mál að tala um nýjann fyrir einhverja tugi milljarða.

Við verðum að styrkja það sem fyrir er, sérstaklega smærri stofnanir. Ef þær styrkjast mun létta á Landspítalanum og hans vandi verða auðleystari.

Hvaða vit er í því að láta heila hæð á sjúkrahúsinu á Akranesi standa auða og vera notaða sem geymsluhúsnæði? Hvaða vit er í því að láta fullkomna skurðstofu í Keflavík safna ryki? Það væri hægt að telja upp fjölda slíkra glórulausra dæma, þar sem heilum deildum hefur verið lokað og sum sjúkrahús gerða að einskonar heilsgæslustöð.

Svo er fólk hissa á að illa gangi að manna þessar stofnanir út um landið, hissa á vanda Landspítalans, sem hefur þurft að taka við öllu því fólki sem áður var sinnt á þessum smærri stofnunum.

Og hver var svo sparnaðurinn af þessu öllu? Enginn, akkúrat enginn! Stór auknir flutningar með sjukt fólk étur allan hagnaðinn upp og það sem verra er að aðstandendur hafa þurft að leggja á sig löng ferðalög, með tilheytrandi vinnutapi til að heimsækja sína nánustu!

Það væri gaman ef einhver reiknaði út þann "sparnað" sem sækja átti. Mér segir svo hugur að kostnaður ríkisins vegna þessara "sparnaðaraðgerða" sé mun hærri en það sem sparaðist og við það bætist tap þjóðarbúsins vegna vinnutaps aðstandenda og ferðalaga þeirra.

Miðstýring heilbrigðiskerfis í strjálbýlu og fámennu landi er af hinu illa. Að safna allri þjónustu á einn stað er einungis til að auka kostnað, bæði fyrir ríkissjóð og landsmenn alla.

Þetta átti nú bara að vera smá athugasemd hjá mér Guðrún María, til að taka undir þitt mál. En stundum missi ég mig á lyklaborðið og vona ég að þú fyrirgefir mér það.

Gunnar Heiðarsson, 30.9.2013 kl. 09:45

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gunnar og takk fyrir þitt innlegg sem ég er mjög svo sammála. Raunin er sú að til dæmis hækkun eldsneytisverðs hefur gert það að verkum að raska öllum áætlunum um vegaakstur svo og svo mikið milli staða hvort sem er til vinnu ellegar við flutninga sjúkra milli staða.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.10.2013 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband