Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013

Tilraunir til endurskoðunar stjórnarskrár eru fyrir löngu orðin " pólítiskur skrípaleikur "

Mál þetta allt frá upphafi til enda er með því móti að engu tali tekur.

Sú ákvörðun sitjandi stjórnvalda að setja óunnar tillögur stjórnlagaráðs í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu án umræðu á þingi eru fáheyrð vinnubrögð og einungis til þess fallið að búa til enn frekari vandræðagang um mál þetta.

Vandræðagang sem þó var til komin er tillögur þessar litu dagsins ljós og meirihluta þingheims mátti ljóst vera að gætu ekki orðið að stjórnarskrá i þeirri hinni sömu mynd.

Lýðskrumið um mál þetta hefur náð nýjum hæðum í íslenskum stjórnmálum hvort sem um er að ræða sitjandi stjórnvöld ellegar hluta af þeim flokkum sem þykjast vilja eigna sér mál þetta sem aðal....mál.

Það gæti því orðið erfitt að meta hver mun teljast Lýðskrumsmeistrari meistaranna í þessu efni.

 

kv.Guðrún María. 


mbl.is Óánægja innan Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað veldur því að rannsóknir skortir á heimilisofbeldi hér á landi ?

Miðað við  magn aðkomu lögreglu að málum sem þessum er það furðulegt að ekki skuli liggja fyrir rannsóknir af einhverjum toga um mál þetta.

 

Svo sem hver er gerandinn sem og hve margir eru þolendur þess hins sama ?

 

Fer einhver úrvinnsla fram í kjölfarið og þá hvernig til handa þolendum ?

 

Því miður segir mér hugur um að hér sé falinn eldur í voru samfélagi.

 

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 


mbl.is Heimilisofbeldi á sér stað daglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkur orð um geðheilbrigðismálin.

Fyrir löngu, löngu síðan hefði það átt að vera komið til sögu að sérstök gjörgæsludeild fyrir veikustu einstaklinga geðdeilda væri til staðar svo mikið er víst, en sú er þetta ritar hefur gengið göngu með einstaklinga í þörf fyrir þessa þjónustu í all mörg ár og á stundum finnst manni þróun hvers konar hafa staðið í stað.

Það atriði að þjónusta göngudeildar bráðageðdeildar sé einungis opin lítinn hluta sólarhrings segir meira en mörg orð um forgangsröðun sjúkdóma í voru samfélagi.

Að mínu viti hefur samfélag vort verið að harðna varðandi alvarlega veika fíkla með geðsjúkdóma síðasta áratuginn en hin samfélagslegu úrræði ríkis og sveitarfélaga hafa verið misvísandi þar sem skortur á samhæfingu, eftirfylgni og nauðsynlegri úrvinnslu í málum einstaklinganna hefur verið fyrir hendi.

Tilhneiging þess efnis að vísa vandamálunum frá sér einhvern veginn með óviðundandi úrlausnum hefur því miður verið fyrir hendi.

 Heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu er af skornum skammti og aðkoma þeirrar hinnar sömu að geðheilbrigði er mér best vitanlega lítil sem enginn, sem er stjórnunarlegt skipulagsvandamál og mætti sannarlega breyta.

Öðru máli gegnir um heilsugæslu úti á landsbyggðinni sem þarf að fást við allt sem kemur upp í héraði, þar er þó tekist á við þau vandamál sem upp koma og aðilar virkjaðir til samvinnnu um mál.

Á tímum niðurskurðar þurfum við að ákveða hvaða fjármunir fara í hvað og niðurgreiðsla heimsókna sjúklinga á einkastofur geðlækna úti í bæ, skyldu heyra sögunnni til, meðan ekki er hægt að viðhafa geðheilbrigðisþjónustu sem skyldi á bráðasjúkrahúsi landsins.

 

 

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is Aukið ofbeldi á geðdeildum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hey, hey.

Afar fróðllegt. 

Það skyldi þó aldrei vera að menn færu að nota og nýta ræktað land á Íslandi enn betur en verið hefur með útflutning á heyi af íslenskum ökrum.

 

 

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is Mikil aukning í útflutningi á heyi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og allir vilja Lilju kveðið hafa.

Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með næstu þingkosningum þar sem hver um annan þveran ætlar að bjóða fram sinn flokk til Alþingis.

Vissulega lifum við í smákónga og keisaraveldi þar sem skeggbroddur eins kann að skyggja á skeggbrodd næsta manns í orðanna hljóðan í stefnuskrá flokka.

Allir vilja Lilju kveðið hafa, þessu sinni rétt eins og stundum áður, en sem aldrei fyrr eftir að eitt þjóðfélag upplifði hrun.

Þurfti allt að hrynja til þess að vekja áhuga á stjórnmálum, spyr sú sem ekki veit ?

Svolitið skrítið. 

 

Sjálf er ég sáttur félagi í Framsóknarflokknum þar sem ég hef upplifað samvinnu og samstöðu um framgang mála í voru samfélagi.

 

Samvinnu og einingu sem er lykill að framgangi mála. 

 

kv.Guðrún Maria. 

 

 


mbl.is Yfir tuttugu framboð búa sig undir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilraunir Samfylkingarþingmanns, til yfirklórs í stærsta lýðskrumi síðari ára.

Raunin er sú að langt er síðan að þingmenn vissu að tillögugerð sú sem stjórnlagaráð skilaði af sér væri EKKI efni í stjórnarskrá, nema að litlu leyti, og um það hið sama ríkti ekki nokkur einasta sátt.

Hráskinnaleikur þess efnis að setja málið óunnið í ráðefandi þjóðaratkvæðagreiðslu var til þess að toppa flest annað í þessum lýðskrumsleikaragangi flokka þeirra sem setið hafa við stjórnvöl landsins.

Álit Feneyjanefndarinnar tók síðan undir gagnrýni þá sem áður hafði komið fram á tillögugerðina sem betur hefði verið unnið með áður en málið var sett í þjóðaratkvæði með tilheyrandi kostnaði.

 

 

kv.Guðrún María. 

 

 


mbl.is Valgerður: Mér er ómögulegt að þegja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilkoma stjórnlagaráðsmanna í póltík, grefur endanlega tilganginn um stjórnlagaþing.

Það er ekki öll vitleysan eins hér á landi, heldur aðeins mismunandi, annað verður ekki sagt.

Tilgangur stjórnlagaþings, ellegar skipaðs ráðs stjórnvalda er farinn veg allrar veraldar þegar fulltrúar þeir sem þar sátu hafa ákveðið að bjóða sig fram til þings í baráttu gegn þeim sem þá hina sömu skipuðu í ráð þetta.

Þvílíkt og annað eins sjónarspil er vandfundið, og eins og áður sagði er ekki öll vitleysan eins, heldur aðeins mismunandi.

 

 

kv.Guðrún María. 


mbl.is Líkti forseta Alþingis við Trampe greifa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðskrumsflugeldasýningin um nýja stjórnarskrá er í boði sitjandi stjórnvalda.

Núverandi ríkisstjórn efndi til stjórnlagaþings og eyddi fjármunum í fundahald og kosningar til þess hins sama undir formerkjum lýðræðisins. 

KOSNINGAR ÞÆR SEM FRAM FÓRU VORU DÆMDAR ÓLÖGLEGAR, og hvað gerði þessi ríkisstjórn ?

Hún sniðgekk dóminn og SKIPAÐI efstu menn úr hinni ógildu kosningu í " stjórnlagaráð " með öðrum orðum pólítiskt ráð sitjandi stjórnvalda í landinu.

Ráð sem síðan kom saman og skilaði tillögum sem EKKERT VAR GERT MEÐ , innan þings og málið síðan sett hráunnið í þjóðaratkvæðagreiðslu, svona til þess að gera eitthvað þott það hið sama kostaði verulega fjármuni úr ríkissjóði, rétt eins og skipun í stjornlagaráðið.

Þvílík og önnur eins vinnubrögð og farið hafa fram sem ákvarðanir sitjandi valdhafa í máli þessu eru eitthvað sem lengi  verður í minnum haft og mun lúta sérstakri söguskoðun í framtíð sem furðulegt fyrirbæri á stjórnmálasviðinu hér á landi.

Þessu til viðbótar hafa hinir skipuðu fulltrúar stjórnlagaráðs, sem VG og Samfylking skipuðu úr hinni ógildu kosningu, ruðst fram sem handhafar sannleika og réttlætis allra handa og eru komnir í framboð til Alþingis með þann hinn sama sannleika, hver um annan þveran, sem þeir sjálfir skópu og hafa ekkert við að athuga þótt, verulega margir séu allsendis ekki sama sinnis.

Þessi tilraun til þess að endurskoða stjórnarskrá vora hefur því sjálfkrafa fallið um sjálft sig að mínu viti og hvers konar tilraunir stjórnarþingmanna til þess að bera í  bætifláka fyrir þróun þessa máls bera flestar að sama brunni.

Núverandi flokkar höfðu ekki bein í nefinu til þess að taka ákvörðun um að kjósa aftur, ellegar að fresta máli þessu þegar ljóst var að tillögur þessar væru ekki grunnur að nýrri stjórnarskrá nema síður væri.

 

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is Líkti Framsóknarflokknum við flugeld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn.

Ég var svo einstaklega heppin að fara í Reykjavíkina daginn fyrir óveðrið, en hér í Fljótshlíðinni hefur ekki snjóað eins og fyrir sunnan en snælduvitlaust veður eigi að síður, það versta sem ég hefi upplifað hér, með ösku og moldroki sem tilheyrir í þessum veðuraðstæðum hér.

 Mér varð hugsað til þess í dag að það væri ferlegt að komast ekki út fyrir veðri og fór að velta fyrir mér hvað ég ætti að gera innanhúss, en prjónaskapur og þrif urðu meginverkefni dagsins, eins og oft áður, ásamt því að skjótast út og loka öskutunnunni sem dansaði opin í vindinum.

Ég fór svo að velta því fyrir mér af hverju manni fyndist svo ferlegt að komast ekki út, þar sem aðra daga þegar maður kemst út, eyðir maður deginum samt sem áður innandyra amk. 80 %. alla jafna.

Jú þegar náttúruöflin skerða frelsismöguleikana hvað útivist varðar þá bregst maður við með því að reyna að finna " meira að gera " innanhúss þann daginn af því maður kemst ekki út.

Ég þurfti alla vega ekki að berjast um í snjósköflum heldur einungis að þurrka ösku úr gluggum, og það má þakka fyrir.

 

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

 


" Byltingarlýðskrumið " um gerð stjórnarskrár fellur á tíma, sem betur fer.

Hver og einn sem fylgst hefur með máli þessu og þróun þess er margs vísari í afskaplega undarlegri meðferð sitjandi valdhafa, við tilraun til þess að endurskoða stjórnarskrá landsins.

Með trommuslætti og upphrópunum um einhverjar breytingar .... bara.... einhver veginn, alveg sama þótt mikill meiri hluti sérfræðinga segi tillögugerðina lélega og ónothæfa á köflum.

Samt skal hamrað á því að klára málið " einhvern veginn............ "  að virðist til þess að þjóna pólítískum hagsmunum þeirra er telja sig riddara  " byltingarinnar á Austurvelli " allra handa, til bjargar þjóðinni úr kreppu...... og hafa hugsað sér að bjóða sig aftur fram til þings.

 

 

kv.Guðrún María. 

 

 


mbl.is „Víst er hægt að klára þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband