Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013

Það er svo friðsælt að vera ekki í framboði fyrir Alþingiskosningar.

Sú er þetta ritar hefur tekið þátt í pólítik og framboðum fyrir síðustu þrjár alþingiskosningar en er nú afskaplega ánægð með að vera ekki á kafi í slíki baráttu að öðru leyti en því að vera ánægður flokksmaður í Framsóknarflokknum, þar sem efnilegt og dugmikið fólk er í framboði fyrir þann flokk sem ég styð heilshugar.

Nútíma kosningabarátta inniheldur mikla vinnu þeirra sem bjóða sig fram til starfa ekki hvað síst þar sem landsbyggðarkjördæmin eru stór, landfræðilega séð og flakk milli staða hornanna á milli er mikið fyrir þá sem þar taka þátt.

Allt hefur sinn stað og tíma og ekki dettur mér það í hug að ég sjálf sé ómissandi hvað varðar það atriði að vera á kafi í stjórnmálum endalaust þótt ég muni sjálfsagt ætíð hafa skoðun á landsmálum.

Það er gott að sjá allt það unga fólk sem nú gefur kost á sér til starfa í stjórnmálum,

því ber að fagna því þeirra er framtíðin.

 

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 


Um daginn og veginn.

Ég er þreytt eftir ökutúr kvöldsins og símtöl á símtöl ofan til þess að leita lausna á ákveðnum viðfangsefnum við að fást, en það sem okkur færist í fang í lífinu er verkefni hvers eðlis sem er og verkefnanna verður að leita mögulegra lausna á, hverju sinni af fremsta megni.

Í þessu tilviki fannst ákveðinn lausn um tíma, með góðra manna hjálp og samvinnu og það er vel.

Ég reyni að halda mig við það efni að pakka niður minni búslóð að nýju hvern dag, eins og heilsutetrið leyfir, sem og að leita að næsta mögulegum verustað fyrir mig sjálfa, nær höfuðborginni eða þar um slóðir.

Hef ekki fengið eitt svar við auglýsingu eftir ibúð ekki eitt, og ef til vill er það staðan á leigumarkaði.

Heyrði í blessuðum Tjaldinum í kvöld og það stilmplaði vorið inn í minn huga, bíð eftir að sjá hann á morgun. 

Umhugsun um píslargöngu frelsarans er hluti af páskum alla jafna, þar sem maður finnur á stundum samjöfnuð með einhver atriði í eigin lífi.

Upprisan gefur eigi að síður boðskap um  von, von sem vort líf þarf svo mjög á að halda.

Óska öllum ánægjulegrar páskahátíðar.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Lýðskrumið um stjórnarskrána var í boði sitjandi flokka í ríkisstjórn.

Því ber að fagna að mál þetta skuli loks hafa verið sett út af borðinu á þessu þingi, en fyrir löngu gat þessi ríkisstjórn gert sér grein fyrir því að málið var í algjörum ógöngum efnislega sem og hvað varðar feril máls þessa á hinum ýmsu stigum, hvað aðgerðir varðar ellegar aðgerðaleysi.

Slíkt er ekki boðlegt sem vinna við breytingar á stjórnarskrá landsins.

 

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is Tillaga Árna Páls samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að breyta ergelsi og pirru í reykelsi og mirru.

Hafi maður ekki nægileg verkefni við að vera þá er að skapa sér þau og það er alltaf hægt, þótt svo maður geti ekki alla hluti líkamlega eins og í mínu tilfelli,  þá getur maður eigi að síður einbeitt sér að því sem fellur innan þeirra marka.

Það hjálpar mikið þegar eitthvað gengur manni mót, svo mikið er víst.

Því miður er ég ekki nógu dugleg að fara í gönguferðir hér í Fljótshlíðinni vegna þess einfaldlega að ég er svo mikill aumingi að labba upp brekkuna sem afleggjarinn niður á veg inniheldur, en allt hefur sinn stað og tíma og ég vonast til að taka aftur til við göngutúra ef ég verð á næsta verustað mínum á jafnsléttu. 

Sjúkraþjálfunin mín á Hvolsvelli hjálpar mér til þess að halda í heilsutetrið sem ég á eftir.

Birta vorsins sem eykst dag frá degi, gefur hlýju í sálina, svo ekki sé minnst á það að fá hund í heimsókn öðru hverju, ekkert er eins heimilislegt fyrir mig bóndadóttur úr sveit.

Það styttist í sauðburðinn og þá tekur við törn hjá bændum hér í kring um mig, eðli máls samkvæmt.

Öðru hvoru finn ég ekta fjósalykt sem fyrir mig er eins og ilmvatn minninga úr bernskunni.

Blessaður jökullinn minn er alltaf jafn fallegur hér við hliðina á mér og fjöllin allt um kring, svo ekki sé minnst á Eyjar í sjónmáli.

Bíð eftir því að sjá Tjaldinn sem fyrir mig er alltaf vorboðinn, ásamt Lóu, Spóa og Hrossagauk, og Kríu,  sem saman spila sinfóníu vors og sumars að öðrum fuglum ólöstuðum.

 

Veröldin er full af ýmsu, fagurlega gerðu,

ef að aðeins örlítið af tíma þínum verðu.

Til að líta kring um þig og sjá það sem að er,

finnur þú að fegurðin, fylgir alltaf þér.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

 

 

 


Tilgangslaust að fresta þinglokum.

Vonandi verður það ekki ný tíska að þing sé starfandi fram að nýjum kosningum til þess hins sama.

Að mínu viti er það ekki af hinu góða, burtséð frá afrekum ellegar afrekaleysi sitjandi valdhafa hverju sinni.

 

kv.Guðrún María. 


mbl.is 48 mál á dagskrá á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samvinna kynjanna á stjórnmálasviðinu er nauðsynleg.

Sú er þetta ritar tók um tíma virkan  þátt í stjórnmálum og oftar en ekki var ég þá í hópi eldri karlmanna um tíma fyrir það eitt að ræða fiskveiðistjórnun hér við land í þaula, en frá upphafi þáttöku minnar í stjórnmálum leit ég svo á að hvert eitt einasta málasvið samfélagsins væri eitthvað sem ég þyrfti að vita sem flest um og taka þátt í burtséð frá kyni mínu.

Síðar komst ég að því að konur  hópuðu sig saman um ákveðin málasvið en létu önnur vera að virtist þar sem þær töldu sig ekki hafa nógu mikið vit á málum og virtust ekki vilja setja sig inní þau hin sömu málasvið sem karlmenn voru meira þáttakendur í s.s fiskveiðistjórn.

Að mínu álti skiptir það miklu máli fyrir konur að hösla sér völl á öllum sviðum í umræðu um samfélagsmál á breiðum grundvelli og þáttaka í stjórnmálum er til þess að hafa áhrif á það samfélag sem við lifum í, fyrr og síðar.

 

kv.Guðrún María. 

 

 


mbl.is Stelpur ræddu stjórnmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sunnudagspistill.

Það er alltaf eitthvað óvænt sem maður má meðtaka, í hinum ýmsu málum daglegs lífs þrátt fyrir það atriði að fjöldinn allur af fagmenntuðu fólki hver á sínu sviði, hafi fundað og fundað og fundað og fundið úrræði sem mér var sagt að væri ÁKVÖRÐUN og áttu að ganga fram en gerðu síðan ekki þrátt fyrir allt fundahaldið og alla ákvarðanatökuna um efni málsins,  sem tengist mér.

Endalaust skal maður þurfa að ganga gegnum sömu vitleysu mála þar sem ein ákvörðun eins fagaðila gengur þvert á ákvörðun annars og menn segja eitt í dag og annað á morgun á fundum og á endanum endar málið á núllpunkti aftur.

Manni fallast hendur, ekki í fyrsta skiptið , heldur hefur það oft gerst áður, því miður.

 

 

kv.Guðrún María. 


Nokkur orð um Mannréttindi á Íslandi og meinta þróun innanlands.

Sú er þetta ritar bjó í sveitarfélagi þar sem sömu flokkar sitja við stjórnvölinn og setið hafa í ríkisstjórn landsins og bæjarstjóri núverandi er í VG en bæjarstjórnin samanstendur af þeim flokki og Samfylkingu.

Það hið sama sveitarfélag og stjórn þess sá sig ekki umkomið að halda utan um sína íbúa varðandi það atriði að uppfylla lagaskyldu um félagsþjónustu hér á landi og aðstoða eitt stykki fjölskyldu, sem innihélt móður og son, bæði með fötlun skilgreinda sem slika á þeim tímapunkti.

Með öðrum orðum það var ekki hægt að vinna úr því að finna flöt á því að semja um skuldir sem voru fyrir hendi og aðstæður þar sem slys olli tekjumissi, slys í vinnu fyrir sama sveitarfélag í áratug. 

Sveitarfélagið HENTI móður og syni á götuna úr félagslegri leiguíbúð, en móðirin flúði sveitarfélagið í annað sveitarfélag og færði sitt lögheimili til þess að geta fengið húsaleigubætur þar í leiguhúsnæði til skammtíma sem þak yfir höfuðið, samkvæmt greiðslugetu, en þar með var tími búsetu á einum stað í einu sveitarfélagi sem réttindi fyrir bí og óvissa húsnæðislega að öllum líkindum það sem eftir er ævinnar fyrir móðurina.

Sonurinn var formlega á götunni, með sína fötlun og enginn gerði neitt í því fyrr en sá hinn sami þurfti að leita hjálpar á heilbrigðisssviðinu og tilheyrði þá viðkomandi sveitarfélagi með lögheimili þar sem aðilar voru kallaðir til af hálfu heilbrigðisyfirvalda.

Lögin um félagsþjónustu sveitarfélaga varðandi það atriði að finna úrlausn í málum einstaklinga voru að engu höfð í því tilviki sem hér um ræðir, og ævarandi skömm fyrir alla er komu að því hinu sama máli, og munu aldrei geta réttlætt það að geta ekki samið um skuld við einstakling sem var að greiða leigu en á sama tíma fellt niður stórar fjárhæðir til handa íþróttafélögum bæjarins.

Lögfræðiþóknun sú sem til kom í því hinu sama máli og var tvöföld til handa sama lögmanni í sama máli, kjörnum fulltrúa í nefndir og ráð á vegum bæjarins, sem hækkaði eðli máls samkvæmt skuldastöðu, þarfnast enn skoðunnar við hvað stjórnsýsluhætti varðar.

Um tíma upplífði ég þessa atlögu sem pólítískar ofsóknir vegna gagnrýni minnar á ríkisstjórn sömu flokka við landsstjórnina en hef ekki verið höll undir samsæriskenningar alla jafna og vil ekki trúa því enn.

Eitt er hins vegar ljóst að ég leita að mannréttindum mínum hér á landi, sem öryrki eftir slys, nú um stundir vegna aðgerða og aðgerðaleysis bæjaryfirvalda í fyrrum bæjarfélagi undir stjórnar VG og Samfylkingar.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Deildu um afstöðu Vigdísar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn.

Tíminn er fljótur að líða frá hausti til vors og nú hefst ný húsnæðisleit hjá mér eins agalega skemmtilegt og það nú er.

Af tvennu er það hins vegar illskárra að flytja milli staða að vori til en í kulda vetrar.

Veturinn hefur hins vegar verið sérstakur hér sunnanlands vægast sagt þetta árið hvað veðurfar varðar og sú er þetta ritar þakkar fyrir það að komast á milli staða í því veðurfari sem verið hefur.

Rigning og vorblíða í janúar og febrúar var með ólíkindum hér um slóðir.

Ég er bjartsýn að eðlisfari og vona að ég finni þak yfir höfuðið hvar svo sem það kann að vera að finna fljótlega á kjörum sem ég ræð við.

Kemur í ljós.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

 


Er saltpækillinn hollur fyrir öndunarfærin ?

Alveg er mér óskiljanlegt að saltpækillinn sé til nokkurra bóta í þessu efni, því það skyldi þó aldrei vera að þau hin sömu efni færu á hreyfingu og blönduðust viðbótarmagni af ösku og nagladekkjaryki innan bæjar, eftir stuttan tíma, sem aftur bætir þá á vandann í stað þess að minnka í raun.

Sjálf hefi ég nú smá samanburð varðandi það atriði að búa á öskusvæði annars vegar og í höfuðborginni snjólausri og vil meina að aska og moldrok sé illskárra en ryk sem nagladekk þyrla upp af götum borgarinnar.

Í fyrra bjó ég á höfuðborgarsvæðinu og þá var snjóavetur sem aftur var alger sæla hvað varðar lítið magn af óþverrasvifryki af völdum nagladekkja, nær fram á vor.

Ég leyfi mér hins að stórefast um það eins og áður sagði að saltpækill til að rykbinda sé af hinu góða.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

 


mbl.is Götur rykbundnar með saltpækli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband