Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013

Hvað eru mannréttindi ?

Eru það mannréttindi að lifa af fullum launum á vinnumarkaði án menntunnar á Íslandi ?

Ef svo er þá hefur það hið sama verið illa sýnilegt nokkurn tíma hér, og við hvern ætti að ræða í því sambandi ?

Kanski þá sem semja um þau hin sömu kaup og kjör ?

Kanski þá sem sitja við valdatauma og leggja á skatta ?

 

Hversu mikið bil skal vera til staðar millum ófaglærðra og menntaðra ?

Er þar um að ræða eðlilegan mun í launakjörum eða ekki ?

 

Hve miklu kostar eitt þjóðfélag til að reyna að skilgreina hin ýmsu vandamál með skýrslugerð og málþingum sem velta vandamálum fram og til baka eins og bolta ?

Oftast án nokkurra einustu úrlausna í kjölfarið, því miður. 

Hefur einhverju verið kostað til að finna út hvað telst vera mannréttindi hér á landi í framkvæmd laga landsins og hvar ákvarðanir gagnvart þegnunum kunni að brjóta á þeim hinum sömu mannréttindum ?

Ekki mér vitanlega, en við erum afar upptekin af mannréttindabrotum annars staðar í heiminum.

 

Því miður.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

 


mbl.is Umræðan of mikið um biðraðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veðurfarsbreytingar staðreynd, hvort sem mönnum líkar betur eða ver.

Það hefur verið stórfurðulegt að upplifa þau hlýindi sem hafa verið hér sunnanlands um miðjan vetur undanfarið, annað verður ekki sagt.

Enn vitum við ekki hversu kalt vorið kann að verða og þá hverjar afleiðingar það hið sama kann að hafa fyrir jarðargróður sem skiptir máli fyrir bændur.

Staðveður þ.e veður þ.e logn í nokkra daga er eitthvað sem illa er sýnilegt í þessu veðurfari sem verið hefur.

Veðurfarsbreytingar er eitthvað sem maður upplifir.

 

kv.Guðrún María. 

 

 


mbl.is Allt orðið iðjagrænt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband