Tilraunir til endurskoðunar stjórnarskrár eru fyrir löngu orðin " pólítiskur skrípaleikur "

Mál þetta allt frá upphafi til enda er með því móti að engu tali tekur.

Sú ákvörðun sitjandi stjórnvalda að setja óunnar tillögur stjórnlagaráðs í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu án umræðu á þingi eru fáheyrð vinnubrögð og einungis til þess fallið að búa til enn frekari vandræðagang um mál þetta.

Vandræðagang sem þó var til komin er tillögur þessar litu dagsins ljós og meirihluta þingheims mátti ljóst vera að gætu ekki orðið að stjórnarskrá i þeirri hinni sömu mynd.

Lýðskrumið um mál þetta hefur náð nýjum hæðum í íslenskum stjórnmálum hvort sem um er að ræða sitjandi stjórnvöld ellegar hluta af þeim flokkum sem þykjast vilja eigna sér mál þetta sem aðal....mál.

Það gæti því orðið erfitt að meta hver mun teljast Lýðskrumsmeistrari meistaranna í þessu efni.

 

kv.Guðrún María. 


mbl.is Óánægja innan Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband