Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013
Ríkisstjórnarflokkunum væri nær að biðjast afsökunnar.
Fimmtudagur, 31. janúar 2013
Allra handa útskýringar fljúga nú um víðan völl svo sem hér má sjá frá Árna Þór þingmanni VG þess efnis að " tilviljun " hafi orðið gæfa Íslands..... í málinu.
Sú er þetta ritar gekk ekki á Bessastaði kaldan dag í janúar til að skora á forseta landsins, fyrir " tilviljun " ....
Til þess var rík ástæða, réttlætisvitund minni hafði verið misboðið af hálfu sitjandi ráðamanna sem hugðust gera þjóðina ábyrga fyrir því sem ekki var hennar í raun.
Ríkisstjórnarflokkunum væri hollara að biðjast afsökunnnar á eigin afglöpum í þessu efni.
kv.Guðrún María.
Tilviljun hvernig Icesave-málið þróaðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkisstjórnin skuldar forseta Íslands þakkir, fyrir framgöngu í málefnum landsins.
Þriðjudagur, 29. janúar 2013
Nú er það ljóst að afar snautleg ríkisstjórn sem vildi láta þjóðina samþykkja Icesaveklafann, hefur fengið congret niðurstöðu Efta dómsstólsins þess efnis að Íslandi bar ekki að undirgangast slíka samninga, eins og núverandi ríkisstjórn hugðist gera með lagafrumvarpi frá Alþingi.
Inngrip forseta lýðveldisins og höfnun þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu þar að lútandi, gagnvart óréttlátum samningum sem þar voru bornir á borð, sýndi og sannaði að það var rétt ákvörðun forseta að vísa málinu til þjóðarinnar.
Ríkisstjórnin skuldar forsetanum þakkir.
kv.Guðrún María.
Icesave aðeins fótnóta í sögunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um daginn og veginn.
Mánudagur, 28. janúar 2013
Það er búið vera hamagangur í veðurguðunum síðustu daga og þruma og elding fylgdi restinnni af éljum og rigningarbaráttunni hér í dag.
Það er annars sérkennilegt að upplifa janúar þar sem tún eru farin að grænka vegna hitastigs yfir frostmarki og allt að því vorleysingar komnar til sögu.
Ótrúlegt og vissulega spyr maður hvað er i gangi ?
Það virðist kuldi í heimsókn í lok komandi viku en hvað svo ?
Verður vorið kalt fram á sumar eða haldast hlýindi ?
Síðasta sumar var með því þurrasta sem ég man eftir en auðvitað er ánægja yfir sól og blíðu, en úrkomumagnið var afskaplega litið fyrir jarðargróður.
Breytingar á veðurfari er eitthvað sem maður spekúlerar óhjákvæmilega í og veltir fyrir sér frá tíma til tíma.
kv.Guðrún María.
Get ekki fengið íbúð hjá Öryrkjabandalaginu.
Mánudagur, 28. janúar 2013
Ég ræddi við Öryrkjabandalagið í haust til þess að athuga hvort ég gæti fengið íbúð á leigu hjá þeim eftir að Hafnarfjarðarbær ákvað að vísa mér, nú öryrkja út úr félagslegri leiguíbúð,
(vegna þess að ég gat ekki greitt niður eldri skuld ásamt leigugreiðslum mánaðarlega.)
en Bæjarfélagið gat ekki beðið eftir því að tjónsuppgjör vegna slyss sem ég varð fyrir sem starfsmaður bæjarins í minni vinnu kláraðist, þannig að ég gæti hugsanlega greitt niður þá hina sömu skuld....
Svarið var Nei,um íbúð á leigu hjá Öryrkjabandalagiu, þeim sem er vísað út vegna skulda fá ekki íbúð á leigu hjá Öryrkjabandalaginu........................
Hins vegar kom Öryrkjabandalagið mér í samband við Réttargæslumann fatlaðra sem sendi bæjaryfirvöldum áskorun um úrlausnir, en þvi miður það var hundsað hvað mig varðar, en réttargæslumaðurinn fékk svar frá bæjarstjóra þess efnis að við mig yrði haft samband...........
Með öðrum orðum, þá er víða pottur brotinn.
kv.Guðrún María.
Öryrki stefnir Reykjavíkurborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkisstjórn vinstri flokkanna hyggst slá sig til riddara á því að breyta stjórnarskránni " einhvern veginn ".
Sunnudagur, 27. janúar 2013
Aldrei skyldi stjórnarskrá landsins lögð undir sem pólítíkst deilumál í aðdraganda kosninga eins og nú er lagt upp með í raun.
Tillögur stjórnlagaráðsins sem ríkisstjórn þessi skipaði og gat samt sem áður ekki tekið til þinglegrar meðferðar eru meira og minna það gallaðar að betur hefði verið heima setið en af stað farið.
Ríkisstjórnin hyggst eigi að síður halda áfram með mál þetta á hundavaði fyrir kosningar að nýju til þings, með það eitt að markmiði að slá sig til riddara einhvern veginn, með sjálfa stjórnarskrá landsins.
Afgreiðsla úr nefndinni eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um mál þetta virðist hafa þýtt 40 breytingatillögur á mjög stuttum tíma, og andstöðu þriggja nefndarmanna við afgreiðslu málsins......
Hvað svo, deilur um breytingar á stjórnarskrá sem yfirtaka tíma Alþingis fram að kosningum ?
kv.Guðrún María.
Stjórnlagafrumvarpið afgreitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fínt fyrir VG að íhuga leiðir, við skuldug heimili, tíu mínútum fyrir þingkosningar.
Laugardagur, 26. janúar 2013
Vinstri hreyfingin Grænt framboð er búin að sitja tæp fjögur ár í ríkisstjórn landsins, en hefst nú handa rétt fyrir þingkosningar að " íhuga leiðir " til þess að koma til móts við skuldug heimili.....
Og hver skyldi hugmyndafræðin vera í því efni ?
Jú,
" sækja vatnið yfir lækinn ",
þ.e leggja á skatta sem síðan skyldi nýta til þess arna samkvæmt útskýringu formannsins,
í stað þess að lækka einfaldlega skattaálögur um tíma.
Með öðrum orðum þegar fólk er búið að missa húsnæði sitt þá þarf það að bíða á götunni uns tekist hefur að innheimta skatta til þess að lækka kostnaðinn, eða hvað ?
kv.Guðrún María.
Aðstoði skuldug heimili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Obb bobb bobb...
Föstudagur, 25. janúar 2013
Gat það verið að forsætisráðherra núverandi sitjandi ríkisstjórnar í landinu, tæki undir orð forseta landsins á erlendum vettvangi ?
Nei ekki var það svo og kemur satt best að segja ekki á óvart þar sem flokkur forsætisráðherra hamaðist ljóst og leynt í kosningum til forsetaembættisins, til þess að fá annan forseta á Bessastaði en þann sem nú situr og þjóðin kaus þangað.
kv.Guðrún María.
Telur forsetann hafa gengið langt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Forsetinn styrkir stöðu Íslands.
Fimmtudagur, 24. janúar 2013
Það atriði að tala máli Íslands á alþjóðlegum vettvangi skiptir máli fyrir land og þjóð hvort sem um er að ræða að mótmæla ellegar fagna einhverju því sem á sér stað.
Núverandi ríkisstjórn hefur varla lyft litla fingri gagnvart Evrópusambandi eða aðildarþjóðum þar á bæ, eftir að umsóknarferli var sett af stað skömmu eftir valdatöku þeirra hinna sömu.
Opinberar yfirlýsingar sitjandi ráðamanna til dæmis í Makríldeilunni, engar.......
og svo framvegis.....
Því ber að fagna að forseti vor dragi fram þá hluti á alþjóðavettvangi sem ríkisstjórn við stjórnvölinn hefur ekki dug í sér til þess að standa vörð um.
kv.Guðrún María.
Forsetinn ræðst að Gordon Brown | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
40 ár frá gosinu á Heimaey.
Miðvikudagur, 23. janúar 2013
Mér verður oft hugsað til þess þegar ég baka pönnukökur að pannan hennar ömmu heitinnar sem pabbi fór að sækja út í Eyjar í gosinu er nú enn þann dag í dag í notkun hjá mér.
Bæði amma og afi bjuggu í Eyjum þegar þessi atburður átti sér stað en amma var í íbúð sinni á Urðarstígnum en afi var á elliheimilinu.
Amma fór með bát í Þorlákshöfn um nóttina en afi með flugi til Reykjavíkur um morguninn.
Frændgarður minn í Vestmannaeyjum er stór þar sem samgangur undan Eyjafjöllum út í Eyjar hefur löngum verið mikill.
Í kjölfar þessa kom amma til okkar austur undir Eyjafjöll, og víða á bæjum fjölgaði fóki sem flúði hamfarir i Eyjum um tíma.
Tvær Eyjastúlkur fermdust með mér þetta ár, annars hefði ég verið ein í þessum mínum árgangi í minni sveit.
Fyrsta upplifunin af gosinu var sú að skólabíllinn kom ekki þar sem hann var á leið í Þorlákshöfn til að flytja fólk og það kom skömmu síðar í ljós um leið og farið var að hlýða á útvarp.
Um morguninn voru drunur það miklar að fé á túni fyrir framan bæinn heima var á hreyfingu og hlaupum.
Mömmu dreymdi draum sem hún túlkaði á þann veg að höfnin í Eyjum myndi bjargast og það varð raunin þótt sannarlega liti það ekki vel út um tíma með það hið sama atriði.
Þrautseigja og dugnaður Vestmanneyjinga er mikill og það atriði hve fljótt og hve vel tókst að hreinsa Heimaey að loknu gosi og hve margir fluttu til baka sem þó höfðu misst allt sitt er og verður sérstakur hluti af þjóðarsögu okkar Íslendinga að mínu áliti.
kv.Guðrún María.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samfylkingin sér ekki skóginn fyrir trjánum í Evrópumálum.
Þriðjudagur, 22. janúar 2013
Katrín ráðherra virðist þurfa að gagnrýna umræðu um Evrópumál hér á landi í viðtali við fjölmiðla erlendis, líkt og það sé nú hugsanlega leið til upplýstari umræðu hér innanlands sem er nú frekar langsótt og ólíklegt.
Það er hins vegar ekki nýtt að áhugi SF á aðild að Esb, jaðrar við trúarbrögð þar sem menn vilja ekkert hlusta á menn sem eru annarrar skoðunnar þar sem flokkurinn hafi bara rétt fyrir sér alveg sama hvort meirihluti þjóðarinnnar mælist andsnúinn því hinu sama.
Raunin er sú að ráðherra getur ekkert sagt um hvenær eða hvort haldið verður áfram með ferli það sem núverandi rikisstjórn kom á koppinn í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar, sökum þess að kosningar til þings munu fara fram á þessu ári.
kv.Guðrún María.
Kosið um ESB 2014 eða 2015? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |