Um daginn og veginn.

Það er búið vera hamagangur í veðurguðunum síðustu daga og þruma og elding fylgdi restinnni af éljum og rigningarbaráttunni hér í dag.

Það er annars sérkennilegt að upplifa janúar þar sem tún eru farin að grænka vegna hitastigs yfir frostmarki og allt að því vorleysingar komnar til sögu.

Ótrúlegt og vissulega spyr maður hvað er i gangi ?

Það virðist kuldi í heimsókn í lok komandi viku en hvað svo ?

Verður vorið kalt fram á sumar eða haldast hlýindi ?

Síðasta sumar var með því þurrasta sem ég man eftir en auðvitað er ánægja yfir sól og blíðu, en úrkomumagnið var afskaplega litið fyrir jarðargróður.

Breytingar á veðurfari er eitthvað sem maður spekúlerar óhjákvæmilega í og veltir fyrir sér frá tíma til tíma.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband