Ég kaus ekki að verða öryrki.

Sé það eitthvað sem ég hefi þakkað fyrir alla tíð er það að hafa haft vinnugetu, sem ég hafði, áður en ég lenti í slysi því, sem henti mér út af vinnumarkaði fyrir tveimur árum og orsakaði það að ég er nú í dag öryrki.

Aðstæður öryrkja er hins vegar ekki eitthvað sem mér var ókunnugt um því ég lagði vinnu mína í baráttu fyrir sjúklingum sem lent höfðu í læknamistökum og máttu þurfa að meðtaka örorku vegna þess hins sama á árunum 1995-1997, í samtökum sem stofnuð voru af þeim hinum sömu, en þar var um að ræða réttindabaráttu sem meðal annars varðaði aðgang að upplýsingum sem og rannsókn opinberra aðila á málum þar að lútandi.

Til komu lög um réttindi sjúklinga og lög um sjúklingatryggingu sem og endurskoðun á Læknadeild TR, með úttekt Ríkisendurskoðunar þar að lútandi og endurbótum ýmsum í kjölfarið mér best vitanlega.

Ég verð að játa að ég furðaði mig á frétt þess efnis í dag að TR, óttaðist fjölgun öryrkja vegna þess að atvinnuleysisbótaréttur væri uppurin og skil ekki hvernig þeir sem ekki hafa tapað læknisfræðilegri getu til vinnu, geta mögulega orðið öryrkjar, er það hægt og ef svo er, hvað er þá að í þessu blessuðu kerfi okkar enn þann dag í dag ?

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.9.2012 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband