Bloggfærslur mánaðarins, september 2012
Tíska VG allt kjörtímabilið hefur verið að vera með og á móti, til skiptis.
Þriðjudagur, 4. september 2012
Ef menn eru ekki farnir að sjá í gegnum gal og gap tilburði ýmis konar af hálfu til dæmis Björns Vals, sem nú þykist nú vera á móti Ögmundi, þá ættu menn að skoða hin ýmsu mál þar sem ætíð er það svo að hverri óvinnsælli umfjöllun um störf stjórnarinnar fylgir einhver VG maður sem er á móti aðilum í eigin flokki, ellegar ríkisstjórninni.
Þetta er ímyndarbarátta fyrir VG, og tilraun til þess að halda flokknum á floti, en þeir söltuðu eigin stefnuskrá fyrir kosningar, eftir kosningar, til þess að ganga til hásætis í meintri vinstri stjórn.
kv.Guðrún María.
![]() |
Björn Valur leggur Ögmundi línurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eru börnin afgangsstærð ?
Þriðjudagur, 4. september 2012
Því miður er það reynsla sem ég þekki mjög vel að koma að lokuðum dyrum með barn í vanda sem slíkum á sínum tíma og það atriði að fullorðnir fíklar fái betri þjónustu en börn var mín upplifun um tíma.
Það var alveg sama hvort um var að ræða barnaverndarfulltrúa eða foreldri, hvorugur aðili gat opnað dyr sem þurfti að opna til handa barni , einstaklingi í vanda á þeim tíma til þess að viðkomandi fengi nauðsynlega meðferð.
Ekkert pláss á Stuðlum og foreldri sagt að hringja bara á lögreglu til þess að passa sjálft sig en barnið............... barn í verulegum vanda á þeim tíma var eitthvað sem engin gat fundið úrræði við, fyrr en Lögreglan ég endurtek lögreglan FÓR með barnið á BUGL og barnið var tekið inn til meðferðar, í samvinnu við foreldri.
Það var góð meðferð og eina vitræna úrræðið þ.e innilokuð meðferð með barn í vanda, en þegar kom að framhaldi varð barnið afgangsstærð þar sem ekki var til
LOKAÐ framhaldsúrræði sem þurfti á þeim tíma og við tók áframhaldandi barátta sem náði inn á fullorðinsár.
Aldrei verður það of oft sagt hve mikilvægt það er að grípa inn í með föstum tökum nógu snemma í þessu efni en þá er það svo að verja þarf fjármagni í þau hin sömu úrræði og börn eiga ekki að þurfa að koma að lokuðum dyrum meðan þau eru börn svo mikið er víst.
kv.Guðrún María.
![]() |
Fullorðnir fíklar fá betri þjónustu en börn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Allt upp í loft á Evrópudansleik ríkisstjórnarflokkanna.
Mánudagur, 3. september 2012
Það er frekar erfitt fyrir VG, að reyna að vera bæði með og á móti aðildarumsókn að Evrópusambandinu þegar líður að lokum kjörtímabils þessarar ríkisstjórnar og alls konar sjónleikjatilstand á sér stað í þvi sambandi.
Hinir gífurlegu forræðishyggjutilburðir sem flokkarnir tveir hófu samstarf sitt með, varðandi það að troða aðildarumsókn að Esb gegnum þingið án þess að spyrja þjóðina álits, verður ævarandi vitnisburður um skort á stjórnvisku.
Til þess að reyna að bera í bætifláka fyrir aðferðafræði þessa var boðað til þjóðfundar um stjórnarskrá og kosið til stjórnlagaþings, sem ekki vildi betur til en Hæstiréttur dæmdi ógilt.
Aftur kom forræðishyggjan til sögu og stjórnin skipaði ráð þeirra efstu úr hinni ógildu kosningu til tillögugerðar fyrir þingið sem ekkert var gert með annað en það að setja það beint í atkvæðagreiðslu undir formerkjum lýðræðis, án skoðunnar eða meðferðar kjörinna fulltrúa á þingi.
Skrumskæling lýðræðisins í þessu efni varð því alger.
Við munum örugglega mega meðtaka alls konar sjónleiki fram að næstu þingkosningum varðandi dansinn kring um Evrópusambandið þar sem menn eru annað hvort að koma eða að fara af dansleik þeim hinum sama.
kv.Guðrún María.
Var Íbúðalánasjóður settur í salt allt kjörtímabilið ?
Mánudagur, 3. september 2012
Það er nokkuð sérstakt að fyrst nú í lok kjörtímabils ríkisstjórnarinar eigi að fara að vinna úr málefnum íbúðalánasjóðs.
Hvers vegna í ósköpunum hefur sjóðnum ekki verið veitt heimild til þess að leigja út tómar íbúðir í eigu sjóðsins út um landið ?
Það verður fróðlegt að sjá hverju fundahöldin skila.
kv.Guðrún María.
![]() |
Funda í vikunni um Íbúðalánasjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjaldan er ein báran stök....
Sunnudagur, 2. september 2012
Nú eru nokkrir dagar þangað til ég þarf að mæta í Héraðsdóm með greinargerð gegn því atriði að leigusali minn reyni að rifta aftur, áður riftum samningi við mig um íbúaðarhúsnæði.
Hin ömurlega óvissa sem verið hefur til staðar frá 29.maí í sumar, varðandi þessi mál fær væntanlega einhverja niðurstöðu í dómi þessum, en ég bíð síðan úrskurðar kærunefndar sem hefur málið til meðferðar.
Ég bíð ekki í það að þurfa hugsanlega að flytja um þessar mundir og vona heitt og innilega að mér takist að fá málinu vísað frá efnislega hvað varðar tilkominn viðbótarkostnað við rekstur máls þessa fyrir dómi að nýju.
Ég er búin að berjast við það undanfarna viku að reyna losna við erfiða verki í bakinu, með því að reyna að nota kalda bakstra og sitja ekki of mikið, og ganga um og liggja til skiptis og bera ekkert sem heitir þyngd og get ekki nokkurn skapaðan hlut, sem heitið getur.
En, ég vona og vona og vona að betri tíð lítið dagsins ljós.
kv.Guðrún María.
Hvað kostar þetta tilstand allt ?
Laugardagur, 1. september 2012
Það skyldi þó aldrei vera að þetta mál sé ónýtt og hve miklum fjármunum er búið að verja í allt þetta rannsóknatilstand allra handa ?
Ég hef áður viðrað þá skoðun mína að ég efast stórlega um að hinir útlögðu fjármunir við embætti sérstaks saksóknara muni skila sér til baka, að loknum þeim hinum sama starfa.
kv.Guðrún María.
![]() |
Ákæra ekki byggð á ónýtri rannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |