Óviðunandi að færa fréttatíma Ríkissjónvarps vegna fótboltaútsendinga.

Hver og einn einasti landsmaður greiðir útvarpsgjald sem nefskatt ár hvert en nefskattur þessi á að tryggja áhorf á útsendingar ríkisútvarps og sjónvarps.

Samt er hægt að færa og hreyfa til dagskrárliði eins og fréttir á ákveðnum tímum vegna fótboltaútsendinga frá Evrópumóti í fótbolta, sem er að mínu viti alveg fáránlegt.

Það hlýtur að vera hægt að gera þá kröfu að útsendingar þessar séu alfarið sendar út á annarri rás í þvi magni sem heilt fótboltamót inniheldur og trufli ekki aðalfréttatíma rikissjónvarpsins.

kv.Guðrún María.


mbl.is EM í háskerpu á sérstakri rás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband