Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012
" Þeir fiska sem róa. "
Þriðjudagur, 5. júní 2012
Það segir máltækið en vonandi ná menn sáttum, því sátt millum hagsmunaðila og stjórnvalda á hverjum tíma er forsenda þess að þeir sem vilja róa, fiski.
kv.Guðrún María.
Engin viðbrögð frá stjórnvöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Yfirsýn eftirlitsaðila um framkvæmd læknisverk í landinu er nauðsynleg.
Þriðjudagur, 5. júní 2012
Á hverjum tima er yfirsýn eftirlitsaðila er leyfir læknisverk í landinu nauðsynleg varðandi þau hin sömu læknisverk, ella skyldi leyfisveiting varla vera til staðar.
Hlutverk embættis Landslæknis er það að gefa út leyfi til læknisverka og einnig að hafa eftirlit með starfsseminni og eigi tilgangurinn að helga meðalið þurfa upplýsingar að vera til staðar um framkvæmd læknisverk.
kv.Guðrún María.
Fái ekki auknar heimildir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvenær er áætlað að þessari vinnu ljúki ?
Þriðjudagur, 5. júní 2012
Það er af hinu góða að fá upplýsingar frá opinberum aðilum um mál sem þetta samstarfsverkefni sem verið er að vinna, en það sem mér finnst vanta meðferðis í þessa frétt, er það hvenær áætlað er að vinnu þessari ljúki ?
Ef verkefni þetta tekur marga mánuði svo ekki sé minnst á ár, þá hefði ég haldið að í millitíðinni þyrfti að vera til staðar einfaldar rýmingaráætlanir við hvers konar náttúrúvá, þannig að fólk vissi hvert það ætti að fara við slíkar aðstæður.
kv.Guðrún María.
Unnið að heildarhættumati á eldgosum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjómannadagurinn er hátíðisdagur, til hamingju íslenskir sjómenn.
Sunnudagur, 3. júní 2012
Ég ber ævarandi virðingu fyrir íslenskum sjómönnum fyrr og síðar sem fært hafa björg í bú til handa landi og þjóð.
Ég skora á yfirvöld í höfuðborg landsins Reykjavík að taka á ný upp hátíðahöld í nafni Sjómannadagsins í stað hátíðar hafsins sem einhverjum hefur dottið í hug að taka í notkun sem heiti þessa dags.
Hátíð hafsins má að ósekju vera á öðrum tíma en hátíð íslenskra sjómanna sem er einu sinni á ári og skyldi vernda og verja áfram.
En til hamingju með daginn íslenskir sjómenn.
kv.Guðrún María.
Skipin á leið í land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórn fiskveiða við Ísland.
Sunnudagur, 3. júní 2012
Það hafa alltaf verið deilur um fiskveiðistjórn hér við land og verða alltaf enda fiskveiðar einn af aðalatvinnuvegum þjóðarinnar.
Hagsmunir útgerðarmanna og sjómanna skyldu á öllum tímum fara saman hér á landi, annað er óeðlilegt, en því miður hefur kerfisfyrirkomulagið sem gilt hefur nú í áratugum talið orsakað viðskiptabrask á þurru landi, þar sem hluti milliliða hefur hirt arð úr þessari atvinnugrein og útgerðarmenn varið fram í rauðann dauðann sem sjálfsagðan og eðlilegan hlut.
Hömlulaust frelsi til framsals á aflaheimildum orsakaði hrun og atvinnuskort á landsbyggðinni um tíma.
Eftir töluverða umræðu um fiskveiðikerfið fyrir kosningarnar 2003, taldi sú er þetta ritar að LÍÚ, myndi hugsanlega koma fram með breytingar á kerfinu af sjálfsdáðum en það gerðist ekki.
Jafnframt hefur kerfisfyrirkomulagið orsakað ákveðna sviptingu á frelsi til sjósóknar hér við land sem sjómenn hafa ekki sætt sig við sem hluta af kerfi til fiskveiða hér á landi.
Eftir að hafa horft á misviturlega tilburði núverandi stjórnvalda til þess að reyna að breyta þessu kerfi þá er ég enn þeirrar skoðunar að framtíðin sé að kerfi fiskveiða verði skipt í tvo hluta annars vegar strandveiðar og hins vegar úthafsveiðar, þar sem stærð skipa skipti mönnum í flokka.
Ákveðið frelsi til fiskveiða í smáum stíl þarf að vera til staðar með skilyrðum þar að lútandi, s.s veiðarfærum og bátastærð sem er hægt að ramma inn með þessum tveimur þáttum að meginhluta til.
Stjórn fiskveiða hér við land er mál sem þarf að einfalda en ekki flækja og ég efa það ekki að ný kynslóð mun ráða við það verkefni, því Íslandsmið munu áfram gefa af sér til handa landi og þjóð.
kv.Guðrún María.
Rangt hjá Steingrími | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ríkisstjórnin er skipstjórinn á skipinu Björn Valur.
Laugardagur, 2. júní 2012
Það er alveg hreint stórkostlegt að hlýða á stjórnarþingmenn núverandi, berja lóminn yfir umræðum á þinginu af hálfu stjórnarandstöðunnar um mál öll.
Raunin er sú að þeir hinir sömu sem þennan málflutning iðka, gætu á næsta kjörtímabili verið komnir í stjórnarandstöðu og spurning hvort þessi barlómur yrði þá ekki ögn hjákátlegur.
kv.Guðrún María.
Vinnulag sem ekki væri tekið gilt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um daginn og veginn.
Föstudagur, 1. júní 2012
Er búin að fara ofan í lög um hin ýmsu mál í dag og hef komist að því að stjórvaldsákvarðanir í umsýslu rikis og sveitarfélaga er eitthvað sem bæta má verulega í okkar samfélagi en þessar ákvarðanir varða oft veigamikil réttindi borgaranna, sem varinn eru í lagabálkum er heyra undir sömu aðila.
Ákvarðanir sveitarstjórnarmanna í ráðum og nefndum eru stjórnvaldsákvarðanir sem hægt er að áfrýja til ráðuneytis.
Oftar en ekki er hér spurning um það hvort viðkomandi sem lýtur stjórnvaldsákvörðun beri hönd fyrir höfuð sér eða ekki og þá kemur til sögu staða fólks í samfélaginu sem lúta þarf ákvörðunum sem slíkum.
Hef svo sem vitað allt þetta áður en sama sagan dúkkar of oft upp og lítið breytist til bóta þótt árin líði og menn þykist endalaust ætla að vanda sig.
Bíð annars eftir rafvirkja til þess að skoða eldvélina mína sem slær út rafmagnið þegar ég kveiki á einni hellu, hef beðið eftir honum í mánuð, vonandi kemur hann fljótlega.
Gat hins vegar bakað brauð nú í kvöld, afskaplega fínt brauð og ætla að halda áfram að baka brauð meðan ofninn er í lagi.
Gekk með læknum minn göngutúr og hlustaði á fuglaniðinn sem var afskaplega indælt í veðurblíðu dagsins.
kv.Guðrún María.