Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012

Stjórnmálaafl ?

Pólítísk hrossakaup korteri fyrir kosningar eru mér alla jafna aðhlátursefni en raunin er sú að sá tunnusláttur er skilaði þessarri ríkisstjórn til valda var ekki hvað síst laminn af þessum aðilum sem hér eiga í hlut og hyggjast nú styðja stjórnina vantrausti sem aftur þýðir það þeir hinr sömu uppáskrifa allar aðgerðir, ellegar aðgerðaleysi sem verið hefur hjá núverandi stjórnarflokkum á stjórnartímabilinu.

Icesave ? og svo framvegis......

kv.Guðrún María.


mbl.is Munu verja ríkisstjórnina vantrausti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur Ragnar Grímsson er forseti þjóðarinnar.

Ég er ein af þeim sem skoruðu á núverandi forseta Ólaf Ragnar Grímsson að gefa kost á sér áfram sem forseta þar sem ég tel áframhaldandi setu hans í embætti á Bessastöðum skipta máli fyrir land og þjóð en þar fer forseti sem hefur sýnt og sannað að sá hinn sami þorir og getur tekið ákvarðanir um að veita lýðræðinu brautargengi, þvert á pólítískar linur í stjórnmálum hverju sinni.

Brautargengi aðkomu almennings að lýðræðislegri ákvarðanatöku er spor sem stigið hefur verið og ég tel að þróunin verði áfram en ekki afturábak eftir að það hið sama spor hefur verið stigið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ólafur Ragnar í Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn.

Mér hefur nú þótt nóg um að vera með þessa hundleiðinlegu verki í bakinu öllum stundum, þótt ekki kæmi eitthvað því til viðbótar, en get ekki betur séð en ég hafi prjónað yfir mig, ég sem var svo ánægð með að geta setið og prjónað, verð víst að gjöra svo vel að endurskoða magn þess hins sama.

Að vísu gerði ég aðeins fleiri æfingar í sjúkraþjálfun á fimmtudaginn við að toga lóð niður, en get samt ekki séð það sem ástæðu þessa vandamáls.

Öxlin fraus á laugardagskveldið og ég svaf ekki fyrir verkjum aðfaranótt sunnudags og gat ekki lyft hendinni frá líkamanum, þvílíkt og annað eins ástand, tók svo verkjalyf og svaf allan sunnudaginn.

Máltækið " lengi getur vont versnað " kom óhjákvæmilega upp í hugann þrátt fyrir allar helstu tilraunir til bjartsýni.

Verkurinn linaðist og ég er skárri núna en svona er lífið, alltaf eitthvað nýtt.

kv.Guðrún María.


Hvernig er hægt að breyta kvótakerfi sjávarútvegs ?

Er það með ofurgjaldtöku á núverandi skipulag ?

Nei, gengur ekki upp frekar en önnur ofurgjaldtaka annars staðar.

Er uppboðskerfi á aflaheimildum eðlilegt fyrirkomulag ?

Nei ekki að mínu viti, sökum þess að hvers konar gjaldtaka af fiskveiðum þarf að fara fram eftir að afli er veiddur og borinn að landi, vegna óvissuþátta þar að lútandi.

Er hægt að skylda öll íslensk sjávarútvegsfyrirtæki til þess að landa öllum veiddum fiski á markað hér innanlands ?

Já.

Hvernig er hægt að umbreyta núverandi skipulagi og auka nýliðun ?

Til dæmis með þvi að skipta kerfinu í tvennt eftir bátastærð sem og veiðarfærum við veiðar.

Ákveðinn hluti aflaheimilda myndi því tilheyra hvorum potti fyrir sig, en forsenda aðgöngu minni báta væri tól og tæki ásamt leyfi fyrir starfssemi , ekki kaup á kvóta.

Tilfærsla kvóta svo sem sala og leiga færi því einungis fram innan stærra kerfisins s.s úthafsveiðiskipa.

Heildarafli hvers árs í þeim potti yrði síðan ákveðin þúsund tonna en frelsi til veiða, með ákveðnum takmörkunum s.s vélarstærð og veiðarfæri skyldu innifalin vera.

Þetta er mín sýn sem ég svo sem oft áður rætt um en set fram hér til vangaveltu.

kv.Guðrún María.


Búið að tala forsetann niður frá því hann synjaði Icesavelögunum.

Það mátti enginn grípa fram fyrir hendur vinstri stjórnar í landinu, og því var svarað með illu umtali ljóst og leynt um forsetaembættið, ekki aðeins af stuðningsmönnum ríkisstjórnarflokkanna, heldur flokkast sá hópur sem slikt hefur iðkað einnig undir Evrópusambandsaðdáendur sem vildu greiða Icesave jafnframt.

Hver var það aftur sem talaði um " forsetaræfilinn " ?

Man það einhver ?


mbl.is Segir Jóhönnu í herferð gegn sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun forsetinn vísa kvótamálinu í þjóðaratkvæðagreiðslu ?

Sem aldrei fyrr væri það sannarlega bráðnauðsynlegt að þjóðin fengi að setja sitt um kvótakerfi sjávarútvegs og þær hugmyndir sem núverandi ríkisstjórnarflokkar hafa í farteskinu um breytingar á þvi hinu sama.


mbl.is „Kvótamálið stærsta mál þjóðarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreyfingin styður óviðunandi vinnubrögð í þessu máli.

Það er afar sorglegt að þeir hinir sömu skuli ganga lýðskrumsgönguna í þessu máli, þar sem verkefni þingsins var og er enn að taka tillögur þessar til efnislegar meðferðar.

Það hefur ekki verið gert.


mbl.is Stjórnarskrármál á hreyfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hve miklum fjármunum er varið nú, úr ríkissjóði í neyðaraðstoð innanlands, og þróunaraðstoð erlendis ?

Hef ekki verið eins dugleg og ég var að leita að tölum í þessu sambandi en fróðlegt væri að fá fram hversu miklum upphæðum stjórnvöld verja annars vegar í aðstoð í neyð hér innanlands og neyð á veraldarvísu.

Er Ísland með starfsmenn við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna í Suður Súdan ?

Getum við séð hvernig þessir fjármunir nýtast ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Þrettán milljónir til neyðaraðstoðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opinber vinnubrögð !

Gagnaveitan er fyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur að sjá má og sá hinn mikli hamagangur við það að leggja tengingar nýrrar samskiptatækni í hús sem síðan er án efa fyrirhugað að láta íbúa greiða fyrir að nota ,hefur eitthvað farið úr böndunum.

Það fyrsta sem mér datt í hug var að það er ýmist of eða van hvað varðar hin ýmsu atriði þjónustustarfssemi hér á landi, þar sem yfirsýn og eftirlit með framkvæmdum hvers konar sem verktakastarfssemi hefur með að gera hjá opinberum aðilum virðist vera á stundum, af skornum skammti.

Það er hins vegar gott að vita að menn hyggjast leita sátta á máli sem slíku.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gagnaveitan mun leita sátta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnaverndarstofa og samband við barnaverndarnefndir.

Það hefur borið óvenju mikið á forstjóra Barnaverndarstofu varðandi málefni unglinga sem hingað komu sem flóttamenn til þess að deila á lögreglu og dómsstóla varðandi mál þetta en svo virðist sem forstjóra hafi ekki verið kunnugt um ferli málsins eigi að síður miðað við það sem má lesa frá aðilum barnaverndar i Sandgerði.

Það verður fróðlegt að vita " hver gerði hvað vitlaust í þessu máli, hvar og hvenær " ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Annar unglingur fangelsaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband