Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012
Auðvitað á þjóðin að fá að tjá afstöðu sína til Evrópusambandsumsóknar.
Miðvikudagur, 23. maí 2012
Raunin er sú að stór hluti kjósenda VG,kaus flokkinn í trausti þess að sá flokkur var andsnúinn aðild að Evrópusambandinu og gat án efa ekki ímyndað sér að sá flokkur gengi á stefnu sína í þvi hinu sama máli.
Það var hins vegar öðru nær þar sem stefna Samfylkingar eins flokka á Íslandi var gerð að stefnu ríkisstjórnarflokkanna beggja og ekki haft fyrir því að kanna vilja þjóðarinnar heldur umsókninni " troðið " gegnum þingið.
Það voru og eru enn sömu mistökin í ljósi þess að meirihluti þjóðarinnar er andsnúinn því hinu sama, og allar þær krónur og aurar sem eytt hefur verið í þetta ferli því kostnaður sem skrifast á stjórnmálaflokkinn Samfylkinguna og stefnu hennar, og afslátt samstarfsflokksins á stefnu sinni i máli þessu.
kv.Guðrún María.
Vilja þjóðaratkvæði um ESB í haust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnarskráin hlýtur að verja eign sjóðfélaga í lifeyrissjóðum, því innheimt er með lagaboði.
Þriðjudagur, 22. maí 2012
Raunin er sú að ekki aðeins eru forkólfar verkalýðsfélaganna sekir um algjört andvaraleysi, heldur einnig sitjandi þingmenn á Alþingi Íslendinga sem haldið hafa um stjórnvölinn við hvers konar skerðingar á réttindum í lífeyrissjóði, ellagar haft um það frumkvæði að sjóðir þessir séu notaðir og nýttir í verkefni í þágu hins opinbera til framkvæmda hvers konar.
Alvarleiki þessa máls er sá að hér er innheimt samkvæmt lagaboði af launþegum, þar sem sjóðir þessir tryggja ákveðna upphæð til handa sjóðfélaga eftir greiðslur að ákveðnum tima liðnum.
Hvers konar lagasetning sem heimilar skerðingar er eignaupptaka í raun, vegna fyrirfram gefinna yfirlýsinga til handa sjóðfélaga í bréfum um slíkt ár hvert, þar sem starfssemi sjóðanna er væntanlega eftir laganna hljóðan.
Fullkomin skerðing af hálfu stjórnvalda í formi tekjutenginga mun ALDREI standast eignaréttarákvæði stjórnarkrárinnar sem í gildi er, né heldur mun hvers konar nýting í opinbera þágu úr sjóðum þessum standast lög um sjóði þessa fyrr eða síðar, sbr Framtakssjóð.
Fyrir löngu síðan skyldi varsla fjármuna í lífeyrissjóðum hafa verið falin fjármálafyrirtækjum eða Seðlabanka Íslands, vegna lögboðinnar innheimtu fjármuna þessara, til ákvarðanatöku um fjárfestingar og ávöxtun fjármuna.
Önnur starfssemi sjóðanna skyldi einnig fyrir löngu hafa verið kominn í eina heildstæða einingu til handa launamönnum í landinu, sem lögum samkvæmt greiða enn af vinnulaunum sínum í sjóði þessa.
Atvinnurekendur greiða laun en skyldu hvorki nú né áður hafa nokkra einustu aðkomu að sjóðum þessum, það eru og verða mistök sem þarf að gera upp.
kv.Guðrún María.
Segist vera með samviskubit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þeir koma af fjöllunum einn og einn..... um skerðingar lífeyrissjóða.
Þriðjudagur, 22. maí 2012
Ætlar einhver að segja mér það að Ásmundur Stefánsson sé fyrst nú í dag að fatta hvað ríkið hefur tekjutengt greiðslur úr lífeyrissjóðum.... ?
Varla.
Núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins hefur enn ekki setið í ríkisstjórn en hann á hins vegar að vita það sem þingmaður hverjar þessar skerðingar eru í dag sem og það atriði hvort hans flokkur hefur á sínum stjórnartíma heimilað skerðingar sjóða þessara til sjóðfélaga ef tap sjóðanna á braski fór yfir ákveðin prósentuhluta.
Að öðru leyti er ég alveg sammála því sem sá hinn sami segir að skyldugreiðslur í sjóði þessa hafa tapað tilgangi sinum er enginn er ávinningurinn en það er Alþings að skoða þá hina sömu stöðu.
kv.Guðrún Maria.
Grefur undan samfélagssáttmálanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er ekki gróið yfir tvö eldgos með stuttu millibili.
Mánudagur, 21. maí 2012
Að vissu leyti má þakka fyrir snjómikinn vetur í þessu sambandi, varðandi það atriði að eitthvað hamli ferðalagi öskumagnsins sem kom upp úr Eyjafjallajökli og Grimsvatnagosinu, einkum og sér í lagi fyrir íbúa í nálægð.
Það tekur hins vegar tíma að binda allt þetta öskumagn sem til staðar er á Suðurlandi en skjólið undir Eyjafjöllum hjálpar til sunnan megin hvað gróður varðar.
Það verður sannarlega gott að fá sunnan rigningu.
kv.Guðrún María.
Sambland ösku- og sandfoks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Réttlætismál.
Mánudagur, 21. maí 2012
Ég fagna þessum hugmyndum að breytingum því hér er um verulegt réttlætismál að ræða ekki aðeins fyrir leigjendur, heldur einnig skattgreiðendur í landinu, þar sem það er afar óeðlilegt að hið opinbera styðji meira við einn hóp umfram annan á húsnæðismarkaði.
kv.Guðrún María.
Húsnæðiskerfinu umbylt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pólítískur sjónleikur með Evrópuívafi.
Laugardagur, 19. maí 2012
Tilraun ríkisstjórnarflokkanna til þess að leita að samstarfi við annars vegar Hreyfinguna og hins vegar Guðmund Steingrímsson er sannarlega pólítiskur sjónleikur þar sem sitjandi flokkar telja sig vera að búa í haginn fyrir komandi kosningar til þings, með því að sveipa sig klæðum samstöðu allra handa..,-.
Áhugi Guðmundar á aðild að Evrópusambandinu limir hann við ríkisstjórnina, en þáttaka í " torfkofaáætluninni " er vægast sagt frekar ólíklegt til vinsælda.
Hreyfingin aftur á móti hefur ákveðið að taka þátt í lýðskrumskapphlaupinu mikla um kosningu um stjórnarskrárdrögin með ríkisstjórninni.
Verður mjög fróðlegt að fylgjast með þingbyrjun í haust en þá kemur í ljós hvað þessi leiksýning hefur kostað væntanlega.
kv.Guðrún María.
Færir Bjarta framtíð nær stjórninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ný stefna við lok kjörtímabils, afar fróðlegt !
Laugardagur, 19. maí 2012
Sé ekki betur en landsmenn eigi helst að lifa á þvi að bíta gras og flytja aftur í torfkofa, þar sem þeir hafa ekki efni á því að búa í steinsteyptum húsum sem kosta of mikið, að öllum líkindum með grútarlampa þar sem bannað er að virkja bæjarlækinn, því það er " stóriðjustefna ".....
Eftir sitja ráðamenn í rökkrinu frá grútarlömpunum og skilja ekkert í því að fyrirtækin hafi farið á hausinn og skili ekki sköttum í framtíðarstefnuna sem boðuð var.
kv.Guðrún María.
Nýjar áherslur í atvinnumálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nú eru góð ráð dýr hjá Ruv, eða hvað ?
Föstudagur, 18. maí 2012
Raunin er sú að þessi krafa Herdísar, þarf ekki að koma á óvart þar sem sérstök tilvik eins og það atriði að fréttamaður fari í framboð, hlýtur að kalla á ný vinnubrögð varðandi það atriði að fullkomins hlutleysis sé gætt.
Nú þegar er kominn fram gagnrýni á stofnunina af hálfu Ólafs Ragnars og Ástþórs Magnússonar að hluta til af sama meiði.
Stofnunin hlýtur að þurfa að svara þeirri hinni sömu gagnrýni á einhvern máta og upplýsa um framkvæmd mála þar á bæ.
kv.Guðrún María.
Utanaðkomandi stýri kosningaumfjöllun RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Forseti Íslands svaraði röddum fólksins í Icesavemálinu.
Fimmtudagur, 17. maí 2012
Það var raunverulegt lýðræði sem var fært til almennings í þessu landi, þess efnis að fá að segja já eða nei um Icesavelög núverandi stjórnvalda sem sett voru fram á Alþingi Íslendinga.
Það var ekki aðeins að sú ákvörðun forseta að vísa þessu máli til þjóðarinnar eftir efnahagshrun sem yfir dundi hér á landi svaraði kalli almennings, heldur kom þar einnig til sögu spor sem stigið hafði verið í átt að auknu lýðræði almennings um málefni eins þjóðfélags.
Það var svar við kalli tímans um slíkt lýðræði og núverandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson mun eiga æværandi heiður fyrir það að hafa stigið það spor.
Núverandi ríkisstjórn er tók við völdum hér á landi lét það vera eitt fyrsta verk að koma umsókn að Evrópusambandinu gegnum þingið, ÁN ÞESS AÐ SPYRJA ÞJÓÐINA UM VILJA TIL ÞESS HINS SAMA ÁÐUR.
Það voru mikil lýðræðisleg mistök í kjölfar efnahagshruns að búa til sundrung meðal þjóðarinnar um slíkt mál í vinnu við að reisa eitt þjóðfélag við, þar sem samvinna var og er eðli máls samkvæmt lykill að slíku.
Mistök sem skrifast munu í stjórnartíð þeirra flokka er nú sitja saman við stjórnvölinn.
kv.Guðrún María.
Færi valdið til fólksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Forsetakandidat ríkisstjórnarflokkanna ?
Miðvikudagur, 16. maí 2012
Það er ekkert smávegis fínt að pikka út vinsælan fréttamann af Ríkissjónvarpinu, sem hefur stjórnað einum vinsælasta spurningaþætti landsins um tíma, í framboð, en Ruv er á auglýsingamarkaði hér á landi ásamt því að fá nefskatt frá almenningi til rekstrar.
Veit þjóðin eitthvað um þennan fréttamann annað en að hafa horft á hana á skjánum ?
Nei ekki ég, annað en Hannibal heitinn Valdimarsson var afi hennar, það veit ég en ég hefi ekki minnstu hugmynd um hvaða skoðanir viðkomandi fréttamaður hefur á sínu þjóðfélagi, hvað þá forsetaembættinu, ekki minnstu hugmynd enn sem komið er.
Stuðningur fulltrúa ríkisstjórnarflokkana við þennan frambjóðenda er hins vegar afgerandi samkvæmt þessari könnun og ljóst að þeim hinum sömu virðist mikið í mun að styðja frambjóanda sem gæti hugsanlega fellt sitjandi forseta.
Var einhver að tala um " pólítík " í sambandi við embætti forseta ?
kv.Guðrún María.
Þóra með mestan stuðning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |