Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012

Sjálfsskipaðir öfganáttúruverndarsinnar hafa gengið í hring.

Við Íslendingar höfum borið gæfu til þess að nota og nýta landið gegnum tíð og tíma og við eigum að gera það áfram okkur til handa, með vatnsafli og jarðvarma sem sannarlega mun verða okkar fjársjóður í framtíð allri, sökum þess að sjálfbær orkuframleiðsla er langt frá því að vera sjálfsagður hlutur hjá þjóðum heims.

Það er engin heil brú í því að fjármunum hafi nú þegar verið kostað til rannsókna og undirbúnings á virkjunarkostum sem síðan á að henda út um gluggann í einhverri pólitískri flokkun undir formerkjum öfgaumhverfisverndar.

Mín skoðun er sú að hluti öfgaumhverfisverndarsinna hér á landi hafi gengið í hring þar sem tilgangurinn helgar ekki lengur meðalið og gal og gap af pólítiskum toga má líkja saman við það sem oft hefur gert grín að, er bændur voru á móti símanum forðum daga.

Því miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Markmiðum um sjálfbæra uppbyggingu stefnt í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur það verið að stjórnarflokkarnir viti ekki hvert skal stefna í fjárfestingum sem slíkum ?

Meðan Samfylkingin vinnur að því að koma fjárfestingum erlendra aðila á koppinn, er samstarfsflokkurinn VG, að virðist því hinu sama andsnúinn.

Þessir flokkar eru saman í ríkisstjórn landsins !

Umræða um fjárfestingar sem slikar er eitthvað sem stjórnmálamenn hafa einfaldlega ekki rætt við almenning í landinu sem heitið geti en afstaða heimamanna úti á landi er eðli máls samkvæmt lituð af vonum og væntingum um atvinnu sem er af skornum skammti á þessu landssvæði.

Þetta mál er því eitt dæmi af fleirum sem kemur upp þar sem stjórnmálamenn og þar með sitjandi stjórnvöld í landinu ganga í hringi fram og til baka án þess að fyrirliggjandi stefnumótun sé til staðar, því miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is 10 ára samningur Huangs við ríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er hægt að skerða áunnin réttindi ?

Ég hygg að það sé kominn timi til þess að fara með prófmál fyrir dómsstóla varðandi það atriði hvort áunnin réttindi sjóðfélaga í lífeyrissjóðum sem innheimt eru samkvæmt lagaboði þar að lútandi, sé hægt að skerða með ákvörðun sjóðsstjórna til dæmis ?

Samkvæmt minni tilfinningu um lagaleg atriði þessa máls þá eru áunnin réttindi sjóðfélaga, jafngildi eignar, sökum þess að iðgjöld í sjóðina eru innheimt með lagaboði.

Áunnin réttindi ætti því aldrei, ég endurtek aldrei að vera hægt að lækka, nema endurgreiða sjóðfélögum gjöld þau sem innheimt hafa verið áður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Áunnin réttindi lækki um 7,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjörtímabilið styttist.

Það er oftar en ekki sama sýndarmennskutilstandið þegar líður á kjörtímabil einnar ríkisstjórnar, og nú er ríkisstjórnarfundur á Egilsstöðum, en aðrir fundir úti á landi að ég man eru áður á Ísafirði og í Reykjanesbæ, man ekki meir.

Fróðlegt verður að fylgjast með hvort fleiri fundir verði á næstunni úti á landi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ríkisstjórnarfundur á Egilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geta þingmenn sleppt þvi að mæta á þingið ef þeim líkar ekki við umræðuna ?

Það hlýtur nú að týnast af launum þingmanna ef þeir mæta ekki á þingfundi sökum þess að þeim hinum sömu líkar ekki umræðan, eða halda þeir launum þótt þær mæti ekki ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Ragnheiður Elín: Einstaklegur ömurleiki Margrétar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er sérstök húsaleigubótahækkun til handa leigjendum ?

Get ekki betur séð en leigjendum hafi verið sleppt hvað varðar " sérstök úrræði " svo sem þessar sérstöku vaxtaniðurgreiðslur til húseigenda og getur það verið að það þýði mismunun þegnanna ?

Nema einhver sérstök aðgerð sé á leiðinni til handa leigjendum til jafns við húseigendur.

Vonandi bera menn gæfu til þess að breyta í eitt kerfi húsnæðisbóta þar sem jafnt gangi yfir alla án flokkunnar í eign eða leigu í formi niðurgreiðslna hins opinbera.

kv.Guðrún María.


mbl.is Húseigendur fengu 2,6 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ýmislegt hægt að gera til að auka útiveru.

Það þarf áróður og fræðslu um mikilvægi hreyfingar fyrir stoðkerfi líkamans og hreyfilyfseðlar frá læknum er að ég tel gott úrræði.

Persónulega hefi ég upplifað það nú á annað ár hve gífurlega miklu máli það hefur skipt fyrir mig að geta gengið úti 20-30 mínútur á dag, eftir að hafa slasast og tapað vinnugetu vegna bakmeiðsla, en áður en ég slasaði mig fór ég ekki í slíkar göngur vegna þess að vinna mín var sífelld hreyfing á göngu heila vinnudaginn.

Gangan styrkir og hjálpar mér að þyngjast ekki um of við það hreyfingarleysi sem annars er til staðar, en ég má ekki hlaupa bara ganga en það að geta gengið skiptir miklu máli fyrir mig.

Ég vil meina að lengi búi að fyrstu gerð og gera þurfi börnum kleift að fá útrás fyrir hreyfigetu svo mest sem verða má hvarvetna í sínu nánasta umhverfi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Er hægt að auka útiveru Íslendinga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðislegt umboð i þágu þjóðar kemur ekki með sundruðum einingum.

Fjögurra flokka kerfi stjórnmála er meira en nóg að mínu viti hér á landi, og engum til hagsbóta , hvorki stjórnmálaöflum er fá einn mann kosinn á þing né heldur þjóðinni að slíkur málamyndamálamiðlanasjónleikur þurfi að vera hluti af íslenskum stjórnmálum til framtíðar.

Einn eða tveir þingmenn á þingi fyrir flokk ná engu fram, þannig er það og verða hrópandinn í eyðimörkinni allt kjörtímabil það sem viðkomandi sitja á þingi, að minnsta kosti í stjórnarandstöðu.

Fari viðkomandi í stjórn kostar það samsuðu málamiðlana, sem og vandræði og vesen allt næsta kjörtímabil þar sem viðkomandi flokkur þarf að vekja athygli á sérstöðu sinni til þess að lifa lengur.

Sundrungin er lýðræðinu til óþurftar svo mikið er víst.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ný framboð næðu tíu þingmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland í vonanna birtu.

Ég hefi löngum álitið það að bjartsýnin sé forsenda viljans til þess að finna lausnir á vandamálum hvers konar.

Það atriði hversu mjög við kunnum að velta okkur upp úr vandamálum öllum án þess að benda á leiðir til breytinga hverju sinni, hefur að mínu viti mikið með það að gera hvort eitthvað umbreytist eða ekki.

Öll hin gífurlega " hrunumræða" fjölmiðla í landinu hefur verið álíka yfirtoppuð og umfjöllunin um hina guðdómlegu útrás íslenskra fjármálafyrirtækja var þegar peningarnir uxu á trjánum.

Mikið til hefur sú umræða leitast við að finna sérstaka sökudólga hverju sinni gagnvart almenningi í landinu sem er afar einföld uppsetning í raun og engum spurningum velt upp í formi bjartsýni um framtíðarúrræði til þess að reisa landið við.

Að horfa yfir sviðið fram í timann er eitthvað sem afskaplega lítið sést af hér á landi nema í einstökum þröngum viðfangsefnum.

Væri það ofverk ríkisfjölmiðla að taka fyrir vangaveltur um efnahagsþróun næstu tuttugu ára hér á landi svo eitt dæmi sé tekið ellegar skipulag mála í atvinnuvegum matvælaframleiðslu ?

Kanski hefur eitthvað farið framhjá mér í umfjöllun þeirri sem ég gagnrýni skort á og biðst ég þá velvirðingar á slíku, hins vegar skora ég á alla að draga fram lengri sýn á viðfangsefni líðandi stundar en það eitt gefur komandi kynslóðum von og vilja til betrumbóta í komandi framtíð.

kv.Guðrún María.


Um daginn og veginn.

Gekk minn göngutúr niður í bæ í dag og blessuð vorblíðan lék um vanga, það var gott að ganga úti í íslenska vorinu nú eins og alltaf.

Ungir athafnamenn urðu á vegi mínum sem voru að gera tilraunir til þess að dýfa fótum í kaldann lækinn sem rennur undir Reykjanesbrautina og ég hugsaði á ég að segja eitthvað við þá um að passa sig, en ég sleppti því þar sem ég hefði sennilega verið í sama leik á þeirra aldri. Þeir voru þrír saman, þannig að hefði einhver dottið út í hefði annar látið vita.

Skömmu síðar rakst ég á fleiri athafnamenn sem voru að klifra á tréverkinu sem lá að Reykdalsvirkjuninni á sama aldri og hinir og ég sagði við þá, " strákar mínir passið ykkur að detta ekki, það er hátt fall niður... " Þeir fóru til baka, og ég var fegin.

Það er hins vegar ætíð svo að afskiptasemi hins fullorðna á stundum við og stundum ekki, svo er og verður.

kv.Guðrún María.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband