Forseti Íslands svaraði röddum fólksins í Icesavemálinu.

Það var raunverulegt lýðræði sem var fært til almennings í þessu landi, þess efnis að fá að segja já eða nei um Icesavelög núverandi stjórnvalda sem sett voru fram á Alþingi Íslendinga.

Það var ekki aðeins að sú ákvörðun forseta að vísa þessu máli til þjóðarinnar eftir efnahagshrun sem yfir dundi hér á landi svaraði kalli almennings, heldur kom þar einnig til sögu spor sem stigið hafði verið í átt að auknu lýðræði almennings um málefni eins þjóðfélags.

Það var svar við kalli tímans um slíkt lýðræði og núverandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson mun eiga æværandi heiður fyrir það að hafa stigið það spor.

Núverandi ríkisstjórn er tók við völdum hér á landi lét það vera eitt fyrsta verk að koma umsókn að Evrópusambandinu gegnum þingið, ÁN ÞESS AÐ SPYRJA ÞJÓÐINA UM VILJA TIL ÞESS HINS SAMA ÁÐUR.

Það voru mikil lýðræðisleg mistök í kjölfar efnahagshruns að búa til sundrung meðal þjóðarinnar um slíkt mál í vinnu við að reisa eitt þjóðfélag við, þar sem samvinna var og er eðli máls samkvæmt lykill að slíku.

Mistök sem skrifast munu í stjórnartíð þeirra flokka er nú sitja saman við stjórnvölinn.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Færi valdið til fólksins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Auðvitað munu Íslendingar fylkja sér að baki Forseta vorum, sem hefur staðið eins og klettur með þjóðinni.

Jónatan Karlsson, 17.5.2012 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband