Forsetakandidat ríkisstjórnarflokkanna ?

Það er ekkert smávegis fínt að pikka út vinsælan fréttamann af Ríkissjónvarpinu, sem hefur stjórnað einum vinsælasta spurningaþætti landsins um tíma, í framboð, en Ruv er á auglýsingamarkaði hér á landi ásamt því að fá nefskatt frá almenningi til rekstrar.

Veit þjóðin eitthvað um þennan fréttamann annað en að hafa horft á hana á skjánum ?

Nei ekki ég, annað en Hannibal heitinn Valdimarsson var afi hennar, það veit ég en ég hefi ekki minnstu hugmynd um hvaða skoðanir viðkomandi fréttamaður hefur á sínu þjóðfélagi, hvað þá forsetaembættinu, ekki minnstu hugmynd enn sem komið er.

Stuðningur fulltrúa ríkisstjórnarflokkana við þennan frambjóðenda er hins vegar afgerandi samkvæmt þessari könnun og ljóst að þeim hinum sömu virðist mikið í mun að styðja frambjóanda sem gæti hugsanlega fellt sitjandi forseta.

Var einhver að tala um " pólítík " í sambandi við embætti forseta ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Þóra með mestan stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2012 kl. 10:13

2 identicon

Konur eru konum verstar...það sannast hér....svo geta þær verið svo djöfull meðvirkar .

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 14:06

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hvað áttu við Helgi ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.5.2012 kl. 00:29

4 identicon

Ég á við að konurnar hér á moggablogginu eru duglegar að hrauna yfir Þóru, hélt að konur myndu nú allmennt standa með kynsystrum sínum.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 13:05

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er jafnréttissinni en ekki feministi Helgi, þar er dálítill munur á.  Ég vil að fólk fái stöður samkvæmt getu og þekkingu.  Ég tel Ólaf standa Þóru fremur.  Ég myndi halda með þeirri konu ef ég teldi hana skara fram út rétt eins og karlmann.  Ég  hef sjálf þurft að komast gegnum lífið á mínum eigin forsendum og ætlast til að aðrir geri það líka.  Annars veit ég ekki til að fólk hafi hraunað yfir Þóru þótt bent sé á ýmis mál sem eru óútskýrð eða vantar svör við.  Skítkastið er allt samfylkingarmeginn á Ólaf Ragnar Grímsson.  Þannig er það bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.5.2012 kl. 15:08

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Held að Cesil hafi sagt allt sem ég vildi segja, takk fyrir það Cesil.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.5.2012 kl. 01:20

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.5.2012 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband