Bloggfærslur mánaðarins, september 2011
Evrópusambandið er ekki þess umkomið að takast á við vandann í pólítísku miðjumoði.
Þriðjudagur, 6. september 2011
Tilraunir forkólfa ríkja í Evrópusambandinu til þess að reyna að halda gangandi ofþöndu efnahagskerfi með alls konar patentlausnum hér og þar, mun fyrr eða síðar leita jafnvægis við raunveruleikann.
Annað er óhjákvæmilegt.
kv.Guðrún María.
![]() |
Óttast aðra efnahagslægð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eplið langt frá eikinni.
Þriðjudagur, 6. september 2011
Ég tek undir þá gagnrýni sem þarna kemur fram varðandi það atriði að færa eigi Matvælastofnun vald til þess að hafa umsjón með dýrahaldi.
Það vantar sannarlega ekki nýja stofnun með framkvæmdavald, hvað þá að auka enn á miðstýringu og boðleiðir frá því sem nú er.
Sveitarfélögin eiga að bera ábyrgð á sínu dýrahaldi hvers eðlis sem er þar sem mismunandi skilyrði er að finna millum sveitarfélaga í því efni.
Annað er út í hött.
kv.Guðrún María.
![]() |
Gagnrýna að allt eftirlit sé í höndum Matvælastofnunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gegn vilja þjóðarinnar að taka einn mann fyrir Landsdóm, vegna hrunsins.
Þriðjudagur, 6. september 2011
Það misbýður minni réttlætisvitund að einn maður skuli mega þurfa sæta því að vera tekinn fyrir Landsdóm til ábyrgðar varðandi hrunið hér á landi, en þannig varð niðurstaða Alþingis því miður.
Ég get ekki ímyndað mér að alþingismenn séu í raun sáttir við þá hina sömu niðurstöðu sem þarna varð úr þessari atkvæðagreiðslu og sorgleg birtingamynd eins konar sjónleiks varðandi Landsdóm þar sem framlengt var umboð kjörinna fulltrúa þar, sem hefði átt að endurkjósa á núverandi þingi kom einnig til sögu, í meðferð málsins.
Það atriði að ákæra einn mann þýðir það í heild að málið allt er í raun fjarstæða í málatilbúningi sem slíkum.
Því miður.
kv.Guðrún María.
![]() |
Óljós málatilbúnaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sérfræðikunnátta í smjörklípupólítik, ekki á allra færi.
Mánudagur, 5. september 2011
Það er svo sem ekki loku fyrir það skotið að mitt pólítiska nef, hafi fundið agnarlítinn smjörkeim varðandi þetta tiltekna mál, en ég sé að Björn hefur fundið smjörstykkið, enda með áralanga reynslu í pólítik.
Að óskekju mætti vera meira um það að benda á smjörklípur þegar þær er að finna en ég man ekki eftir því að nokkur fjölmiðill hafi af sjálfsdáðum áttað sig á því hinu sama.
kv.Guðrún María.
![]() |
Sakar Ólaf Ragnar um smjörklípu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjörnir þingmenn eiga að klára kjörtímabilið, nema persónulegar ástæður komi til.
Laugardagur, 3. september 2011
Mín skoðun er sú að hver og einn þingmaður sem gefur sig fram til starfa á þing og er kosinn kosningu til þess arna eigi að sinna því hinu sama út kjörtímabil sitt, nema persónulegar ástæður komi til sögu.
Það kemur ekki fram í þessari frétt að Þórunn sé að hætta nema af því hana langi bara til þess eins og það sé sjálfsagt mál.
Það vekur aftur upp spurningar um hvort eitthvað samkomulag sé að ræða innan flokksins um að skipta mönnum inn á þing af lista á kjörtímabilinu.
Ég óska Þórunni hins vegar, alls velfarnaðar og býð fyrrum bæjarstjóra okkar Hafnfirðinga velkominn til starfa á þingi ef hann ákveður að hverfa til þess hins sama.
kv.Guðrún María.
![]() |
Þórunn hættir á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hví standa sveitir lands auðar og ónotaðar hér á landi ?
Laugardagur, 3. september 2011
Hvað veldur því að jörð eins og Grímsstaðir á Fjöllum er til sölu ?
Hefur einhver velt þvi upp í þessari umræðu um jarðakaup fjárfestis sem vill byggja upp ferðaþjónustu fyrir norðan ?
Það er búið að fækka og stækka býli í íslenskum landbúnaði með tilheyrandi samdrætti allra handa þar sem landgæði og nytjun lands hefur ekki verið tekin með í reikninginn.
Hluti bænda hefur snúið sér að ferðaþjónustu sem er víða meginstoð smærri samfélaga við hina breyttu búskaparhætti.
Á sama tíma er íslenskur landbúnaður í vörn, gagnvart aðilum sem vilja næstum leggja þann hinn sama landbúnað niður og flytja inn afurðir, eins sérkennilegt og það er.
Landnýtingarstefnumótun er eitthvað sem fer ekki mikið fyrir hjá okkur en ætti að liggja fyrir hjá hverju einu og einasta sveitarfélagi á landinu.
Enn sem komið er hefi ég einugis augum litið að slík stefnumótun sé farin í gang, frá einu sveitarfélagi Rangárþingi eystra, sem er vel og ber að fagna.
Ef til vill er slíkt að finna víðar en það atriði að hafa stefnumótun fyrir hendi af hálfu sveitarfélaga varðandi landnýtingu er eitthvað sem skýrir línur til muna varðandi til dæmis sölu lands undir ferðaþjónustu.
kv.Guðrún María.
![]() |
Fagnar kínverskum fjárfestingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekki venja forsætisráðherra að kvarta yfir stjórnarandstöðu í landinu, eða hvað ?
Laugardagur, 3. september 2011
Þá vitum við það að eitt helsta efnahagsvandamálið er
" niðurrif stjórnarandstöðunnar ".
Þótt það sé álitamál hvort þjóðarskútan er enn á strandstað eða ekki, þá hefði nú verið allt í lagi að sleppa því að kvarta yfir stjórnarandstöðu í landinu, því svo vill verða að ef engin er gagnrýnin þá gleyma menn sér í eigin hugmyndum um að vera að gera allt rétt, ekki hvað síst í Stjórnarráðinu.
Fremur hefði ráðherra átt að þakka fyrir gagnrýni og skoðanaskipti á hinum lýðræðislega vettvangi.
kv.Guðrún María.
![]() |
7 þúsund ný störf í augsýn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Engin almannaslysatrygging sem hlutfall af hlutaatvinnuleysisbótum.
Föstudagur, 2. september 2011
Þrátt fyrir iðgjaldagreiðslur launþega af hlutaatvinnuleysisbótum frá Vinnumálastofnun til verkalýðsfélaga, þá er nýtur viðkomandi ekki slysadagpeninga í hlutföllum til samræmis við bætur þessar, né heldur á sá hinn sami nokkurn rétt hjá sinu stéttarfélagi.
Tryggingastofnun getur ekki skipt sundur slysadagpeningum í hlutföll eins og sjúkradagpeningum og vinnuveitandi fær 100 % slysadagpeninga greidda, meðan sá slasaði nýtur launa, þótt um sé að ræða 70 % starf.
Hér er um að ræða ótrúlegan klaufaskap þar sem mér sýnist skorta reglugerð frá ráðherra til að heimila það að skipta slysadagpeningum í hlutföll, eins og sjúkradagpeningum.
kv.Guðrún María.
![]() |
Lög um hlutabætur samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig verður þessum styrkjum ráðstafað, krónu fyrir krónu.
Föstudagur, 2. september 2011
Í mínum huga er það stórundarlegt fyrirkomulag að þjóðir sem óska inngöngu í Evrópusambandið fái styrki út í loftið hvort sem þær ganga inn eða ekki og án efa liggur þar einhver fiskur undir steini varðandi það atriði að hluti af þessu fé fer að öllum líkindum í aðlögun að regluverki sambandsins, sem hentar viðkomandi stjórnvöldum og sambandinu til lengri eða skemmri tíma hvort sem innganga er samþykkt eða ekki.
Það þarf hins vegar að krefja núverandi stjórnvöld um upplýsingar um hvernig fjármunum þessum er varið, frá krónu til krónu.
kv.Guðrún María.
![]() |
Ísland fær 28 milljónir evra í styrki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Full mikið um að vera við Kötlu.
Föstudagur, 2. september 2011
Það er nokkuð síðan maður hefur heyrt í einhverjum jarðfræðingum um það hvað þeir telja að sé um að vera á þessu svæði, en sem leikmanni finnst mér fullmikið um að vera í skjálftavirkni á þessu svæði.
Sannarlega hafa Sunnlendingar fengið sinn skammt af eldgosum síðustu tvö ár, og ef Katla bætist við er það fremur óskemmtileg tilhugsun.
kv.Guðrún María.
![]() |
Jarðskjálfti í Mýrdalsjökli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |