Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Um daginn og veginn.

Það gengur ekki nógu vel hjá mér að ná minni heilsu til baka, enn sem komið er eftir stöðuga sjúkraþjálfun síðustu tíu mánuði og tilraunum til þess að vinna á þvi tímabili, þar sem ég þurfti frá að hverfa.

Ég ætla hins vegar ekkert að gefa upp vonina frekar en fyrri daginn, að tíminn komi til með að hjálpa í því efni en ég bíð nú eftir að heyra frá sérfræðingi i bæklunarlækningum sem minn heimilislæknir sendi mig til.

Óhjákvæmilega er maður utangarðs í þjóðfélaginu þegar maður er ekki í vinnu, hafandi verið í vinnu allt sitt líf og það atriði að taka á því er kapítuli út af fyrir sig.

Það er hins vegar svo að maður fær nýtt verkefni upp í hendur sem maður þekkir ekki og þarf að takast á við, og úr því verður að vinna hvers eðlis sem er.

Annað er ekki í boði.

kv.Guðrún María.


Skattahækkanir þýða meiri verðbólgu og þá hvað..... ?

Einhvern veginn líta þessar hugmyndir út fyrir það að auka þenslu með opinberum aðgerðum til þess arna, þenslu sem aftur er verðbólguvaldur sem aftur verður til þess að moka þarf úr patentlausnapokanum í allra handa björgunaraðgerðir hér og þar, allra handa.

Það á vissulega eftir að koma í ljós hvernig útfærsla stjórnvalda kemur til með að lita út í formi fjárlaga, en skattahækkanir án aukinnar atvinnu í landinu er afskaplega erfitt að koma auga á hvernig á að vera mögulegt að framkvæma.

kv.Guðrún María.


mbl.is Nýjar tekjur skila 29 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað á að bæta við aðstöðu á Litla Hrauni í stað þess að fara í nýja framkvæmd.

Vonandi verður hægt að opna augu yfirvalda varðandi það atriði að mun skynsamlegra er að bæta við aðstöðu þar sem núverandi starfssemi er til staðar á Litla Hrauni en að hlaupa í nýja framkvæmd á Hólmsheiði.

kv.Guðrún María.


mbl.is Funda um fangelsismál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband