Bloggfærslur mánaðarins, september 2011
Um daginn og veginn.
Mánudagur, 12. september 2011
Aldrei þessu vant settist ég fyrir framan sjónvarpið og sá heimildamynd um hryðjuverkin í Bandaríkjunum fyrir áratug.
Myndin var mjög fróðleg, einkum og sér í lagi varðandi baksvið ákvarðanatöku æðstu ráðamanna þjóðarinnar á þessum tíma.
Heimurinn er ekki samur á eftir, og hryðjuverkin í Noregi hafa nú nýlega vakið okkur Norðurlandabúa til vitundar um ógn til staðar er stafa kann af hugmyndum manna til þess að koma boðskap sínum á framfæri með því að vanvirða mannslíf.
Það skiptir engu máli hvaðan slíkur boðskapur kemur, hann ber að fordæma.
kv.Guðrún María.
Sjálfbær fjárlög, innan seilingar, hjá formanni Samfylkingar.
Laugardagur, 10. september 2011
Svo virðist sem smjör drjúpi af hverju strái, og allt sé í lukkunnar velstandi í okkar litla landi, undir styrkri stjórn formanns Samfylkingarinnar, sem boðar nú sjálfbær fjárlög innan seilingar.
Það væri annars mjög athyglisvert að fá fram skýringar um sjálfbær fjárlög annars vegar og ósjálfbær hins vegar, sem og hvað þarf til að koma í útreikningum til þess að fjárlögin fá stimpil sjálfbærni, t.d hvort umhverfisvænar reiknikúnstir eru meðferðis í því sambandi.
kemur í ljós.
kv.Guðrún María.
![]() |
Gefur kost á sér til endurkjörs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lækka þarf tekjuskatta við hrun eins samfélags, eðli máls samkvæmt.
Föstudagur, 9. september 2011
Hér á árum áður reyndar áður en ég fæddist, sátu menn við stjórnvölinn hér á landi sem höfðu vit á því að lækka tekjuskatta tímabundið í samdrætti eins samfélags, til þess að örva hagkerfið og halda því gangandi.
Hækkun skatta á allan almenning í slíkum aðstæðum er eitt stykki meðal sem leiðir af sér stöðnun hagkerfisins, þar sem hvati til vinnuþáttöku verður vart fyrir hendi sem aftur leiðir af sér enn frekari útgjöld hins opinbera allra handa.
Sífellt minni innkoma skatta til handa hins opinbera ár eftir ár í samdrætti, er eðlileg afleiðing af ofsköttun hvers konar sem ekki tekur tillit til aðstæðna í einu samfélagi.
Tímabundin lækkun tekjuskatts kann að koma hagkerfinu í gang að nýju þar sem fjármunir skila sér til baka í virðisaukaskatti og vexti fyrirtækja er einnig skila sköttum í stað þess að leggja upp laupana.
kv.Guðrún María.
![]() |
Tekjur og gjöld ríkisins dragast saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Markaðshyggjuþokumóðan.
Föstudagur, 9. september 2011
" Ýkju hagkerfið " sem forseti Íslands nefnir hér, hefi ég rætt um sem markaðshyggjuþokumóðu sem við Íslendingar eins og aðrar þjóðir heims höfum gengið um í og göngum enn um í að vissu leyti þrátt fyrir hrun hér á landi.
Evrópusambandið í heild sem efnahagsbandalag hefur enn ekki séð fyrir endann á uppgjöri í því samhengi að mínu áliti, og sökum þess er það að vissu leyti með ólíkindum að við Íslendingar skulum vera með aðildarumsókn um inngöngu á ferð á þeim tímapunkti.
kv.Guðrún María.
![]() |
Forsetinn: Bóluhagkerfið að baki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Furðulegar tafir í framkvæmdum á Suðurnesjum.
Föstudagur, 9. september 2011
Það er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að þingmenn kalli eftir upplýsingum frá ráðherra varðandi þetta mál.
Meðan sú er þetta ritar var meira með nefið ofan í pólítikinni, var sú tilfinning fyrir því að uppbygging í Helguvík væri á undan framkvæmdum á Bakka varðandi timasetta ákvarðanatöku alla, einhvern veginn fyrir hendi.
Sökum þess hefur maður undrast allar þær tafir sem komið hafa til sögu um framkvæmdir þessar á Suðurnesjum, og því miður virðast bera keim af pólítiskum formúlum þess að ekki er sama hver situr við stjórn sveitarfélaga, þ.e. hvaða flokki sá hinn sami tilheyrir.
kv.Guðrún María.
![]() |
Vilja fá fund vegna Magma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslenska sauðkindin hefur haldið lífi í þjóðinni gegnum aldir.
Fimmtudagur, 8. september 2011
Sem bóndadóttur í islenskri sveit austur undir Eyjafjöllum, var það hluti af mínu uppeldi að týna alla þá ullarlagða sem fundust úti í haga til nytja fyrir land og þjóð.
Ég var ekki mikið hærri en kindurnar með föður mínum í fjárhúsunum öllum stundum en síðar mátti ég gjöra svo vel að nota og nýta orku í spretthlaup við að smala kindum í hús eða reka úr túni við hin ýmsu tækifæri, sem á tímabili unglingsára var nú töluvert vesen að manni fannst.
Svo fór ég að vinna fjórtán ára í Þykkvabænum í sláturtíð sem aftur gaf aukið innsæi á mikilvægi sauðkindarinnar í íslensku samfélagi.
Þremur árum síðar og næstu tíu árin vann ég við það að selja afurðir af íslensku sauðkindinni hjá SS.
Nú í dag sit ég við að prjóna úr ullinni af íslenskum kindum sem eiga í mínum huga heiður af tilvist sinni hér á landi og þrífast vel innan marka svo fremi maðurinn setji þau hin sömu mörk hvarvetna sem þarf.
Að bjarga kind úr gjá er því þjóðþrifaverk.
kv.Guðrún María.
![]() |
Kind bjargað úr gjá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verkefni sveitarfélaganna og fjármagn í lögbundin verkefni.
Fimmtudagur, 8. september 2011
Ég ræddi mikið um það fyrir nokkrum árum að skilgreina bæri þjónustustig sveitarfélaga hér á landi, þar sem raunin er sú að mismiklum fjármunum er varið millum sveitarfélaga í lögbundin verkefni þeirra hinna sömu.
Er það eðlilegt að íbúi í einu sveitarfélagi inni af hendi sömu útsvarsprósentu og annar í öðru sveitarfélagi en megi þurfa að taka því að lögbundin þjónusta sé með öðru móti og minni en í næsta sveitarfélagi ?
Mitt svar er nei.
Því miður gætir of mikils misræmis varðandi þetta atriði hér á landi og sökum þess væri það mjög eðlilegt að hvert einasta sveitarfélag hefði til að bera skilgreiningu á eigin þjónustustigi í sínum lögbundnu verkefnum, sem falin hafa verið sveitarfélögum.
Til dæmis búsetuúrræðum fyrir fatlaða,öldrunarþjónustu, menntun, sem og fleiri verkefnum sem lúta að lögbundinni þjónustu við íbúa er greiða skatta og gjöld.
kv.Guðrún María.
Að standa vörð um hagsmuni landsins.
Fimmtudagur, 8. september 2011
Það eru hagsmunir þjóðarinnar að standa vörð um íslenskan landbúnað sem og aðra íslenska framleiðslu hér á landi, því þar er um að ræða sjálfbærni einnar þjóðar í víðu samhengi.
Sú hin sama varðstaða mun skila okkur verðmætum til lengri og skemmri tíma, og sú gagnrýni sem núverandi ráðherra landbúnaðarmála situr undir í þessu efni á rót sína að rekja til áhugamanna um inngöngu i Evrópusambandið að sjá má.
kv.Guðrún María.
![]() |
Þingmenn gagnrýna tolla á búvörum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Leiðir hin mikla skjálftavirkni til eldsumbrota ?
Miðvikudagur, 7. september 2011
Náttúran er óútreiknanleg en nútíma aðferðir við eftirlit og mælingar hvers konar gefa vísbendingar um hvað er í gangi.
Það skelfur all nokkuð hér á Reykjanesskaganum í hrinum öðru hvoru eins og í Mýrdalsjökli en mér kom það í hug í kvöld hversu vel menn væru undirbúnir ef svo ólíklega vildi til að eldsumbrot yrðu á tveimur stöðum samtimis á landinu.
Án efa eru menn undirbúnir í slíku, en hins vegar mætti upplýsa meira um almannavarnaráætlanir af hálfu sveitarfélaga í þéttbýlinu.
Vonandi er að við fáum hlé frá hamförum eins og þeim sem nú þegar eru komnar til sögu undanfarið en við lifum í eldfjallalandi.
kv.Guðrún María.
![]() |
Engin augljós skýring á óróa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkisstjórnin hafði ekki fyrir því að skilgreina samningsmarkmið aðildarumsóknar.
Miðvikudagur, 7. september 2011
Ekki er kyn þó keraldið leki, segir máltækið og það atriði að ríkisstjórnarflokkar skuli hafa ætt af stað í þá vegferð að sækja um aðild að Evrópusambandinu í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar, án þess að fyrir lægju skigreind samningsmarkmið á hverju einasta sviði fyrir sig, er hneisa.
BARA SÆKJA UM TIL ÞESS AÐ SJÁ HVAÐ ER Í BOÐI....
er ein helsta útskýring sem fram og til baka hefur heyrst í umræðu um þessi mál.
því miður.
kv.Guðrún María.
![]() |
Geta ekki lengur vikið sér undan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |