Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Veðurguðir í góðu skapi í Reykjavík og nágrenni.

Menningarhátíðin í Reykjavík er sennilega síðasta hátíðin á landinu fyrir byrjun á skólahaldi og almenna gangsetningu þjóðfélagsins eftir sumarfrí.

Öllum slíkum hátíðum fylgir alla jafna drykkjutilstand einhvers konar, en sem betur fer kann meirihlutinn að fara vel með slíkt og vonandi verður sú raunin núna.

Hin mikla dásemdarblíða sem verið hefur undanfarna viku var einnig til staðar í dag, sem er ánægjuauki.

Sjálf lét ég mér nægja að kíkja á flugeldana úr fjarlægð þessu sinni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Aukin ölvun og mikil umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnvöld bera ábyrgð og þurfa að taka ákvörðun.

Sé það svo að stjórnvöld hafi nú þegar lagt fram fé í nám, í þessu tilviki Kvikmyndaskóla, þá er það svo að þeir nemendur sem stunda það hið sama nám, eiga kröfu á hið opinbera að geta lokið því hinu sama námi, ef ekki þá mun það eðli máls samkvæmt kosta hið opinbera mun meira en að leggja til fjárveitingar til þess að nemendur fái lokið námi.

Sökum þess þarf ráðherra málaflokksins að taka ákvörðun hið fyrsta um þetta mál, og þótt einn stjórnarþingmaður hafi tekið til við að hóta þvi að styðja ekki fjárlög vegna þessa, þá á það engu máli að skipta um skynsamlega ákvörðun sem þarf einfaldlega, að haldast í hendur við fyrri ákvarðanir.

Flóknara er málið ekki.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is „Það er bara ekki rétt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forgangsröðun þjónustu á vegum Landspítala Háskólasjúkrahúss, vegna niðurskurðar.

Samkvæmt þessum upplýsingum standa sitjandi stjórnvöld frammi fyrir þvi að taka afstöðu til þess hvar eigi að skerða heilbrigðisþjónustu á LSH, sem þjónar jú öllu landinu sem bráðasjúkrahús.

Hér er um stórmál að ræða þar sem virkilega þarf að fylgjast með hvaða tillögur munu koma til álita í því sambandi og hvað ekki.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki hagræðing heldur skert þjónusta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlýjar tilfinningar að sjá þyrluna í lagi.

Það fóru um mig hlýjar tilfinningar í kvöld að sjá þyrluna fljúga til Reykjavíkur, hér yfir Hafnarfjörð, en mikilvægi þessa öryggistækis er gífurlegt.

Mér varð hugsað til þess að einn þingmaður öðrum fremur barðist fyrir því á Alþingi Íslendinga hér á árum áður að keypt yrði fullkomin björgunarþyrla til landsins.

Að öðrum ólöstuðum á hann þakkir fyrir, þá hina sömu baráttu, en það var Ingi Björn Albertsson sem var óþreytandi í þeirri hinni sömu baráttu.

kv.Guðrún María.


mbl.is TF-LÍF orðin flughæf á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta verk Alþingis að endurskoða aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Ef sitjandi stjórnvöld eru ekki nú þegar farin að íhuga endurskoðun á aðildarumsókn að Evrópusambandinu, þá er það ljóst að knúið verður á um slíkt er Alþingi kemur saman.

Nú þegar er til staðar nægilega mikil óvissa um efnahagsþróun á evrópska efnahagssvæðinu, sem kallar á endurmat.

Jafnframt er uppi óvissa um það hvert stefnir í samstarfi Evrópuþjóða á efnahagslegum grundvelli í kjölfar hruns á mörkuðum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Evrópa tekur enn eina dýfuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þröng sýn á hagsmuni þjóðar ?

Rétt einu sinni enn hoppa forkólfar hagsmunasamtaka upp á dekk, nú Samtaka iðnaðarins til þess að blanda sér í pólítiska umræðu um Evrópusambandið með áróðri um ágæti þess.

Það er hverjum manni ljóst sem fylgist með fréttum frá Evrópu að veruleg efnahagsleg vandamál og óvissa ríkir meðal sambandsþjóða.

Á þeim tímapunkti er það að æra óstöðugan að við Íslendingar séum í gangi með aðildarferli í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar, með öllum þeim kostnaði sem þvi hinu sama fylgir.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Vilja halda viðræðum áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég styð leikskólakennara.

Ég er undrandi á þessari bókun, sökum þess að ólöglegt er að hafa starfssemi leikskóla í gangi ef enginn er leikskólakennarinn, vegna þess að samkvæmt lögum um leikskóla er leikskólinn fyrsta skólastig barnsins, og fagmenntun leikskólakennara er til þess að tryggja gæði starfa í skólunum en jafnframt ábyrgð á starfsseminni.

Sjálf starfaði ég á sínum tíma sem deildarstjóri á leikskóla í Reykjavík, um tveggja ára skeið, þá ófaglærður starfsmaður með starfsmenntun alla sem möguleg var til þess arna.

Á þeim tíma nánar tiltekið 1992, borgaði það sig ekki fyrir mig ófaglærðan starfsmann, að leggja á mig nám sökum þess að ég hefði lækkað í launum sem nýútskrifaður leikskólakennari á þeim tíma.

Það hið sama var ótrúlegt en satt.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Deildum verði haldið opnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að hafa " ríkið innan handar " í Norðaustur kjördæmi.

Alveg er það nú brilljant orðaval hjá fjármálaráðherra að ríkið sé bara innan handar, varðandi fjármögnun í þetta verkefni.

Væntanlega liggja einhverjar áætlanir á borðinu varðandi framkvæmdina sem og hve mikið " ríkið innan handar " kann að þurfa að láta af hendi i framkvæmd þessa.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ríkið tryggir fjármögnun ganganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikskólastjórar bera ábyrgð á starfi skólanna, fari þeir í verkfall ber engin ábyrgðina.

Ég er undrandi á því að menn séu að velta því fyrir sér að hafa opna skóla þar sem ófaglærðir eru deildarstjórar, því ef leikskólastjórar eru ekki til staðar þá er starfssemin ólögleg mér best vitanlega, þar sem engin ber ábyrgðina.

Nákvæmlega sama máli gildir um kennara í skólum og lækna á sjúkrahúsum.

Þessi túklun var aldrei neitt vafamál þau sex ár sem ég starfaði á leikskóla en hvers vegna menn eru að velta þessu fyrir sér núna, veit ég ekki.

kv.Guðrún María.


mbl.is Enn deilt um lokanir deilda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópusambandið mun liðast í sundur.

Vandi hins evrópska efnahagssvæðis er eitthvað sem forkólfar ríkja í Frakklandi og Þýskalandi hafa varla einir eitthvað um að segja.

Hvers konar hugmyndir um aukið ráðstjórnarvald á sviði efnahagsmála til handa aðildarríkjum er örugglega lítið annað en fálm út í bláinn, þar sem slíkum hugmyndum verður varla fagnað af sambandsþjóðum, þar sem hið yfirstjórnlega vald í Brussel er nú þegar nægilegt.

Tvöfaldur kostnaður við hið yfirstjórnunarlega vald er mikill og ekki á bætandi.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Viðbrögðin voru vísitölufall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband