Stjórnvöld bera ábyrgð og þurfa að taka ákvörðun.

Sé það svo að stjórnvöld hafi nú þegar lagt fram fé í nám, í þessu tilviki Kvikmyndaskóla, þá er það svo að þeir nemendur sem stunda það hið sama nám, eiga kröfu á hið opinbera að geta lokið því hinu sama námi, ef ekki þá mun það eðli máls samkvæmt kosta hið opinbera mun meira en að leggja til fjárveitingar til þess að nemendur fái lokið námi.

Sökum þess þarf ráðherra málaflokksins að taka ákvörðun hið fyrsta um þetta mál, og þótt einn stjórnarþingmaður hafi tekið til við að hóta þvi að styðja ekki fjárlög vegna þessa, þá á það engu máli að skipta um skynsamlega ákvörðun sem þarf einfaldlega, að haldast í hendur við fyrri ákvarðanir.

Flóknara er málið ekki.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is „Það er bara ekki rétt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband